Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.08.1989, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 10.08.1989, Qupperneq 8
8 BÆJARINS BESTA Skák: Helgarskákmót á Flateyri Glæsileg verðlaun 1 boði Skákmenn á Vestfjörðum eru hvattir til að taka þátt í Helgar- skákmótinu sem haldið verður á Flateyri á vegum Tímarits- ins SKÁK. TÍMARITIÐ Skák gengst fyrir sínu 37. Helgar- skákmóti 18. - 20. ágúst í samvinnu við Taflfélagið á Flateyri og staðaryfirvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er teflt á Flateyri en áður hafa farið fram helgar- skákmót fyrir vestan á Pat- reksfirði, Núpi, Bolungar- vík, ísafirði og Hólmavík. Teflt verður með hefð- bundnum hætti. Þrjár umferðir verða tefld- ar á föstudag og hefst mótið kl. 17. Laugardag og sunnu- dag hefst fyrri umferðin kl 10. Mótinu lýkur svo með samsæti og verðlaunaaf- hendingu. Glæsileg verðlaun eru í boði, 1. verðlaun eru 50.000 kr., 2. verðlaun 25.000 kr., 3. verðlaun 15.000 kr. og 4. verðlaun eru 10.000 kr. Þá verða veitt unglinga-, kvenna- og öldungaverðlaun sem eru boð á næsta helga- skákmót auk bókaverð- launa. Að venju verða sér- stök verðlaun fyrir bestan árangur í hrinunn sem hefst með þessu móti og stendur í fimm mót. Þar er keppt um 60.000 kr. Til að vinna þá upphæð þarf keppandi að hafa verið á öllum mótunum fimm en fari svo að sá sem bestan árangur fær hafi ekki verið með í öllum mótunum getur sá sem næstbestum ár- angri nær í heildina hreppt það sem eftir er. Eftir fyrsta mót hrinunn- ar, sem teflt var á Djúpa- vogi, er Helgi Ólafson efst- ur, Jón L. Árnason annar og Davíð Ólafsson þriðji. Þarna verða því mættir margir af snjöllustu skákmönnum landsins en þess ber að geta að allir sem áhuga hafa eru hvattir til að taka þátt enda | m.a. tilgangurinn að efla I skáklíf á landsbyggðinni. I Þátttökutilkynningar þurfa | að berast tímaritinu Skák í síma 31335 og 31975 sem allra fyrst. Menn geta þó mætt á eigin ábyrgð til skrán- ingar á mótsstað. Nauðsyn- legt er að keppendur hafi með sér tafl og klukku. Fréttatilkynning Golfkennsla Pat Smillie golfkennari verður áTungudalsvelli 14.-17. ágúst. Síðasta tækifæri sumarsins til að fá tilsögn í golfi. Ókeypis unglingatímar sömu daga kl. 16-17. Innritun í síma3035. Golfklúbburinn. Pistillinn: Fjölmiðlafólkið og silfurskotturnar Á miðvikudag var haldinn lokaður bæjar- stjórnarfundur í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði. Það þykir svo sem ekki fréttnæmt lengur, lok- aðir fundir hafa verið haldnir reglulega á ísa- firði síðan Hlífarmálið kom upp og svo rammt að kveðið að menn eru sagðir stundum ekki vissir um hvort þeir eru á fundum Frímúrara- reglunnar eða bæjarstjórnar, svo mikil er þagnarskyldan og trúnaðurinn. Alltaf lekur þó einhver öðru hverju eins og sjá má á fréttum BB um málið og ekki bregst að menn fara þá í hár saman um hver lak í hvern og hvers vegna. Lokaðir fundir heyra jafnan til undantekninga hjá bæjarstjórnum nema þegar er fjallað um persónuleg málefni, svo sem niðurfellingu útsvara eða „sjóðþurrðir" en á ísafirði er undantekningin orðin að reglu. Það sem helst er merkilegt við þennan fund er að fyrir hádegi á miðvikudag var fjölmiðla- fólki á ísafirði sérstaklega boðið að koma í Stjórnsýsluhúsið kl. 14.00. Ekki þó til að sitja lokaðan fund, nei guð sé oss næstur, heldur til að sitja framan við læstar dyrnar og fá „frétt- næmt efni“ þegar fundi væri lokið. Hvort það yrði fyrri eða seinni part dags var ekki látið uppi, enda trúnaðarmál eins og allt annað viðkomandi Hlífarmálinu. Þetta hlýtur að vera í fyrsta skipti í sögu bæjarstjórnar sem fjöl- miðlar eru boðaðir til að vera viðstaddir frammi á gangi á meðan