Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.03.1988, Qupperneq 16

Bæjarins besta - 02.03.1988, Qupperneq 16
KÆLISKÁPAR frá Siemens, Zanussi, og Gram á verði frá því fyrir gengisf ellingu! POLLINN HF. Verslun sími 3792 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988 Hestaferð um Hornstrandir kvikmynduð í sumar Áð á Glámujökli í ferðinni 1985. í júlí í sumar verður farin merkileg ferð um Horn- strandafriðland. Um er að ræða ferð á hestum, og verða þátttakendur 15-20 manna hópur hestamanna frá ísafirði og Bolungarvík. Fagranesið mun flytja hestana til Hesteyr- ar og verða þeir látnir synda í land þar. Síðan verður riðið til Aðalvíkur og þaðan til Fljóta- víkur og áfram til Hornvíkur um Hlöðuvík. Frá Hornvík verður riðið til Bolungarvíkur á Ströndum, þaðan í Hrafnsfjörð, yfir Skor- arheiði í Furufjörð og til Reykjafjarðar. Frá Reykja- firði verður haldið yfir Drangajökul að Bæjum á Snæfjallaströnd, þar sem hest- arnir verða teknir í Fagranesið og fluttir til ísafjarðar aftur. Ef ekki viðrar á jökulinn mun farið um Ófeigsfjarðarheiði til Melgraseyrar, í stað Bæja. Áætlað er að ferðin taki viku til tíu daga. Gísli Hjartarson, Horn- strandafararstjóri, mun leiða hópinn og að hans sögn er hóp- urinn að mestu leyti sá sami og sá sem reið um Hornstrandir og Glámu 1985. Sagði Gísli að einhverjir úr þeim hópi gætu þátt í þessari ferð og yrði fyllt í skörðin með nýju fólki. Ferðin mun verða kvik- mynduð í heild fyrir sjónvarp af Jóni Björgvinssyni, „okkar manni í Sviss,“ eins og ríkisút- varpið kynnir þennan frétta- mann sinn þar. Jón kvikmynd- aði ferð Hafþórs Ferdinands- sonar, Hveravallaskrepps, sl. haust. Hann fór þá þvert yfir landið frá Öndverðarnesi eftir hálendinu og að Dalatanga. Enn fremur tók hann Vatna- jökulsmyndina sem sýnd var í Sjónvarpinu á jóladag. Viðfangsefni Jóns í þessari ferð er kvikmynd um íslenska hestinn og ósnortið náttúrufar Hornstranda, ásamt ferðalag- inu sem slíku. Ekki er enn Sem komið er vitað um fjölda ferðalanganna, en í síðustu hestaferð Gísla voru sextán manns og má reikna með að fjöldi verði svipaður nú. Þessi leið í heild hefur aldrei verið riðin áður svo sögur fari af. Telur Gísli að allar þessar leiðir séu vel færar með hesta og má geta þess hér, að ekki þótti í frásögu færandi fyrir daga Djúpvegar, að hestar og aðrir gripir væru látnir synda í land úr Djúpbátnum. Litli leikklúbburinn: Frumsýning á sunnudag Litli leikklúbburinn frum- sýnir á sunnudaginn klukk- an 21 leikritið „Sveitapilts- ins draumur“ eftir þá félaga Guðjón Ólafsson og Pál Ás- geir Ásgeirsson. Þarna er um að ræða leikrit sem fjall- ar um komu ungs pilts til ísafjarðar frá Hornströnd- um um svipað leyti og bítla- æðið er að hefja innreið sína. Sautján leikarar taka þátt í uppfærslunni. Leik- stjóri er Hörður Torfason. Sýnt verður í sal Mennta- skólans á ísafirði. Er það í fyrsta skipti sem leikrit er sett upp í þessum nýja sal Menntaskólans. Súðavík: Nýr Bessi haustið 1989 Undirritaður hefur verið samningur á milli Álftfirð- ings h.f., útgerðarfélags Bessa ÍS, og norsku skipa- smíðastöðvarinnar Flekke- fjord um smíði á nýjum skuttogara fyrir félagið. Að sögn Ingimars Hall- dórssonar framkvæmda- stjóra Álftfirðings h.f. er þó venjulegur fyrirvari á samn- ingnum því enn vantar sam- þykki stjórnvalda og ekki hefur verið gengið endan- lega frá nauðsynlegum lánum. En ef allt gengur að óskum er reiknað með því að hinn nýi skuttogari verði afhentur í ágúst eða sept- ember á næsta ári. Smíðasamningurinn felur það í sér að skipasmíðastöð- in tekur gamla Bessa upp í kaupverðið á þeim nýja. Ekki vildi Ingimar gefa upp kaupverð skipsins, en þegar verkið var boðið út bárust átta tilboð, það lægsta upp á 190 milljónir króna, en það hæsta 480 milljónir. Hinn nýi Bessi sem samið hefur verið um að smíða fyr- ir Álftfirðing verður mjög svipaður nýja Sjóla. Um er að ræða hefðbundinn ísfisk- togara en þó með frystilest og vinnsluaðstöðu á milli- dekki. Togarinn, sem hann- aður var af Skipahönnun h.f. í Garðabæ, verður 59 metralangurog 12.20 metra 'breiður. Smíði togarans hefst um leið og stjórnvöld hafa gefið grænt ljós og gengið hefur verið frá lán- um vegna verksins.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.