Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2020 LÍFSSTÍLL samflot L augarnar í Rey k jav í k w w w. i t r. i s Miðvikudagskvöld í sumarkl. 20–21 Sundhöll Tónleikaflotmeðneðansjávartónlist Árbæjarlaug Flotmeð tónheilun Vesturbæjarlaug Vatnadansog flot Breiðholtslaug Flotmeð jóga Ylströnd Rósabaðog samflot 15. júlí 22. júlí 29. júlí 5. ágúst 15. ágúst Nafnið Jesse Owens bar fyrstá góma í íslenskum dag-blöðum sumarið 1935 en Nýja Dagblaðið fjallaði þá um hann á forsíðu undir fyrirsögninni „Afburða íþróttamaður“. Þar sagði orðrétt: „Sunnudaginn 26. maí setti Jesse Owens, ungur Ameríkunegri, há- skólastúdent og framúrskarandi íþróttamaður, heimsmet í langstökki, er hann stökk 8.13 metra. Fyrra met- ið átti Japaninn Nambu, 7.975 metra. En Owens lét sér þetta ekki nægja, heldur setti hann þegar annað heims- met og nú á 220 yards skeiði. Rann hann skeiðið á 20.3 sekúndum, og þá 3/10 úr sekúndu skjótar en nokkru sinni áður. Og til þess að gera þetta ekki endasleppt, snart hann tvö önn- ur heimsmet, allt sama daginn.“ Morgunblaðið fjallaði einnig um málið daginn eftir og sagði heimsmet Owens í langstökki „framúrskarandi glæsilegt“. Rann skeiðið á 10.2 sek. Íþróttaáhugamenn hafa því mögu- lega kannast við nafnið þegar Ólymp- íueldurinn var tendraður í Berlín í ágústbyrjun 1936. Vísir flutti frétt af fyrsta gulli Owens á leikunum og var hennar aflað með einkaskeyti frá Kaupmannahöfn. Þar sagði: „Enginn Íslendingur tók þátt i Olympisku leikunum í dag. Í 100 metra hlaupinu fór Sveinn Ingvars- son þegar halloka í undirbúnings- hlaupi. — Sigurvegari varð þar svert- inginn Jesse Owens, sem rann skeiðið á 10.2 sek og setti nýtt heimsmet.“ Vísir sagði einnig frá gull- verðlaunum Owens í langstökki og 200 metra hlaupi. „Bandaríkjanegr- inn, Jesse Owens, setti enn nýtt met á Olympiuleikunum í gær, er hann stökk 8,06 metra í langstökki. Þýskur maður var næstur honum, en Japani þriðji,“ sagði um langstökkið. Ítarlegri grein var gerð fyrir 200 metra hlaupinu enda spennan mikil. Heimildin kom að þessu sinni gegn- um Lundúnir. „Bandaríkja sverting- inn, Jesse Owens, vann úrslitasigur í dag í 200 metra hlaupi, og rann hann skeiðið á 20.7 sekúndum. Er þetta þriðji úrslitasigur hans á Olymp- íuleikunum, en sjöunda met hans. Næstur honum varð Robinson, Bandaríkjamaður, og rann hann skeiðið á 21.1 sekúndu, og náði þann- ig meti því er Owens setti í gær. Það er í frásögur fært, að Owens hafi hlaupið afar rösklega af stað, og þeg- ar hann hafði hlaupið 50 metra, féll óvenjuleg þögn yfir áhorfendur, með því að auðséð var að Robinson lagði sig ógurlega fram um að ná honum.“ Glæsilegasti íþróttamaðurinn Morgunblaðið hermdi af fjórðu gull- verðlaunum Owens, í 4x100 metra hlaupi og voru upplýsingarnar fengn- ar frá „frjettaritara vorum í Berlín“. „Í Olympisku leikunum í dag fór fram fyrsta keppni í 4 sinnum 100 metra boðhlaupi. Bandaríkjahlaupararnir voru fyrstir á 3 mínútum, og er það 18,2 sekúndum skemri tími en fyrra Olympíumet. — Sænskir hlauparar voru aðrir í röðinni, á 3 mín., 14,6 sek., næstir Bretar, og þá Frakkar. Jesse Owens sem áður hefir getið sjer svo mikla frægð í Olympileik- unum, er einn af Bandaríkjahlaup- urunum.