Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.03.1988, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 02.03.1988, Blaðsíða 12
12 BÆJARINS BESTA ísafjörður: Súpa: Gratineruð lauksúpa ★ ★ ★ Forréttur: Hörpuskel og rækjur í búttudeigsskeljum ★ ★ ★ Fiskréttur: Soðinn lax m/smjöri og graslauksristuðum kartöflum ★ ★ ★ Kjötréttir: Gljáður hamborgarhryggur m/rauðvínssósu ★ ★ ★ Ofnsteik lambalæri m/koníaksósu og kjörsveppum ★ ★ ★ Heilsteiktar nautalundir m/malibúsósu ★ ★ ★ ATVINNA! Stúlka óskast til verslunarstarfa BJÖRNSBÚÐ Sími 3032 og 36TO Komum um leið og buddan leyfir segir Ólafur Hauksson útvarpsstjóri Stjörnunnar Stjarnan, ein hinna nýju út- varpsstöðva, er að breiða sig hægt og rólega um landið. Nú fyrir skemmstu hófust útsend- ingar Stjörnunnar til Akureyr- ar og við það tækifæri sagði Ólafur Hauksson útvarpsstjóri stöðvarinnar að ísafjörður væri næstur í röðinni. En hve- nær verður það? í samtali við BB staðfesti Ólafur það að ísafjörður væri næstur í röðinni. „En það er stóra spurningin hvað langt er í það. Það er svo óhemju dýrt að senda merkið vestur. Mið- að við vegalengdina er þetta um 1.2 milljónir á ári að senda til ísafjarðar. Síðan er kostn- aðurinn við sendi og annað um 500 þúsund á ári. Sem sagt, að senda út á ísafjörð er um 1.7 milljónir á ári. Við erum nú búnir að vera átta mánuði í loftinu en Ríkisútvarpið í 57 ár, við verðum að passa að fara ekki of geist af stað og hrein- lega bara ráðum við ekki við það. En það er gífurlegur áhugi hjá okkur fyrir því að komast til ísafjarðar." Einhver dagsetning? „Nei, en eins og ég segi, við verðum að láta budduna ráða þessu, því miður. En þetta er alltaf í athugun.“ Ný umferðarlög: Opinn fræðslu- fundur 6. mars Ný umferðarlög tóku gildi í gær og þau þarf að kynna fyrir fólki. ísafjarðardeild Bindind- isfélags ökumanna og lögregl- an á ísafirði efna til opins fund- ar um nýju umferðarlögin á sunnudaginn, 6. mars. Fund- urinn verður haldinn í Grunn- skólanum (gamla Gagnfræða- skólanum), og hefst hann klukkan 15. Á fundinum verða sýnd myndbönd um umferðarmál. Annað er kennslumynd um út- fyllingu tjónatilkynninga sem þarf að útfylla ef óhapp verður í umferðinni. Hitt ber nafnið „Líðan eftir atvikum" og bygg- ir á viðtölum við fólk sem lent hefur í umferðarslysum. Þá mun lögreglan gera grein fyrir helstu nýmælum umferðarlag- anna eftir því sem fyrirspurnir koma fram um og um leið gera grein fyrir þeim vinnubrögð- um sem hún mun taka upp í kjölfar þessara lagabreytinga. Ljóst er að þarna er verið að framkvæma veigamiklar breytingar á umferðarlögun- um á ýmsum sviðum. Því von- ast lögreglan til þess að bæjar- búar sjái sér fært að koma á fundinn til að kynna sér nýju lögin. ísafjörður: Siggi Sveins fær veiöileyfi Mikil óvissa hefur verið ríkj- andi um hvort rækjuskipið Siggi Sveins fái kvóta. Endan- legur kvóti fyrir skipið hefur ekki verið reiknaður út en ljóst er að útgerðin verður að láta veiðileyfi Glaðs, sem fórst á síðasta ári, af hendi til þess að Siggi Sveins fái veiðileyfi. Siggi Sveins hefur farið í eina veiðiferð eftir áramótin en ís hefur gert rækjubátunum erfitt um vik. Aflinn í um- ræddri veiðiferð var um tíu tonn af rækju.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.