Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Blaðsíða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.innlifun.is Verslunarmannahelgin var meðallra rólegasta móti, endaútihátíðum og mannfagnaði aflýst um allt land. Menn létu það þó ekki á sig fá og töluvert um ferðalög innanlands, fámennar grillveislur og sumarbústaðaferðir. Fyrir vikið gekk helgin enda stórslysalaust fyrir sig. Um helgina héldu áfram að koma í ljós ný smit kórónuveirunnar hér og þar, en nokkrum áhyggjum olli að að- eins einn af hverjum 13, sem greindir voru með smit, var í sóttkví. Af því má draga þá ályktun að of margir hafi slakað á klónni gagnvart heims- faraldrinum, en Víðir Reynisson, lög- regluþjónninn vaski, lét svo ummælt að hann væri búinn í fríi og brýndi landsmenn til þess að sýna ýtrustu skynsemi og varkárni. Skagamenn gátu tekið undir það, en á Akranesi var tíundi hver íbúi skimaður í kjölfar hópsýkingar. Sigurður Ingi Jóhannsson kvaðst aðspurður ekki hafa orðið fyrir nein- um þrýstingi vestan frá Bandaríkj- unum um að útiloka kínverska fyrir- tækið Huawei frá uppbyggingu 5G-kerfisins hér á landi, en lét þess og getið að það væri til skoðunar með fjarskiptaöryggi í huga. Fram kom að Sparisjóður Strandamanna vildi eftir allt saman ekki tengjast smálánastarfsemi, sem einkennist af öðrum viðskipta- mannahópi, vaxtakjörum og inn- heimtuaðgerðum en títt er um hefð- bundnar fjármálastofnanir.    Þrátt fyrir að Íslendingar hafi ferðast inannlands í mun meiri mæli í sumar en endranær varð samdráttur í bílaumferð í júlímánuði. Hins vegar varð vart við stóraukin bílakaup landsmanna og þá ekki síð- ur ásókn þeirra í lánsfé. Þar ræddi að einhverju leyti um uppsafnaða eftir- spurn eftir að alda heimsfaraldursins gekk yfir í vor, en sjálfsagt hafa betri vaxtakjör einnig hvatt marga til þess að kýla á betri og nýrri bíl. Sams kon- ar þróunar hefur víða gætt á Vestur- löndum, einkum meðal borgarbúa sem vilja ferðast meira innanlands eftir sóttkví og félagsfirð liðinna mánaða. Sérstaka athygli vakti að ríflega helmingur nýskráðra bíla voru ný- orkubílar af ýmsu tagi, sem gefur sterka vísbendingu um að landsmenn séu að komast að niðurstöðu um orkuskipti í eigin samgöngutækjum. Í sama mund bárust fregnir af gjaldþrotum bílaleiga, sem komu ekki fyllilega á óvart. Ætla má að vegna samdráttar og þrota í grein- inni aukist framboð á notuðum bílum næstu mánuði. Í öðrum samgöngufréttum var það helst að Icelandair var við það að ganga frá samningum við ríki, banka- stofnanir og kröfuhafa, en að fram- haldið myndi ráðast af væntanlegu hlutafjárútboði. Það væri forsenda endurfjármögnunar og frekari lán- veitinga frá bönkum. Ekki hefur aðeins verið aukin ásókn í bílalán hjá Íslendingum upp á síðkastið, það á við um alls kyns lán, sem vafalaust má að miklu leyti rekja til vaxtalækkana, þótt þar skipti sjálfsagt miklu máli að margt fólk hélt að sér höndum á meðan veiran var í hæstum hæðum í vor. Er svo mikið að gera að endurfjármögnun lána í bankakerfinu getur tekið allt að átta vikur.    Heimsfaraldurinn var meðal helstu frétta alla daga vikunnar, enda sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra að þar ræddi um langhlaup, ekki spretthlaup. Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra tók af öll tví- mæli um afstöðu ríkisstjórnarinnar til aðsteðjandi vanda og sagði að ekki yrði ráðist í neinn niðurskurð ríkis- útgjalda á þessu ári. Sem er sjálfsagt það sem flestir bjuggust við, en fróð- legra sjálfsagt að vita hversu ákaf- lega þau muni aukast og hversu stór hallinn verður í ríkisfjármálunum. Fram kom að smitskimun á Kefla- víkurflugvelli væri komin að þol- mörkum, en Sigurður Ingi Jóhanns- son samgönguráðherra sagði að það hlyti að verða allra síðasta úrræðið að takmarka komur til landsins og benti á þarfir ferðaþjónustunnar og áhrif á efnahagslífið í því samhengi. Sagði þó að slíkar takmarkanir væru í undir- búningi ef allt færi á versta veg. Enn hefur ekki verið upplýst um hagræn áhrif þess ef loka þarf stórum hluta atvinnulífsins vegna veirunnar. Reykjavíkurmaraþonið var blásið af vegna viðsjár í veiruheimum. Ógnarleg sprenging í Beirút, höf- uðborg Líbanons, lagði stór hverfi nálægt höfninni í rúst með þeim af- leiðingum að hátt á annað hundrað manns fórust, fjölmargra er enn saknað, á fimmta þúsund særðust og 300.000 manns misstu heimili sín. