Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Síða 15
setninguna: „Við gerum ekki mistök. Við lend- um bara í gleðilegum slysum.“ Henrik hugsaði þá að það væri allt í lagi að gera mistök og kannski væri það bara góð áskorun að vinna sig úr þeim. „Mér fannst það reyna á mig og reyna á pælinguna sem ég er með fyrir málverkið,“ segir Henrik. „Þetta var áskorun sem heppnaðist vel sem kom skemmtilega á óvart,“ segir hann. Henrik segir náttúruna sjálfa vera mjög ab- strakt fyrir sér. „Mér finnst mjög gaman að horfa á fjöllin hér í kring og ímynda mér hvernig ég myndi mála þau inn í málverk og hvernig abstraktið myndi rísa út úr því,“ bætir hann við. „Ég teikna oft eitthvað abstrakt til að byrja með og sé svo eitthvað út úr því. Þá fer ég að finna fjall sem ég kannast við og þegar ég sé það þá get ég byrjað að tengja við gamlar myndir frá því ég var að labba á þessum svæðum.“ Hvað gefur það þér að mála? „Ég var einmitt að tala um þetta við pabba um daginn. Hann sagði „Er þetta ekki alveg frábært til að geta slappað af og svona?“ Ég slappa sko ekkert af þegar ég er að mála. Ég svitna stundum við að reyna að ná öllum þessu litlu smáatriðum. En eftir á er þetta eins og að vera nýkominn úr klakabaði, ræktinni eða eitt- hvað slíkt. Ég finn slökunina þá, það er gíf- urleg losun.“ Henrik nefnir málverkin af Álftavatni ann- ars vegar og af Hrútfjallstindum og Svínafells- jökli hins vegar. „Þetta brann svo í hausnum á mér að ég vaknaði oft á næturnar með þessar myndir í hausnum. Af því það er abstrakt í myndinni þá veit maður ekki nákvæmlega hvernig útkoman verður. Það sem er svo skemmtilegt er að takast á við þennan vanda sem kemur upp. Reyna að púsla þessu saman og láta þetta líta vel út,“ segir Henrik. Lærir á sjálfan sig Það kemur oft upp stund þar sem Henrik hef- ur setið yfir málverki, jafnvel einhverju einu smáatriði, í nokkra tíma. „Þá segi ég bara, „Okei, ég þarf að standa upp frá þessu núna og fara að sofa. Ég skoða þetta bara á morgun. Svo daginn eftir góðan svefn finnur maður fyr- ir gífurlegri hvatningu til þess að taka næsta skref.“ Þá fær hann nýtt sjónarhorn á það sem hann hefur verið að gera. „Mér finnst líka gaman að snúa þeim við. Til að sjá hvort það sé eitthvað skrítið í gangi.“ Henrik greindist nýlega með athyglisbrest en hefur glímt lengi við kvillann. Hann fann sérstaklega fyrir honum þegar hann byrjaði aftur í háskólanáminu. „Ég vildi sjá hvað at- hyglisbresturinn gæti gefið mér. Það er oft tal- að um hvað hann er slæmur eða hindri fólk, frekar en að nota hann í eitthvað gott,“ segir Henrik. „Þegar ég er að mála finn ég fulla athygli. Ég verð svo einbeittur að verkinu að ég fatta oft ekki að það eru margir tímar síðan ég fékk mér vatnssopa. Stundum er ég orðinn þurr í munn- inum og byrjaður að smjatta og þá hugsa ég „Já, ég er þyrstur. Ég þarf að standa upp.“.“ Henrik bætir við: „Ég næ að einbeita mér rosalega við þetta. Það hjálpar mér mjög mik- ið, t.d. við að læra. Að vinna í þessari einbeit- ingu, finna fyrir henni og þá getur maður yf- irfært hana á það sem maður þarf að gera. Koma sér áfram í námi, starfi eða einhverju slíku,“ segir Henrik. „Þetta er góð leið til þess að læra á sjálfan sig.“ Hættir ekki eftir að hafa prufað Eftir að Henrik fór að birta myndir sínar á In- stagram hefur hann fengið nokkuð mikla at- hygli. „Það er ótrúlega margt fólk sem hefur verið að hvetja mann og gefa manni góð orð,“ segir hann og sér fyrir sér að halda áfram að mála í framtíðinni. Það sem átti upphaflega að fylla dauðan tíma hefur því undið upp á sig. „Mér finnst þetta gaman og vil halda þessu áfram.“ Blessunarlega fékk Henrik vinnu nú í sumar. „Hún er bara 60% þannig að ég horfi á þennan auka tíma sem ég fæ til að leika mér og þróa þennan stíl sem ég er að búa mér til,“ segir Henrik. Hann finnur mun á sér eftir að hann fór að mála. „Þetta jarðbindur mann gífurlega mikið. Maður verður rosalega þakklátur fyrir litlu hlutina. Svo ber maður mikla virðingu fyrir fólkinu sem er búið að gera þetta í mörg ár. Þetta er erfitt. Ef það væri ekki fyrir þessa óendanlegu þrjósku og smámunasemi í mér veit ég ekki hvernig þetta kæmi út.“ Hann segir þó líklegt að hann verði viðloð- andi útivistina þegar náminu er lokið og kór- ónuveirufaraldurinn liðinn hjá. „Ég held að um leið og maður er búinn að prufa þetta einu sinni þá sé maður ekkert að fara að hætta. Að fara upp á jöklana og fjöllin. Þetta er svo æð- islegt að geta stokkið upp á fjöll. Maður sér svo ótrúlega falleg litbrigði. Til dæmis þegar maður er að ganga fyrir ofan Mýrdalsjökul. Maður sér jöklana frá fjallshryggjunum. Þeir hafa þessi fallegu, svörtu öskulög. Maður leyf- ir ímyndunaraflinu að taka völdin og sér kannski andlit eða skrímsli. Það er magnað hvað maður getur séð í jöklunum.“ Henrik með málverk sitt af Álfta- vatni. Við hlið hans situr hundurinn Hrói og virðir fyrir sér útsýnið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Henrik fullbúinn til útivistar í góðum gír á Svínafellsjökli með Hrútfjallstinda í baksýn. Hér má sjá þrjú minni verk eftir Henrik. Frá vinstri: Mælifell, Hekla í vítislogum og Kirkjufell. Útivistarbúnaður hangir á hillunni við hliðina. 9.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.