“ Í sömu frétt kom fram að sund- flokkur Íslendinga hefði tapað fyrir „Svissum“ með sjö mörkum á móti einu. En það er allt önnur saga. Morgunblaðið gerði afrek Owens betur upp að leikunum loknum og kom þar fram að öllum bæri saman um að hann væri „glæsilegasti íþróttamaðurinn á Olympíuleik- unum“. „Hann er Bandaríkjamaður og fyrstu fjóra daga leikanna vann hann þrjá gullpeninga, þ.e. hann var sigurvegari í þrem íþróttagreinum.“ Sérstaklega var vikið að langstökk- inu. „Á þriðja degi setti hann nýtt Ol- ympíumet í langstökki og stökk 8.06 metra. Olympíumetið var áður 7.73 m. Strax í fyrsta stökkinu stökk. Owens 7.74 m. og tók forustuna með nýju meti. Næst stökk hann 7.87 m. Fimm mínútum síðar stökk Þjóðverj- inn Long 7.84 m. og ætlaði fagn- aðarlátunum af áhorfendapöllunum þá aldrei að linna; hann var ekki nema 3 cm. á eftir svertingjanum. Í fimtu umferð náði Long svertingj- anum, stökk nákvæmlega 7.87 m. Áhorfendurnir grjetu af fögnuði. Blaðamennirnir voru forviða og góndu. Aðeins einn maður misti ekki taumhald á sjálfum sjer – Owens. Hann flýtti sjer til Þjóðverjans og tók í hendina á honum. Síðan bjó hann sig undir að stökkva og áhorfendur hjeldu niðri í sjer andanum af eft- irvæntingu. Owens stökk – og kom niður ekki fjarri 8 metra markinu. Stökkið var mælt: 7.94 m. Owens stökk einu sinni enn. Þegar hann rak niður fæturna í sandgryfjuna dundu samstundis við óhemju fagnaðarlæti. Áhorfendur höfðu sjeð, að nýtt glæsi- legt met var sett. Skömmu síðar til- kynti kallarinn að Owens hefði stokk- ið 8.06 m.“ Afsannaði kynþátta- kenninguna Rauði fáninn, málgagn verkalýðs- æsku bæja og sveita, fjallaði ítarlega um ævi og feril Jesse Owens um haustið og þar sagði meðal annars: „Hinir nasistisku „Ólymps- skipuleggjendur vildu umfram allt gera leikana að sigurför „aríanna“; umfram allt „sanna“ kynþáttadelluna um yfirburði þeirra yfir aðra menn. En leikarnir fóru á annan veg! Þeir afsönnuðu kynþáttakenninguna ger- samlega. Og það er negrastrákurinn Jesse Owens, sveitadrengurinn, skó- burstarinn, lyftudrengurinn, blaðsal- inn, garðyrkjumaðurinn, dyravörð- urinn og stúdentinn, sem á heiðurinn af því!“ Og enn fremur: „Árangurslaust reyndu Nas- istablöðin að deyfa hrifninguna yfir Jesse. Hann var orðinn uppáhald allra, hvar sem hann kom í Berlín. – Kynþáttagrýla Hitlers verkaði ekki meir á fólkið heldur en grýlusaga á ís- lenska nútímamenn. Afrek Jesse og hinna svörtu félaga hans höfðu ger- samlega ónýtt Ólympsfyrirætlanir Nasista á sviði kynþátta-„kenning- arinnar“.“ Kvað niður kynþáttagrýlu Hitlers Jesse Owens í 200 metra hlaupinu á Ól- ympíuleikunum í Berlín. AP Bandaríkjamaðurinn Jesse Owens stal sem frægt er senunni á Sumarólympíuleik- unum í Berlín 1936, þar sem hann vann gull í fjórum greinum. Afrek- ið fór ekki fram hjá fjöl- miðlum hér í fásinninu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.