Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Qupperneq 6
HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2020 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Um miðjan mars, skömmu eft-ir að Covid-19 varð sáheimsfaraldur sem óttast hafði verið, birti Imperial College í London fræga skýrslu um möguleg viðbrögð við þessari miklu vá. Eitt línurit í skýrslunni vakti sérstaka at- hygli. Það sýndi sveigjanlega nálgun þar sem skipst yrði á að herða og slaka á reglum um samkomubann eftir því sem faraldurinn ýmist rén- aði eða færðist í aukana. Er „sagarblaðs“-sviðs- myndin að rætast? Þetta fræga línurit Imperial College sýndi ekki kúrfu sem búið væri að fletja. Það sýndi kúrfu sem fór sí- endurtekið upp og niður. Þótt það sé kannski kuldaleg samlíking má segja að hún hafi litið út eins og sag- arblað. Í dag, fimm mánuðum síðar, virð- ist þessi sviðsmynd mögulega vera að rætast, meira að segja á nákvæm- lega þeim tíma sem línuritið spáði fyrir um. Margt bendir til að við séum þessa dag- ana að upplifa fyrstu „tönnina“ á sagarblaðinu. Við vitum ekki hversu margar þær verða né hversu langt verður á milli þeirra. Auðvitað vonum við öll að þetta bakslag end- urtaki sig ekki og kúrfan fletjist út. Í því skiptir mestu að við, hvert og eitt okkar, gætum að sóttvörnum í dag- legu lífi. En engin trygging er fyrir árangri og ýmis rök benda til þess að bakslagið nú sé ekki það síðasta. Reynir á þrautseigju og þol- inmæði Bakslag reynir jafnvel enn meira á þrautseigju okkar og þolinmæði en þær hörðu aðgerðir sem gripið var til að kveða fyrstu bylgjuna niður. Samheldnin sem ríkti á mestu ögur- stundum í baráttunni og gleðin yfir sameiginlegum árangri víkur fyrir vonbrigðunum með bakslagið. Við sjáum í samfélaginu að þetta veldur vanlíðan, óþoli og leit að sökudólg- um. Þetta er skiljanlegt og þarf ekki að koma á óvart. En það þarf ekki heldur að koma á óvart að þetta bak- slag skyldi koma. Það hefur allan tímann verið talað á þeim nótum að það væri líklegt. Það hefur verið sagt alveg skýrt að við gætum þurft að læra að „lifa með veirunni“ í tölu- vert langan tíma. Við þurfum að setja okkur andlega í þann gír. Öðruvísi komumst við ekki með góðu móti í gegnum þetta tímabil. Hagfræðingar gerast sér- fræðingar í sóttvörnum Tveir hagfræðingar, Þórólfur Matt- híasson og Gylfi Zoëga, hafa nýlega kvatt sér hljóðs og lýst þeirri skoðun að tilslakanir á landamærunum hafi verið misráðnar og gefa í skyn að fjölgun smita núna undanfarið sé af- leiðing þeirra ákvarðana. Það á ekki við rök að styðjast. Hagfræðingunum ætti að vera í fersku minni hvað Þórólfur Guðna- son sóttvarnalæknir sagði um er- lenda ferðamenn við upphaf farald- ursins. Hann sagði að þeim fylgdi fremur lítil áhætta. Enda var þeim framan af hleypt óhindrað inn í land- ið á sama tíma og Íslendingar á heimleið þurftu að fara í sóttkví. Ástæðan fyrir þessum mismunandi kröfum var einfaldlega sú að sam- kvæmt sóttvarnafræðunum fylgir töluverð áhætta fólki sem býr hér, á meðan fremur lítil áhætta fylgir er- lendum ferðamönnum. Þegar þetta er skrifað hafa á landamærunum ekki greinst nema 32 virk smit í meira en 75 þúsund sýnum. Inni í þeirri tölu eru Íslend- ingar (og fólk búsett á Íslandi) á heimleið. Enginn sem fylgst hefur með upplýsingafundum þríeykisins – ekki síst í gær föstudag – þarf að velkjast í vafa um hvað þau telja að ráði úrslitum í baráttunni við farald- urinn: það er okkar eigin hegðun. Stjórnmálamaður gerist hagfræðingur Fram undan er þungur vetur í efna- hagslegu tilliti, bæði fyrir landið í heild og marga einstaklinga. Rík- issjóður heldur landinu að miklu leyti uppi en get- ur það ekki enda- laust. Uppsagn- arfrestir eru að renna út og tíma- bundnar upp- sagnir munu því miður margar breytast í var- anlegar. Margir munu ekki leng- ur geta leyft sér þá neyslu sem þeir ákváðu að leyfa sér í sumar þrátt fyrir óvissu um afkomu sína til þess að fá nú einhverja gleði út úr þessu erfiða ástandi. Í þessari stöðu kemur á óvart að Gylfi Zoëga skuli í grein sinni í Vís- bendingu leggja áherslu á að við þurfum ekki erlenda ferðamenn því að staða efnahagsmála sé framar vonum og þannig hafi t.d. merkilega margir keypt gistingu á landsbyggð- inni í sumar. Þetta slær mig svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleð- skap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni. Ég þekki ekki marga sem ætla að fara hring- inn í október. „Stjórnmálamaður gerist hag- fræðingur“ gæti nú einhver sagt. Já, ég leyfi mér að hafa áhyggjur af stöðu ríkissjóðs, efnahagslífsins, fyr- irtækja og einstaklinga. Ég leyfi mér líka að benda á að þótt það sé rétt hjá Gylfa að atvinnuleysisbætur örvi eftirspurn þá er það ekki sjálf- bært. Við þurfum núna á öllu okkar að halda. Öllum þeim tekjum sem við getum aflað með ábyrgum hætti. Allri okkar sérfræðiþekkingu á sótt- vörnum. Öllu því aðhaldi sem við getum beitt í ríkisfjármálum, sér- staklega með nýsköpun í ríkisrekstri og snjöllum lausnum, ásamt því að örva efnahagslífið eins og kostur er. Allri okkar árvekni gagnvart vágest- inum. Og allri okkar þrautseigju, þolinmæði og samtakamætti. Þetta veltur á okkur Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’Enginn sem fylgsthefur með upplýs-ingafundum þríeykisins– ekki síst í gær föstudag – þarf að velkjast í vafa um hvað þau telja að ráði úrslitum í baráttunni við faraldurinn: það er okkar eigin hegðun. Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.