lokaður fundur fer fram. Eftir tæplega klukkutíma bið fór fjölmiðla- fólkinu að leiðast, enda fleiru að sinna en horfa á lokaðar dyr á vinnutíma, og spurðist fyrir um hvort fundinum færi nú ekki að ljúka. Bæjar- stjóri varð fyrir svörum og hafði greinilega átt slæman dag: „Þið getið beðið ef þið viljið en þið megið líka fara ef þið viljið! “ Þetta þótti fjölmiðlafólkinu dæmalaus ókurt- eisi og lét það í ljósi en bæjarstjórinn var horfinn inn á lokaða fundinn á ný og lokaði fast á eftir sér. Skömmu síðar stikuðu út af fundi fjórir Djúpmenn og kváðust fullkomlega sammála fréttamönnum um að bæjarstjórn ísafjarðar væri margt betur lagið en að koma kurteislega fram við fólk. Það þótti fjölmiðlafólkinu ákaflega athyglis- vert og steinhætti við þá ákvörðun sína að yf- irgefa marmarahöllina í fússi enda hér greini- legt fréttaefni í uppsiglingu. Og sjá, eftir tveggja tíma bið lukust upp dyrnar og fjöl- miðlamenn sagðir meir en velkomnir að stíga inn fyrir. Djúpmönnum var tjáð að þeir mættu koma inn líka en þeir afþökkuðu pent og sátu sem fastast frammi á gangi, bersýnilega búnir að fá nóg þennan daginn af samskiptum við bæjarstjórn ísfirðinga. Fjölmiðlafólk tyllti sér vonglatt á áhorf- endastólana en ekki var að sjá á bæjartjórnar- fulltrúum né gestum þeirra, formanni fjárveit- inganefndar, heilbrigðisráðherra og starfsmanni stjórnar Hlífar, að þeim liði neitt alltof vel. Reyndar voru þeir eins og hálf- skömmustulegir að sjá. Svo kom fréttnæma efnið: Undirritaður var samningur um pen- ingaframlag frá hinu opinbera til bæjarsjóðs ísafjarðar til þess að forða Bsvf. Hlíf frá gjald- þroti og bæjarstjórn frá skömm. Að lokinni undirskriftinni þökkuðu allir öllum fyrir hve vel hefði tekist til og óskuðu sjálfum sér og öðrum til hamingju með „farsæla lausn málsins." Að því búnu bauð forseti bæjarstjórnar fjöl- miðlamönnum að bera upp spurningar ef þeir vildu og sleit svo fundi. En þá bar nokkuð merkilegt við: Eins og silfurskottur sem skjótast í felur þegar ljós eru kveikt skutust fundarmenn í allar áttir burt frá fjölmiðlum og ótuktarlegum spurningum þeirra. Með hrópum tókst þó undrandi fréttamönn- unum að vekja athygli á tilveru sinni og því að þeim hefði verið boðið sérstaklega að bera upp spurningar sínar. Forseti bæjarstjórnar bar við skertri heyrn en flestir þeirra sem enn voru eftir kváðust þurfa að fara á fundi eftir örfáar mínútur. Nokkrir stöldruðu þó stundarkorn við en fátt var um svör þegar spurt var hvar stjórn Hlífar væri á þessarri sögulegu stund. Helst var að skilja að þetta væri eiginlega svona prívat- mál heilbrigðisráðuneytisins og bæjarstjórnar sem kæmi stjórn Hlífar svo til ekkert við. Þar að auki væri þetta svo gott mál að það væri ástæðulaust að fetta nokkuð fingur út í það, það væri bara til þess að hræða gamla fólkið. Þegar spurt var hvers vegna svona gott mál þyrfti sífellt að ræðast fyrir luktum dyrum var því svarað til að ef BB hefði fengið allar upplýs- ingar um málið og skrifað um það að vild þá hefði aldrei fundist nein lausn á því. Það var nebbilega það. Ekki vissi blaðamaður BB fyrr að slíkt vald væri í höndum hans að hann gæti hindrað að heil brú kæmist á hugsanir og ákvarðanir heilu bæjarstjórnanna. Formaður fjárveitinganefndar hinkraði þó við um stund í kurteisisskyni, eða allt þar til hann var spurður að því hvort þessi ákvörðun um fjárframlög úr opinberum sjóðum væri til komin til að skera kratana niður úr snörunni sem þeir hefðu sjálfir hnýtt um háls sér. Þá var honum nóg boðið og hann hraðaði sér í humátt á eftir félögum sínum sem þegar voru horfnir niður marmaratröppur Stjórnsýsluhússins. V.D.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.