Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.11.1988, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 09.11.1988, Qupperneq 12
12 BÆJARINS BESTA Fjórðungssjúkrahúsið: Enn vantar tæki fyrir 12 milljónir Kristinn P. Renediktsson yfirlæknir: £kki flutt fyrir áramót. Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði: Enn vantar peninga og enn vantar nauðsynleg tæki. F.nn vantar nauðsynleg tæki í nýja sjúkrahúsið að andvirði um 12 milljóna króna. Llnnið er að því að útvega fjárframlög til kaupanna en ekki er búið að panta fleiri tæki en þegar eru komin til ísafjarðar. Að sögn Kristins P. Benediktssonar yfir- læknis líða a.m.k. 3 manuðir eft- ir að pöntun er gerð áður en tækin berast. Það verður því ekki fiutt í sjúkrahúsið nýja fyrir ára- mót. í 40.tbI. BB var haft eftir Ei- ríki Kristóferssyni formanni byggingarnefndar að búið væri að panta öll tæki og hafði hann það eftir fulltrúum Innkaupa- stofnunnar. Kristinn sat síðan fund með fulltrúum Innkaupastofnunar og heilbrigðisráðherra í Reykjavík nýlega og kom þar fram að Inn- kaupastofnun taldi að öll tæki væru komin til ísafjarðar. „Mér var falið að fara vestur með lista Innkaupastofnunnar og merkja við þau tæki sem ég sá að voru ekki komin“ sagði Krist- inn. „Þegar ég var búinn að því kom í Ijós að meira en helming- inn af nauðsynlegustu tækjum vantar ennþá og framreiknað þá eru þetta tæki að andvirði um 12 milljóna. Innkaupastofnun hefur haldið því fram í allt sumar að þessi tæki væru komin og við höfum alltaf mómælt því en menn þar hafa látið í veðri vaka að við værum að heimta einhverja við- bót sem er ekki rétt. Eins og tækjakostur í húsinu er I dag dettur engum í hug að hægt sé að hefja starfsemi þar. Auk þess tel ég sem læknir að frágangur á loftunum sé ekki í samræmi við þær kröfur sem beri að gera til heilbrigðisstofn- unnar og hef þess vegna farið fram á að Vinnueftirlit ríkisins geri hlutlausa úttekt á því. Ég hef ekki fengið lokasvar við þeirri beiðni. Frágangurinn er þannig að loftræstilagnir eru lagðar með steinull sem ég tel vera mengandi fyrir lungu. Lausu plöturnar í fölsku loftunum eru úr glerull sem gæti einnig verið skaðleg, auk þess sem þarna safnast mikið ryk sem erfitt er að losna við. Þegar gegnumtrekkur er og plöturnar titra þá sér maður ryk og jafnvel agnir úr ullinni þyrlast niður. Svona er frágangurinn til dæmis á fæðingarstofunni, á skurðstofuganginum og sótt- hreinsunarherberginu. Það er líka spurning hvort við eigum að dragast með þennan ramp sem allir vita að er ónot- hæfur en Innkaupastofnun telur heppilegan og hvort við eigum að sætta okkur við að það sé engin lyfta á milli legudeildar og skurðstofuhæðar. Þetta eru at- riði sem við viljum fá á hreint sem fyrst.“ íbúð óskast Einbýlishús eða raðhús óskast fyrir væntanlegan hótelstjóra, frá og með næstu áramótum. Upplýsingar gefur Björn Hermannson í síma3711 eða3552. SIDSEL-KODDINN fyrir fólk á öllum aldri SIDSEL Rétt Sidsel koddi •SIDSEL-koddinn gefur góðan stuðning við hálsliðina. • SIDSEL-koddinn er talinn geta fyrirbyggt og dregið úr stirðleika í hálsi og herðum og hefur því verið tekinn í notkun á sjúkrahúsum hér á landi og erlendis. •SIDSEL-koddinn hefur fengið afar góðar viðtökur frá sjúkraþjálfurum hérlendis sem erlendis. Rangt 4 •SIDSEL-koddanum fylgir koddaver. • SIDSEL-koddann má handþvo í volgu vatni. •SIDSEL-koddinn er sér- hönnuð sænsk gæðavara. Venjulegur koddi HAGKVÆM OG GÓÐ GJÖF FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA Geymið auglýsinguna - pantið timanlega fyrir jólin. Sendum í póstkröfu um allt land. SIDSEL umboðið - F. KARLSSON Pósthólf 9145,129 Reykjavík, sími 91-76731 --------------------------------------^ Ég óska að fá sent_stk. SIDSEL-kodda á kr. 2608,- pr. stk. NAFN HEIMILISFANG______________ PÓSTNÚMER ______ PÓSTSTÖÐ Ath! Póstburðargjald innifalið við pöntun af 5 stk. eðafleirum.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.