Bæjarins besta - 10.08.1989, Síða 9
BÆJARINS BESTA
Barnamót H.Y.Í.:
Grettir vann
bikarinn
BARNAMÓT H.y.l. var
haldið á Flateyri þann
27. júlí sl. Keppt var í flest-
um greinum frjálsra íþrótta
og var þáttaka góð. Leikar
fóru þannig að íþróttafélagið
Grettir frá Flateyri sigraði
með 142 stigum og hlaut bik-
ar að launum.
Höfrungur frá Þingeyri
hlaut 117 stig, Stefnir frá
Suðureyri 116 stig, Ung-
mennafélag Mýrahrepps 23
stig og Önundur 16 stig. Pess
skal getið að aðeins einn
keppandi kom frá Ung-
mennafélagi Mýrahrepps en
hann vann samt 23 stig.
Helstu úrslit urðu sem hér
segir:
Júlía B. Björnsdóttir (G)
sem keppti í flokki hnáta,
sigraði í langstökki,
boltakasti og 60 m hlaupi.
Þórey Sigurðardóttir (H)
sigraði í 800 m hlaupi hnáta
og í flokki hnokka sigraði
Einar Þorvaldsson (S) allar
keppnisgreinar: Boltakast,
60 m hlaup, langstökk og 400
m hlaup.
í flokki telpna sigraði
Harpa Oddbjörnsdóttir (Ö) í
kúluvarpi, Jófríður Hilmars-
dóttir (S) í spjótkasti, 800 m
hlaupi, langstökki og há-
stökki og Margrét Sigtryggs-
dóttir (H) sigraði í 60 m
hlaupi.
í flokki drengja sigraði
Kristján T. Einarsson (G) í
hástökki og kúluvarpi, 60 m
hlaup sigraði Birkir Einars-
son (G) í langstökki sigraði
Kjartan Kárason (M) og í
800 m hlauði sigraði Þórir
Traustason (G).
í flokki stelpna sigraði
Særún Sigurbjörnsdóttir (S)
í kúluvarpi, hástökki og
spjótkasti og Gunnhildur
Sigþórsdóttir (H) í 100 m
hlaupi, langstökki og 800 m
hlaupi.
í flokki pilta sigraði Njáll
Jónsson (S) í 100 m hlaupi,
langstökki, kúluvarpi og
spjótkasti. Ingólfur Jakobs-
son (Ö) sigraði í hástökki
pilta og Daníel Sigmundsson
(S) í 800 m hlaupi.
BB - að sjálfsögðu
Þakkir
Þar sem ég hef hætt
rekstri Shell - skálans í
Bolungarvík vil ég færa
viðskiptavinum mínum og
starfsfólki hjartans þakkir
fyrir viðskiptin og
samstarfið síðastliðin
24 ár.
Einnig óska ég nýjum
rekstrar aðilum Shell -
skálans velfarnaðar
í starfi.
Björk Jónsdóttir
Bolungarvík
Núpsmót 6. flokks:
BI88 og
Höfrungur efstu lið
NÚPSMÓT 6. aldurs-
flokks í knattspyrnu
fór fram að Núpi í Dýrafirði
þann 29. júlí sl. Keppendur
voru 106 talsins í 11 liðum og
þeim til aðstoðar voru 22 far-
ar -og liðsstjórar auk fjölda
foreldra sem komu til að
fylgjast með keppninni.
1 A-riðli sigraði BÍ 88 með
12 stigum, í 2. sæti varð
Höfrungur frá Þingeyri með
10 stig, í 3. sæti varð UMFB
frá Bolungarvík með 6 stig, í
4. sæti Stefnir frá Suðureyri
með 4 stig, í 5. sæti IFB frá
Bíldudal, í 6. sæti Hörður frá
Patreksfirði og í 7. sæti varð
Grettir frá Flateyri.
BÍ 88 sigraði einnig í B-
riðli með 11 stigum, í 2. sæti
varð UMFB, í 3. sæti C-lið
BÍ 88 og í 4. sæti varð Höfr-
ungur.
Markahæstur í A-riðli var
Jóhann Haukur Hafsteins-
son í A-liði BÍ 88 en hann
skoraði alls 15 mörk og
markahæstur í B-riðli var Ní-
els Benediktsson í B-liði BÍ
88 en hann skoraði 5 mörk.
Viðurkenningar fyrir að
vera efnilegir leikmenn fengu
þeir Rúrik Hreinsson, Höfr-
ungi, Bjarni Hannesson,
IFB, Teitur Einarsson Gretti
og Árni F. Valdimarsson
Herði.
Keppnin hófst kl 14.00 á
laugardag og lauk með verð-
launaafhendingu á sunnu-
dag. Fyrstu þrjú liðin í hvor-
um flokki fengu verð-
launapeninga og sigurvegar-
ar í hvorum flokki farand-
bikar.
Leikið var á tveimur völl-
um og spiluðu A-liðin öll við
alla á öðrum vellinum en B-
liðin spiluðu tvöfalda umferð
á hinum.
Keppendur gistu í Héraðs-
skólaum að Núpi og héldu
fjöruga kvöldvöku á laugar-
dagskvöldið. Núpsmótið
sem nú var haldið annað árið
í röð var framkvæmt með að-
stoð Höfrungs á Þingeyri og
Héraðssambandi V-ísfirð-
inga.
Sama verð og í Reykjavík
Úrval Siemens heimilistækja
★ Ryksugur m / sjálfskiptum sogkrafti llOOw.
★ Örbylgjuofnar með og án grills
★ Kæliskápar með og án frystis
★ Uppþvottavélar 12 manna bæði til
innbygginga og frístandandi. POLLINN HF
VERSLUN SÍMI3792
★ + KR ÚSIN: *
PÖBBINN
Fimmtudagskvöld kl. 20-01
lifandi tónlist
og þá kemur það!
SKJÁLFTAVAKTIN
leikur fyrir dansi
laugardagskvöld kl. 23
Aldurstakmark
20 ára
-03