Bæjarins besta - 10.08.1989, Page 3
BÆJARINS BESTA
3
Kirkjumálin:
Eyrarkirkja flutt ?
Sóknarnefnd kannar hvort flytja má Eyrar-
kirkju á svæðið framan við gamla sjúkrahúsið
SÓKNARNEFND ísa-
fjarðar hefur sent inn
fyrirspurn til þjóðminjavarð-
ar um hvort hægt er að fá
ieyfi til þess að færa Eyrar-
kirkju á gamlan bæjarhól
Eyrar á svæðinu bak við
minnismerki sjómanna á
sjúkrahústúninu. Á þessu
svæði stóð Eyrarbær og þar
hefur aldrei verið grafið í
rústum né byggt á þeim.
Svar hefur ekki borist enn
og allt er óvíst um hvort vilji
er fyrir flutningi kirkjunnar.
Rétt þótti þó að kanna þenn-
an möguleika að sögn Björns
Teitssonar formanns sóknar-
nefndar.
bann 27. júlí sl. voru tvö
ár liðin frá því að Eyrar-
kirkja skemmdist í eldi. Að
sögn Björns verður einhver
viðhorfskönnun framkvæmd
í haust á því hvaða leiðir
söfnuðurinn vill fara í kirkju-
málinu.
Samþykkt sú, sem gerð
var á síðasta aðalfundi, um
að bæjarsjóði beri skylda til
að greiða kostnað vegna
hönnunar nýrrar kirkju á
svæðinu framan við nýja
sjúkrahúsið, liggur enn hjá
sóknarnefnd og allt óvíst um
hvenær hún verður lögð fyrir
bæjaryfirvöld. Björn sagði
það nýlega ljóst hver hönn-
unarkostnaðurinn væri og
því ekkert verið gert í mál-
inu ennþá. Endanlegur
kostnaður er líklega í kring-
um fjórar milljónir.
ísafj arð arkaup staður
Áhugavert starf
Laust er til umsóknar starf forstöðu-
manns Félagsmiðstöðvar í Grunnskóla-
num ásamt forstöðustarfi Vinnuskólans.
IJm eitt starf er að ræða. Starfið er stjórn-
un og ábyrgð á daglegum rekstri og
skipulagningu starfs í Félagsmiðstöð og
félagsstarfs í skóla.
Laun 71. lfl. samkv. F.O.S. Vest sam-
ningi. Nánari upplýsingar í síma 3035
Guðríður, síma 3722 Björn.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 1989.
íþrótta og æskulýðsráð.
Athugið!
Hvítu sorppokarnir sem nú er dreift í
hús eru eingöngu ætlaðir undir glerflösk-
ur. Sorphreinsunarverktaki mun síðan
fjarlægja pokana er þurfa þykir.
Vinsamlegast setjið glerpokann ekki út
fyrr en þið álítið að hæfilegt magn sé í
honum.
Með fyrirfram þökk og von um gott samstarf.
Stjórn Sorpbrennslustöðvarinnar
á Skarfaskeri.
DÚNDUR
ÚTSALA
o
Seljalandsvegi 20