Bæjarins besta - 02.03.1988, Blaðsíða 10
10
BÆJARINS BESTA
Jarðgöngin á Vestfjörðum:
Ekki spurning hvort
heldur hvenær göngin koma
Fjölmennur fundur ályktar um málið
SMÁAUGLÝSINGAR
Slysavarnakonur ísafiröi
Munið föndrið næstkomandi
laugardag í Sigurðarbúð kl. 2-5
eftir hádegi. Kaffi á könnunni.
Þær sem eiga kökudiska frá
kaffisölunni, vinsamlega sækið
þá.
Nefndin.
Til sölu
Til sölu Loki PC tölva, IBM
samhæfð. 640 Kb með grafísk-
um skjá.
Upplýsingar í síma 3526
kl. 20-22 á kvöldin.
ísskápur
Til sölu er rúmlega eins árs gam-
all ísskápur.
Upplýsingar í síma 7195.
Dagmamma
Dagmamma óskast allan daginn
fyrir fjögurra mánaða stúlku.
Upplýsingar í síma 3881.
Mitsubishi Galant
Til sölu er Mitsubishi Galant
2000 GLS, árgerð 1987.
Upplýsingar í síma 7348 á dag-
inn og 7319 á kvöldin.
Slysavarnakonur Isafiröi
Skyndihjálparnámskeið hefst 8.
mars. Þátttaka tilkynnist fyrir 5.
mars til Láru (S 3325) eða Ást-
hildar (S 3703).
Subaru Justy
Til sölu er Subaru Justy sendi-
ferðabíll, árgerð 1984. Ekinn 59
þús. km.
Upplýsingar í síma 3719 eftir kl.
19 eða í vinnusíma 4400 (Jósef).
Húseign í miðbænum
Húseignin Hrannargata 9 er til
sölu. Lán geta fylgt. Tilboð
óskast. Réttur áskilinn til að
taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Upplýsingar í síma 4014.
Heimabær 5
Heimabær 5, tveggja herbergja
íbúð á neðri hæð, er til leigu
eða sölu.
Upplýsingar gefur Jósef í síma
3719 eftir kl. 19, eða í vs. 4400.
Til leigu
Til leigu er þriggja herbergja
íbúð.
Upplýsingar í síma 4152.
Hvolpar
Hvolpar fást gefins.
Upplýsingar í síma 4998. -
Húsnæði óskast
Húsnæði óskast til leigu á ísa-
firði eða í Súðavík. Skipti á
þriggja herbergja íbúð í
Reykjavík koma til greina.
Upplýsingar í síma 4942.
Fjölmennur fundur var hald-
inn á Hótel ísafirði s.l. föstu-
dag um jarðgöng á Vestfjörð-
um. Það var stjórn Fjórðungs-
sambands Vestfjarða sem boð-
aði til fundarins. Mikill fjöldi
sveitarstjórnarmanna mætti á
fundinn. Einnig tveir þing-
manna Vestfirðinga, þeir
Ólafur Þ. Þórðarson og Sig-
hvatur Björgvinsson.
Fjórir menn voru með fram-
sögu á fundinum. Það voru:
Bjarni Einarsson aðstoðarfor-
stjóri Byggðastofnunar, Einar
Oddur Kristjánsson frá Flat-
eyri, Bergur Torfason frá
Núpi, og Gísli Eiríksson um-
dæmistæknifræðingur Vega-
gerðar ríkisins.
f fundarlok var samþykkt
einróma eftirfarandi ályktun:
„Fundur sveitarstjórnar-
manna í ísafjarðarsýslum,
Bolungarvík og ísafirði, hald-
inn á lsafirði 26. febrúar 1988,
fagnar eftirtöldum skýrslum
um jarðgangamál:
1. Önundarfjörður-Súganda-
fjörður - ísafjarðardjúp,
frumathugun á jarðfræði-
legum aðstæðum við gerð
farðganga á Vestfjörðum.
2. Skýrsla nefndar um jarð-
gangaáætlun.
3. Jarðgöng á Vestfjörðum.
Það er álit fundarins að
skýrslur þessar varpi ljósi á
áætlað umfang verkefnisins. í
einni skýrslunni komi fram, að
ekki verði hægt að tryggja
fullnægjandi akvegasamband
milli Skutulsfjarðar annars
vegar, og Súgandafjarðar og
Önundafjarðar hins vegar,
nema með veggöngum. Fund-
armenn líta því svo á, að það
sé ekki lengur spurning um,
hvort gera eigi jarðgöng, held-
ur að ljúka nauðsynlegum
undirbúningsrannsóknum og
hefjast handa um framkvæmd-
ir.
Fundurinn bendir á, að á
fyrrgreindu svæði, eru búsettir
nálega tveir af hverjum þrem-
ur Vestfirðingum. Með veg-
gangatengingu verði svæðið
samfellt atvinnu- og þjónust-
usvæði, auk þess sem mögu-
leikar til félagslegra samskipta
muni stóraukast.
Fundurinn skorar á Alþingi
íslendinga (samgönguráð-
herra) að taka nú þegar
ákvörðun um gerð tvíbreiðra
jarðganga milli Skutulsfjarð-
ar, Súgandafjarðar og Ön-
undarfjarðar, og tryggja jafn-
framt fjármagn til verksins
þannig að því verði lokið eigi
síðar en 1993.“
Eins og fyrr segir var fund-
urinn fjölmennur og sam-
þykkti þessa tillögu einróma.
Að sögn Jóhanns T. Bjarna-
sonar framkvæmdastjóra
Fjórðungssambands Vestfirð-
inga er helst verið að hugsa um
tvíbreið göng með þremur
munnum, þ.e. göngum sem
myndu greinast inni í fjallinu.
Þó væri ekki búið að taka
neina ákvörðun í þessu sam-
bandi en ljóst væri að göngin
komi, það væri bara spurning
hvenær.
Ræðukeppni á milli
vestfirskra grunnskóla
Mælsku- og rökræðukeppnir
hafa notið mikilla vinsælda
meðal framhaldsskólanema
undanfarin ár. Hefur keppni
framhaldsskólanema vakið
mikla athygli og nú er svo
komið að grunnskólane-
mendur hafa hrifist með.
Fyrir tilstilli nokkurr
grunnskólakennara og með-
lima úr ræðuliði Mennta-
skólans á ísafirði hefur nú
verið hrint í framkvæmd
ræðukeppni á milli vest-
firskra grunnskóla.
Þarna er um að ræða mjög
svo athyglisvert framtak og
í fyrsta skipti í langan tíma
sem skólar hér á Vestfjörð-
um keppa sín á milli.
Þegar hafa verið haldnar
forkeppnir í skólunum og
valið í lið. Nú hafa átta lið
skráð sig til þátttöku, tvö frá
Flateyri, tvö frá ísafirði, tvö
frá Bolungarvík, eitt frá
Núpi, og eitt frá Þingeyri.
Fyrsta umferð stendur nú
yfir og verður greint frá úr-
slitum í næstu viku.
Innilegar þakkirtil allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
Símonar Jóhanns Helgasonar
Túngötu 12, ísafirði.
Elin Elíasdóttir
Kristín Símonardóttir Jóhann Hauksson
SigríðurSímonardóttir Jón Guðbjartsson
ElísaSímonardóttir ÁrniHelgason
Stefán Símonarson Steinunn Sölvadóttir
Barnabörn, barnabarnabarn.