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða heldur að eldur hafi læst sig í 2.750 tonn af áburði, sem staðið hafði óhreyfður í vöruskemm- um við höfnina síðan 2014. Hann var þá gerður upptækur vegna vangold- inna hafnargjalda rússneskrar út- gerðar, en óljóst er hvers vegna hann var þar enn og án sérstakra varúðar- ráðstafana eins og skylt er. Líbanon er nú nærri því að vera þrotaríki, en það var á barmi efnahagslegrar upp- lausnar og ríkisgjaldþrots fyrir. Þar hefur þó raunar um margt verið frið- vænlegra upp á síðkastið en verið hefur marga undanfarna áratugi, þar sem gekk á með borgarastyrjöldum, innrásum, hernámi og hryðjuverk- um. Íslenskir ráðamenn líkt og ríkja- og þjóðaleiðtogar um víða veröld sendu líbönskum stjórnvöldum hug- heilar samúðarkveðjur og hétu neyð- araðstoð frá Íslandi, en þó ekki fyrr en búið væri að greina hvernig þeir fjármunir myndu best nýtast. Á með- an ganga um 300.000 manns um heimilislaus í Beirút og annað eins í löskuðum húsakynnum og innviðir allir úr lagi gengnir. Aukinnar gremju borgara hefur gætt í garð stjórnvalda vegna lánleysis þeirra og vanmáttar, svo lögregla hefur beitt táragasi til þess að halda aftur af þeim.    Enn þurfti að kalla Íslenska erfða- greiningu til aðstoðar vegna smit- greiningar, en tækjakostur hins opin- bera virðist ekki ráða fyllilega við eftirspurnina. Vonast er til þess að úr því megi bæta á næstu vikum og mánuðum, þótt óvíst sé hvort veiran hefur tíma til þess að bíða eftir því. Jafnframt kom fram óvissa um skólastarf í haust, en viðbúið er að það riðlist eitthvað af völdum heims- faraldursins. Þá setti ný rannsókn bandaríska sóttvarnaeftirlisins (CDC) skólahald í nýtt ljós, en sam- kvæmt henni eru börn ekki jafn- ónæm fyrir veirunni og talið hefur verið, að þau geti bæði smitast og smitað. Veiran hefur fleiri áhrif, því ásókn í geðheilbrigðisþjónustu hefur aukist á árinu, sem sett er í samband við ugg og stugg vegna heimsfaraldurs- ins, uppnám og óvissu í lífi margra hennar vegna.    Banaslys varð í Reyðarfirði á fimmtudagskvöld þegar ökumaður sexhjóls velti því í fjalllendi. 75 ár voru liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna á japönsku borgina Hiroshima í lok síðari heimsstyrj- aldar. Þess var minnst með rafrænni kertafleytingu. Samherjamenn höfnuðu ásök- unum um að þeir hefðu arðrænt Namibíumenn. Samantekin reikn- ingsskil dótturféaga Samherja í Namibíu sýna að þau töpuðu nærri einum milljarði króna á umsvifum sínum á árunum 2012-2018. Rekstrartekjur þeirra námu 41,1 milljarði króna, en rekstrarkostn- aður var 38,9 milljarðar. Að teknu tilliti til afskrifta, fjármagnsgjalda, tekjuskatts o.fl. var afkoma félag- anna því neikvæð á þessu sex ára tímabili. Gagnrýnendur Samherja létu sér hins vegar fátt um finnast. Efnahagsáhrif heimsfaraldursins birtast með ýmsum hætti, en þannig er komið á daginn að útsvarstekjur sveitarfélaga hafa sveiflast mikið meðan á honum hefur staðið. Dæmi eru um að tekjur sveitarfélaga hafi lækkað um 15% en einnig önnur þar sem þau hækkuðu um 25%. Hjá stærstu sveitarfélögum var breyt- ingin þó yfirleitt óveruleg. Sóttvarnir munu hafa mikil áhrif á réttardaga, sem senn renna upp. Hrútaþukl mun þó vera óbreytt.    Tölur um gistingu í júlímánuði gáfu til kynna helmingssamdrátt frá sama mánuði í fyrra. Ekki er hægt að segja að ferðaþjónustan hafi tekið því með húrrahrópum en það er þó talsvert skárra en margir höfðu ótt- ast. Appelsínuguli maðurinn í Hvíta húsinu hélt áfram erjum sínum við Kínverja, þegar hann undirritaði til- skipanir sem kveða á um að banda- rísk fyrirtæki láti af öllum við- skiptum við kínversku samfélags- miðlana TikTok og WeChat innan 45 daga, hinn 15. september. Kínverjar voru ekki hressir. Sveppatímabilið er hafið. Ógnarsprengja í Beirút Sprengigígurinn í Beirúthöfn. Hundruð létust, þúsundir særðust og hundruð þúsunda eru heimilislaus. AFP 2.8. - 8.8. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.