Bæjarins besta - 02.03.1988, Page 6
6
BÆJARINS BESTA
I J I J
BÆJARINS BESTA kemur út á miðvikudögum. Útgefandi: H-PRENT sf.,
Suðurtanga 2, 400 ísafjörður, 0 94-4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson, Stórholti 7, 0 4277, og Halldór Sveinbjörnsson,
Aðalstræti 20, 0 4101. Blaðamaður: Jakob Falur Garðarsson, 0 4570.
Prentun: H-prent sf., pósthólf 201.
Tekið á móti efni og auglýsingum í 0 4560 og 0 4570.
ísafjörður:
Sjóminjasafn
í Turnhúsinu
Opnað á sjómannadaginn
Turnhúsið hefur tekið
miklum stakkaskiptum
undanfarin ár. Hefur verið
unnið að endurbyggingu
þess frá árinu 1984 á vegum
Húsafriðunarnefndar ísa-
fjarðarkaupstaðar og er sú
vinna nú á lokastigi.
Turnhúsið var byggt á ár-
unum 1784-85 og þá sem
pakkhús og saltgeymsla.
Hlutverk þess í framtíðinni
hefur verið ákveðið. Þar
verður sjóminjadeild
Byggðasafns Vestfjarða til
húsa. Er nú verið að hefjast
handa við að setja safnið
upp. Verður það bæði inni
í húsinu og eins á svæðinu
í kringum það. Stefnt er að
því að safnið verði opnað
á sjómannadaginn, sem að
þessu sinni er 5. júní.
Jón Sigurpálsson safna-
vörður ísafjarðarkaupstað-
ar sagði í samtali við BB að
hann ynni nú að því að
setja safnið upp. Smíða-
vinnu væri að mestu lokið.
Húsið er fullfrágengið
utanhúss en herslumuninn
vantar á inni. Arnór Stígs-
son hefur verið yfirsmiður
í Turnhúsinu og hefur hann
séð um verklega þátt
verksins.
Á annarri hæð turnhússins. Geysilega mikil vinna hefur verið
lögð í að ganga sem best frá öllu.
Bolungarvík:
Bæjarbúum boðið uppá
„mánudagshreinsun“
Á síðastliðnu ári tók Bolungar-
víkurkaupstaður upp þjónustu
við bæjarbúa sem nefnd hefur
verið „mánudagshreinsun".
Hvað er nú það? Kann einhver
að spyrja. Olafur Kristjánsson
bæjarstjóri upplýsti fávísan
blaðamann BB um málið.
Sagði hann að þarna væri umí
það að ræða að bæjarbúar gætui
hringt á bæjarskrifstofuna ef
þeir væru með rusl sem þeir
þyrftu að losna við og þá sæi
bærinn um að sækja ruslið.
Þessi þjónusta er aðeins veitt á
mánudögum og hefur því feng-
ið hið ágæta nafn „mánudags-
hreinsun“.
Ólafur sagði að þessi þjón-
usta væri nokkuð nýtt af bæjar-
búum og nú þegar væri þetta
orðin umfangsmikil þjónusta.
Pá sagði hann að hingað til
hefði þessi þjónusta verið frí en
nú hefði hann lagt það til í
bæjarstjórn að byrjað verði á
því að taka gjald fyrir. Ákveðið
hefur verið að gjaldið verði kr.
400,- fyrir heimili en kr. 800,-
fyrir fyrirtæki.
ísfirðingar- nágrannar
wr Nú gefst kjörið tækifæri til þess
að heimsækja vini og kunningja
á Akureyri.
w- Þetta er líka hentugt fyrir þá
göngumenn sem vilja keppa í
Skógargöngunni á Egilstöðum.
w Helgina 4. til 6. mars bjóðum við
flugfarið á hálfvirði.
<Æ
rinc|fói<>c|
noi<)iirl,mcl<
Ferðaskrifstofa Yestfjarða
UPPSAiIR
Opið
föstudagskvöld
kl. 23-03
Stebbi
í diskótekinu