Bæjarins besta - 09.11.1988, Blaðsíða 3
BÆJARIJMS BESTA
3
Nýja kirkjan:
Deilt um
staðarvalið
Nýlega barst bæjarráði undir-
skriftalisti með 120 nöfnum, þar
sem mótmælt er niðurrifi gömlu
kirkjunnar og jafnframt því að ný
kirkja rísi handan Hafnarstrætis,
framan við nýja sjúkrahúsið.
Bæjarráð boðaði sóknarnefnd-
armennina Gunnlaug Jónasson
og Árna Traustason á sinn fund
til að ræða þetta mál.
Þá kom fram hjá Gunnlaugi
að sóknarnefnd telur ekki ráð-
legt að gera skoðanakönnun
meðal bæjarbúa um málið þar
sem búið sé með löglegum hætti
á almennum safnaðarfundum að
taka ákvarðanir varðandi nýja
kirkju og staðsetningu hennar.
Engin endanleg ákvörðun var
tekin um þessi mál á fundinum
og að sögn Ingibjargar Ágústs-
dóttur formanns bæjarráðs verð-
ur það ekki gert fyrr en aðal-
skipulag Isafjarðar verður tekið
til umfjöllunar sem verður að
öllum líkindum um miðjan nóv-
ember.
„Það er einsog margir hafi
vaknað upp við vondan draum
þegar kirkjuteikningarnar voru
sýndar almenningi og fjöldi fólks
hefur hringt í bæjarfulltrúana til
að lýsa óánægju sinni með stað-
arval nýju kirkjunnar“ sagði
Ingibjörg í samtali við BB.
„Varðandi spurninguna um
niðurrif gömlu kirkjunnar þá
bendi ég á að ný lög um friðlýs-
ingu kirkna sem byggðar eru fyr-
ir 1918 ganga væntanlega í gildi
fljótlega og hún mun þá falla
undir þau.“
Það eru skiptar skoðanir um hvar hin nýja kirkja ísfirðinga á
að vera.
ísafjörður:
Félagsmálastjóri
segir upp
Árni Stefán Jónsson félags-
málastjóri hjá ísafjarðarkaup-
stað hefur sagt starfi sínu lausu
frá og með l.nóvember.
Árni Stefán mun vinna þriggja
mánaða uppsagnarfrest og hættir
því störfum 1. febrúar. Aðspurð-
ur sagðist Árni ekki geta greint
strax frá ástæðu uppsagnarinnar
en sagði að hún snerti starfssvið
félagsmálastjóra. Bæjarráð mun
fjalla um málið í næstu viku.
Blikksmiðja
Vélsmiðjunnar Þór auglýsir
Önnumst alla almenna blikksmíði, uppsetningu oq smíði loftræstikerfa.
Eigum ýmist á lager og smíðum:
► Þakrennur ►
► Þakventla ►
► Kjöljárn ►
► Blásara ►
► Útsogsventla ►
...og margt fleira
Eldvarnarhurðirnar ístjórnsýsluhúsinu eru frá okkur.
GERUM FÖST VERÐTILBOÐ. Blikksmiðja
Vélsmiðjunnar
Niðurföll
Veggventla
Kantjárn
Ristar
Innblástursventla