Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Side 17
dugar og eftir mætti með einhverjum umframstyrk umfram það. Hvorki hér né annars staðar er slík starfsemi með standandi lið þjálfaðs fólks sem getur auðveldlega bætt á sig svo krefjandi verkefnum um langa hríð. Um tiltölulega skamma tíð er hægt að raða í forgang upp á nýtt á meðan skammtímavand- inn er að komast í viðráðanlegra form. Dragist það er kominn upp vandi flókinnar forgangsröðunar. Ef farþegaflugvél með fleiri hundruð farþega hlekktist illilega á og þyrfti að nauðlenda hér og illa tækist til gætu menn dúkkað upp og sagt að íslensk- ar sjúkrastofnanir hefðu reynst vanbúnar í ýmsum efnum, svo að bregðast hefði mátt við ógurlegu slysi af þessu tagi af fullum styrk. En slík fullyrðing væri þó ekki algjörlega sönn. Viðbragðsefnið, þótt stórt væri, hlyti að verða að mestu tímabundið. Illa farið með Líbanon Við horfum upp á það með samúð og hryllingi í senn að land eins og Líbanon og höfuðborg þess Beirút er nú í ógnarvanda. Við eyðingarmátt sprengiefnisins, manntjón, örkuml og víðtækt heimilisleysi bætist það, að innviðir landsins hafa nú um alllangt skeið verið í molum. Líbanon hefur umfram flest ríki í ná- grenni sínu lengi verið sjálfu sér nægt um vatn. Óstjórn og fjarstjórn yfir landinu hafði náð að eyði- leggja þann þátt. Óstjórn, spilling og ónýtt kerfi lýð- ræðis, sem áður var reynt að styðjast við að mestu, höfðu gert mikið og margvíslegt tjón löngu áður en sprengjan mikla sprakk. Líkur standa til þess að all- margir hafi vitað um hættuástandið sem var til stað- ar á hafnarsvæði borgarinnar. Opinberir fulltrúar eru strax byrjaðir að draga bréf upp úr fórum sínum, sem eiga að sanna að þeir hafi reynt að krefjast lausnar á vandanum og hættunni miklu sem honum fylgdi. Macron mætir Macron forseti flaug nú í vikulokin til Beirút og lof- aði stuðningi Frakka, enda hafa ríkuleg og tiltölu- lega öflug tengsl verið á milli landanna. En Macron sagði jafnframt við sáran og reiðan fjöldann sem flykktist að honum að hjálp Frakka yrði bundin því skilyrði að fyrst yrði spillingu í ríkiskerfi Líbanon eytt áður en nokkur evra yrði send, svo að fólkið í landinu þyrfti ekki að óttast að hjálparféð rynni þráðbeint í vasa þeirra sem hefðu sennilega borið mesta ábyrgð á því hvernig fór. En hverjir eru það? Líbanon er fjarstýrt ríki með sama hætti og Gaza- svæðið er, en víða, svo sem á Íslandi, hafa menn mál- að sér skrítna mynd af stöðunni. Hernaðararmur Hezbollah ræður mestu í Líbanon, í umboði klerk- anna í Íran. Hamas-hreyfingin stjórnar Gaza og vís- ar um lögmæti þess til síðustu kosninga á svæðinu, árið 2006! Bandaríkin og ESB líta á báðar þessar hreyfingar sem hryðjuverkasamtök. Standi Macron við yfirlýsingar sínar við fólkið sem hann hitti í eftirstöðvunum af Beirút slær hann tvær flugur í einu höggi. Hann getur lofað svimandi fjár- hæðum og um leið tryggt að hann þurfi aldrei að láta eyri af hendi. Kannski hefðu Frakkar átt að láta skrítnu keppnina um samúðarskeytin úr norðri duga, eins og tíðkast hefur hér við svipaðar aðstæður síð- ustu árin. Ný staða í gamalli krísu Þegar útlendingar tóku ákvörðun um að opna landið okkar sem þeir höfðu lokað hófst almenn opnun hér innanlands. Upplýsinga- og aðvörunarfundir voru felldir niður og allt hafði það þann brag að fárinu væri nánast lokið. Örugglega hafa þó verið hafðir uppi fyrirvarar sem við þetta venjulega fólk tókum ekki eftir eða erum búin að gleyma. Fálkaorðurnar voru komnar á sinn stað, sem var augljóst merki um veirulok. Og nú vottar fyrir því að mönnum þyki sem þeir hafi ekki verið hafðir algjörlega með. Viðbrögðin við tilmælum og aðvörunum vegna nýrrar bylgju virka enn ekki sem skyldi. Þeir sem eldri eru skynja glöggt að afstaðan við endurteknu efni er önnur en var við því frumsamda. Það er ekki gott og ekki full- nægjandi. Sé vakin athygli á því í t.d.verslunum með ábend- ingum eða óskum um varfærnisfjarlægð er því tekið misvel. Sumir glotta og gera ekkert með. Sem betur fer hefur birtingarmynd núverandi syrpu veirunnar ekki verið jafn harkaleg og sú fyrsta var. Dánartölur bæði austan hafs og vestan hafa haldist lágar þrátt fyrir vaxandi smit á ný. Í gær kom frétt um eitt tilvik á Íslandi, þar sem gjörgæsla og öndunarvél voru nefnd, og kom hún mjög á óvart þótt ábendingum um greind smit og aukna sóttkví hafi fjölgað verulega síðustu tvær vik- ur. Fundið hefur verið að því að nú fari aðvörunarorð um fárið inn um annað eyrað og út um hitt. Sérstak- lega er bent á að ungu fólki þætti lítið til koma eftir allan þennan tíma. Það kom fram í fréttum um fyrrgreint tilvik að þar ætti sjúklingur á fertugsaldri í hlut. Vonandi kemst hann vel frá sinni baráttu þótt sjúkdómurinn sé, mið- að við viðbrögðin á sjúkrahúsinu, bersýnilega í erf- iðari kantinum. Það væri æskilegt ef yngri kynslóðin tæki eftir þessari þróun og tæki mið af henni. Hún hefur hingað til heyrt ítrekað að sjúkdóm- urinn komi fæstum sjúklingum á alvarlegt hættustig, en undantekningar séu einkum bundnar við eldra fólk og það sem er í veikari stöðu vegna undirliggj- andi sjúkdóma. Það gildir sjálfsagt enn þrátt fyrir framangreint dæmi. En það afsakar ekki kæruleysi sem kostar sitt. Þessu fári mun linna. En augljóst er að við verðum að sýna ábyrgð og þolinmæði enn um sinn. Það getum við þó lagt af mörkum, þótt lítið sé. Lítið er betra en ekkert. Mun betra. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Líbanon er fjarstýrt ríki með sama hætti og Gazasvæðið er, en víða, svo sem á Ís- landi, hafa menn málað sér skrítna mynd af stöðunni. Hernaðararmur Hezbollah ræður mestu í Líbanon, í umboði klerkanna í Íran. Hamas-hreyfingin stjórnar Gaza og vísar um lögmæti þess til síðustu kosninga á svæðinu, árið 2006! Bandaríkin og ESB líta á báðar þessar hreyfingar sem hryðjuverkasamtök. 9.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.