Bæjarins besta - 10.08.1989, Blaðsíða 1
Skálavík um helqina
Pöbbinn opinn föstudag
kl. 22-1
Pöbbinn opinn laugardag
kl. 22 -1
SKALAVIKl
Bolungarvík S 7130
Hlífarmálið:
Greiðslubyrði bæjarsjóðs
73,5 milljónir á þessn ári
Eignaraðild bæjarsjóðs að Hlíf II rædd og samþykkt
á lokuðum fundi. Framkvæmdasjóður aldraðra
samþykkti 52 milljón króna framlag á fjórum árum
Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri skrifuðu
undir samning um framlag Framkvæmdasjóðs aldraðra til bæjarsjóðs vegna Hlífar II í síð-
ustu viku.
Umferðin:
Harður árekstur
í Djúpinu
Tyeir sendir suður með sjúkraflugi
Bílarnir voru töluvert skemmdir eftir áreksturinn. Hér sést
bíll hjónanna frá Isafirði eftir að búið var að draga hann inn í
Reykjanes. Hjónin sluppu bæði svo til ómeidd enda í bílbelt-
um.
TVEIR menn voru sendir
til Reykavíkur með
sjúkraflugi frá Reykjanesi
eftir að hafa lent í hörðum
árekstri rétt innan við Kleif í
ísafirði. Slysið varð með
þeim hætti að tveir bílar
lentu saman á hæð. Hjón
voru í öðrum bílnum, sem
voru á leið til ísafjarðar, og
sluppu þau svo til ómeidd.
Þau notuðu bílbelti og er það
talið hafa bjargað þeim.
í hinum bílnum, sem var á
leið norður í land, voru þrír
ungir menn á aldrinum 17-22
ára og slösuðust tveir þeirra
nokkuð. Bílstjórinn skarst
mikið í andliti og grunur lék
á að framsætisfarþeginn
hefði orðið fyrir innvortis
áverkum. Hvorugur var í
belti og bílstjórinn var próf-
laus. Farþegi í aftursæti
slapp ómeiddur.
Björgunarbáturinn Daníel
Sigmundsson fór rneð lækni
og sjúkralið inn í Reykjanes
og þar úrskurðaði læknir að
senda þyrfti mennina til
Reykjavíkur. Flugvél frá
Flugfélaginu Erni fór síðan
með þá suður. Þeir reyndust
ekki eins alvarlega slasaðir
og talið var í fyrstu og voru
útskrifaðir af sjúkrahúsi um
helgina.
BÆJARSTJÓRN ísa-
fjarðar samþykkti á lok-
uðum fundi á miðvikudag að
kaupa sameiginlegt þjón-
usturými í Hlíf II og 13 vernd-
aðar þjónustuíbúðir, samtals
49,2% af heildarrýminu.
Tveir af fjórum fulltrúum
Sjálfstæðistlokksins sátu hjá
við atkvæðagreiðsluna.
Að loknum umræðum
og atkvæðagreiðslu var fund-
urinn opnaður áheyrendum
og þá undirrituðu heilbrigð-
isráðherra og bæjarstjóri
samning um 52 milljón
króna framlag Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra ti)
bæjarsjóðs ísafjarðar vegna
eignaraðildar hans að Hlíf
II. Upphæðin er 35% af
eignarhlut bæjarsjóðs sem er
150 milljónir. Fyrir íbúðirn-
ar greiðir bæjarsjóður 74
milljónir og fyrir þjónustu-
rýmið 76,6 milíjónir.
Ráðherra lét þess getið að
þessi samningur væri eins-
dæmi en ekki fordæmi að því
leyti að með honum er bæj-
arsjóði tryggð ákveðin fram-
lög fjögur ár fram í tímann
með vöxtum og verðbótum.
Framlag sjóðsins greiðist
með fjórum jöfnum greiðsl-
um, að þeirri upphæð frá-
dreginni sem þegar hefur
verið lögð fram.
Ráðherra afhenti síðan
bæjarstjóra 2 milljón króna
ávísun sem síðasta hluta af
framlagi sjóðsins í ár og hef-
ur hann þá alls greitt 15,1
milljón af styrkveitingunni.
Greiðslubyrði bæjarsjóðs
vegna kaupanna verður rúm-
ar 73,5 milljónir á þessu ári.
Árið 1990 verður greiðslu-
byrðin um 13 milljónir um-
fram framlag Frkvsj. aldr-
aðra, árið 1990 og 4,8
milljónir árið 1991. Ekki er
gert ráð fyrir framkvæmdum
árið 1992 en sjóðurinn greið-
ir 9,4 milljónir það ár og árið
1993 greiðir bæjarsjóður 1,8
milljónir umfram framlag
sjóðsins.
í þessum tölum er ekki
gert ráð fyrir fjármagns-
kostnaði vegna lána sem
taka verður vegna kaupa og
framkvæmda en samkvæmt
upplýsingum bæjarstjóra er
áfallinn fjármagnskostnaður
frá 15. júní 1989 til 15. ágúst
1990 á skuldum Bsvf. Hlífar
orðinn 4,7 milljónir miðað
við 2,5% ársvexti.
Bæjarstjóri sagði í samtali
við BB að sótt hefði verið
um 49 milljón króna lán hjá
Húsnæðisstofnun og 22,5
milljónir verði fengnar að
láni annars staðar til þess að
borga greiðslur þessa árs.
Lántökur þessar eru utan
fjárhagsáætlunar.
Fast verð hefur nú verið
sett á íbúðir annarra kaup-
enda í Hlíf II og má því
reikna með því að ísafjarð-
arkaupstaður komi til með
að bera þá hækkun sem lík-
leg er að verði á fram-
kvæmdakostnaði.