Bæjarins besta - 09.11.1988, Qupperneq 4
ísafjörður:
BÆJARINS BESTA, óháð vikublað á Vest-
fjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga
2, 400 isafjörður, S 4560. Ritstjórar og
ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Vilborg
Davíðsdóttir. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Rit-
stjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að
Suðurtanga 2, s 4570 og er svarað allan sólar-
hringinn.
Setning, umbrotog prentun: H-prentsf, Suður-
tanga 2, 400 ísafjörður.
RITSTJÓRN
Nauðsyn samstöðu
í hvalveiðideilunni
Allt frá því að forfcður okkar álpuðust til að finna eyland það, er
síðar nefndist ísland, höfum við nrátt lifa á landsinsgæðum og gnótt
sjávarins. Þessu lögmáli fáum við ekki breytt með tölvuvæðingu.
Sú var trú manna í eina tíð, að sjórinn gleypti allt. Afleiðing fá-
viskunnar birtist í dag í alvarlegri mcngun, scm ekki erséðfyrirend-
ann á. Á sama hátt trúðu mcnn aðauðlindirhafsins væruóþrjótandi.
Við vitum nú manna bcst að þcssar hillingar voru tálsýn.
Neyðin kcnnir naktri konu að spinna. Skjálfandi í útsynningi
veruleikans tókum við upp stjórnun fiskveiða og lögðum hlustir, í
ríkari mæli cn áður, að viðvörunarorðum fiskifræðinga. Betra scint
cn aldrci.
Komnir til meðvitundar gerðu íslendingar sér grein fyrir nauðsyn
þess að þeir cinir réðu fiskimiðunum. Þess vegna færðunr við t'isk-
veiðilögsöguna út í 200 mílur. Sérstaða okkar, senr fiskveiðiþjóðar,
skóp samúð annara þjóða með málstaðnum me,ð tfmabundnum
undantckningum scm allir muna. í þorskastríðinu var þjóðin einn
hugur, ein hönd, því var aldrei spurning hvort við sigruðum, aðeins
hvenær.
í hvaiamálinu er annað uppi. Sundrung innbyrðis, skilningur á
sértöðu okkarekki fyrir hcndi. Með útúrsnúningum ogóhróðri hef-
ur lífsleiðum, ofdekruðum yfirstéttarhópum, gjörsneyddum allri til-
finningu fyrir lífsbaráttu venjulegs fólks, tekist að magna andúð í
garð íslendinga vegna hvalveiða þeirra. Og nú cr svo komið að farið
er að beita okkur viðskiptaþvingunum
Stjórnvölduin cr vandi á höndum. Einarðlcg afstaða sjávarút-
vegsráðhcrra á stöðugt mcira og meira undir högg að sækja. Loforð
bandarískra til utanríkisráðherra um stuðning við hvalveiðar í nafni
vísinda dugir ekki. Sem stcndur erum við á undanhaldi.
Auðvitað er það út í hött að aðrar þjóðir segi okkur til verka um
nýtingu sjávarafla, að í skjóli auðmagns, sent menn vita ekki hvað
þeir eiga að gera við, séum við sviptir frumrétti veiðimannsins. Pess-
ir höfðingjar spyrja ekki um lög, hefðir eða siðferðisrétt. í hvala-
deilunni kunna miklir hagsmunir að vera í veði. Það vita kúgararnir.
Vera má að af þessurn sökunt séunt við tilneyddir til að gefa eftir unr
stundarsakir. En áður en til aðgerða og afstöðu út á við kemur, er
brýnt að finna lausn sem viðsjálfirgetum sameinast um. Fyrren svo
er, er baráttan vonlítil og sigur ekki í sjónmáli.
s.h.
BÆJARINS BESTA
Sorpeyðingu við
Snndahöfn mótmælt
Sorphaugarnir við Sundahöfn eru ófögur sjón.
Forsvarsmenn flestra fyrir-
tækja í Neðstakaupstað, sem og
allir íbúar, hafa skrifað undir
mótmæli við tillögum Hollustu-
verndar ríkisins að starfsleyfi
fyrir eyðingu á heimilis, iðnaðar
og verslanasorpi á Sundahafnar-
svæði á ísafirði. Að sögn Einars
Otta Guðmundssonar heilbrigð-
isfulltrúa fóru bæjaryfirvöld
frain á að Hollustuvernd veitti
formlegt starfsleyfi fyrir urðun
óhrennanlegs sorps á svæðinu en
ekkert annað.
Tillögurnar fela hins vegar í
sér mun víðtækari starfsemi, það
er að segja cyðingu alls sorps, og
ekki kemur fram í þeim hvort
setja á upp sorpbrennsiustöð við
höfnina eða urða þar sorp.
Tillögurnar liggja frammi á
bæjarskrifstofunum til 15. nóv-
ember og hefur Hollustuvernd
óskað eftir að athugasemdir við
þær berist sem fyrst.
Heilbrigðisfulltrúi mun mót-
mæla þeim og að öllum líkindum
einnig heilbrigðisnefnd.
Að sögn Ólafs Péturssonar
forstöðumanns mengunardeildar
Hollustuverndar ríkisins mun
stofnunin endurskoða tillögurn-
ar þegar athugasemdir hafa
borist.
Útgerðin:
Nýtt félag stofnað
um Framnes ÍS
Stjórnir Útgerðarfélags Bíld-
dælinga og Fáfnis h.f. á Þingeyri
ræða nú stofnun nýs hlutafélags
um útgerð togarans Framnes IS
708 frá Þingeyri. Eignahlutföll
hafa ekki endanlega verið
ákveðin en líklegt er að Fáfnir
h.f. muni eiga 52% og Útgerðar-
félagið 48%.
Að sögn Jakobs Kristinssonar
framkvæmdastjóra Fiskvinnsl-
unnar á Bíldudal verður hlutafé-
lagið stofnað fyrir áramót og þá
mun Framnes landa jafnt á Þing-
eyri og á Bíldudal.
„Við höfum verið í vinsamleg-
um viðræðum við Bílddælinga
um þessi mál en það er ljóst að
ekki verður gengið frá neinu fyrr
en okkur berst svar við umsókn
okkar til atvinnutryggingasjóðs
um fyrirgreiðslu til Kaupfélags
Dýrfirðinga“ sagði Hallgrímur
Sveinsson stjórnarformaður
Fáfnis h.f. í samtali við BB.
„Ef af þessu verður mun tog-
arinn verða mannaður af Þing-
eyringum og framkvæmdastjórn
verður óbreytt frá því sem verið
hefur. Okkar óskastaða er auð-
vitað sú að þurfa ekki að selja
eignir en eins og staðan er í dag
þá er nokkuð óljóst um fram-
haldið. Það verður hvorki seldur
heill né hálfur togari frá Þingeyri
nema um líf eða dauða sé að tefla
fyrir fyrirtækið í heild.“