Bæjarins besta - 10.08.1989, Qupperneq 4
Skipasmíðastöðin:
BÆJARINS BESTA
Lokið við smíði
Þórs Péturssonar
Skipasmíðastöðin bíðnr eftir leyfi Fiskveiðasjóðs til nýsmíði á 20 tonna bát
ÞESSA dagana eru starfs-
menn Skipasmíöastöðv-
ar Marsellíusar h.f. á ísafirði
að leggja síðustu hönd á
smíði 140 tonna togskips fyr-
Leiðrétting:
Lauga-
bólsvatn
Igrein um laxveiði og lausa
daga í ár og vötn í síðasta
blaði urðu þau mistök að
Laugabólsvatn var kallað
Langadalsvatn.
Langadalsvatn er hins veg-
ar ekki til og einhverjir
munu hafa talið að hér væri
átt við Efstadalsvatn. Svo er
ekki enda engin veiðileyfi
seld þar. Þarna átti að standa
Laugabólsvatn og leiðréttist
það hér með. BB biðst vel-
virðingar á þessum mistök-
Fugla(fá)fræði:
Arans
kjóinn
Viðbrögð við ósk okkar
í síðasta BB um upplýs-
ingar um heiti þessa fugls
voru með ólíkindum og
kunnum við öllum þeim,
sem hringdu og komu og
skömmuðu okkur fyrir að
þekkja ekki kjóa, kserar
þakkir fyrir.
ir útgerðarfélagið Njörð h.f.
í Sandgerði. Verið er að búa
skipið tækjum til rækju-
vinnslu. Því var gefíð nafnið
Þór Pétursson ÞH 30. júlí sl.
og heitir það eftir föður Haf-
liða Þórssonar, útgerðar-
manns skipsins.
Það var ekkja Þórs, Hilma
Hólmfríður Sigurðardóttir
frá Húsavík sem nefndi skip-
ið.
Skipasmíðastöðin tekur
annan bát, Blika ÞH 50 upp í
verð nýja skipsins, og nýtir
úr honum tæki og vél til nota
bæði í Þór Pétursson og
seinni smíði. Bliki, sem
smíðaður var árið 1947, fer
síðan í úreldingu og fæst eitt-
hvað fé fyrir hann úr úreld-
ingarsjóði.
Nú er beðið eftir sam-
þykki Fiskveiðasjóðs á
'míðasamning Skipasmíða-
SKIÐAKRAKKAR
Fædd 1979- '80- '81
Leikjanámskeið hefst þriðjudaginn 15.
ágústkl. 16.00 við VallarhúsiðTorfnesi.
Námskeiðið stendur í tvær vikur og
kostar kr.1000. Skráning fer fram í
Sporthlöðunni.
Leiðbeinendur verða:
Árni Sæmundsson skíðaþjálfari
Gunnar B. Ólafsson íþróttakennari
Skíðafélag ísafjarðar
Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir nefndi skipið Þór Péturs-
son ÞH 50. í bakgrunni er báturinn Bliki sem gengur upp í
smíðaverð Þórs.
Þór Pétursson ÞH 50 á Pollinum á Isafirði.
stöðvarinnar við feðgana
Halldór Magnússon og
Magnús Þorgilsson á ísafirði
um nýsmíði á 20 tonna bát.
Fáist það samþykki mun
takast að halda uppi fullri at-
vinnu í Skipasmíðastöðinni
út janúarmánuð á næsta ári
að sögn Sævars Birgissonar
framkvæmdastjóra.
RITSTJ O RN
Patreksfjörður
Eru vandamálin á Patreksfirði íslenskt atvinnulíf í hnot-
skurn? Er fiskvinnsla og útgerð í kalda kolum þrátt fyrir
heldur hagstæð ytri skilyrði? Og ef svo er, þá hvers vegna?
Menn greinir á um svörin. Vinsælast er að kenna stjórnvöld-
um allra tíma um allt sem miður fer. Því miður er málið ekki
svo einfalt, þrátt fyrir að stjórnvöld hvers tíma geti ráðið
miklu um afkomu undirstöðuatvinnuveganna. Orsakirnar
eru margþættari. Gleymum t.d. ekki þeim sannindum að
veldur hver á heldur. í þeim efnum skyldu menn líta í eigin
barm.
En hverjar orsakirnar eru og hverjir bera ábyrgðina skipt-
ir ekki máli þegar staðan er orðin eins og hún er á Patreks-
firði, að öðru leyti en því, hvaða lærdóm má þar af draga.
Það skiptir heldur ekki sköpum hvort eitthvert fyrirtæki fer á
hausinn eða ekki. Maður kemur í manns stað, segir máltæk-
ið og reynsla liðinna ára sannar, að fyrirtæki koma í stað fyr-
irtækja. Það breytir engu hvort Hraðfrystihús Patreksfjarðar
heitir eitthvað annað í framtíðinni.
En hver er þá vandinn? Vandinn er auðvitað að við erum
að fjalla um fólk, lífsstarf þess fjölda er staðinn byggir. Og
þá skiptir sköpum að skipin séu á staðnum, að heimamenn
nýti möguleikana er þau gefa. í sjávarplássi eins og Patreks-
firði er lífið fiskur. Og án báta og vinnslustöðva er enginn
fiskur. Og þá er heldur ekkert fólk.
Vandi Patreksfirðinga leiðir hugann að kvótakerfinu ill-
ræmda. Nánast hvaða bátkoppur sem er fær úthlutað kvóta
af öllum mögulegum fisktegundum. í ótal tilfellum er síðan
braskað með kvótann. Þannig fá „útgerðarmenn" ómældar
fjárhæðir í vasann án þess svo mikið sem lyfta hendi til að
dýfa veiðarfæri í sjó. Aðrir kaupa ónýt skip til þess að „eign-
ast“ ákveðinn tonnafjölda af fiski, sem syndir úti fyrir
ströndum landsins. Fólkið í landi, sem í gegnum aldir hefur
byggt afkomu sína á gjöfum hafsins, fær engu um ráðið.
Maður skyldi þó halda að þetta fólk ætti ekki síður tilkall til
auðæfa lands og sjávar en þeir sem einhverra hluta vegna eru
skráðir eigendur skipanna.
Vanda Patreksfirðinga verður að leysa. Það verður að
tryggja að fiskiskipin verði áfram í þeirra þágu. Það er síðan
annað verkefni að höggva á þann hnút sem kvótakerfið er
búið að binda okkur.
BÆJARINS BESTA, óháð vikublaö á Vestfjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga 2, 400 ísafjörður, B 4560.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Vilborg Davíðsdóftir.
Útgáfudagur: Miðvikudagur. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Suðurtanga 2, S 4570. Telefax, s 4564.
Setning, umbrot og prentun: H-prent sf, Suðurtanga_27400 ísafjörður._