Morgunblaðið - 20.10.2020, Page 12
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
É
g lét ekki segja mér það
tvisvar þegar Honda-
umboðið bauð mér á dög-
unum að reynsluaka
Honda Jazz Crosstar-tvinnbílnum.
Sjálfur er ég ekki ókunnugur
Honda-bílum og því jafnan áhuga-
samur um að vita hvað kemur nýtt
úr þeim herbúðum.
Mín reynsla af Honda-bifreiðum
er góð. Þær endast von úr viti, eru
dugandi og þægilegar í umgengni.
Það sem hefur helst vantað upp á í
samanburði við suma keppinauta er
smekklegri hönnun í akstursrým-
inu. Það gladdi mig því mjög að
setjast inn í Crosstar-bílinn og sjá
að í þessum efnum hefur Honda nú
aldeilis bætt sig. Níu tommu snert-
iskjárinn er flottur og stórt skref
fram á við hjá framleiðandanum. Þá
er miðstöðin fallega útfærð og lögun
og útfærsla mælaborðsins sömuleið-
is. Tauefnið í innréttingunni gefur
ökutækinu einnig hlýlegan og stór-
borgarlegan blæ.
Að sjálfsögðu er hinn ómissandi
sætishitari fyrir hendi, og fyrir
framan gírstöngina, vel staðsettir,
eru tveir USB-tenglar, og hólf fyrir
síma.
B-stillingin ekki íþyngjandi
Boðið er upp á Econ-sparakst-
ursstillingu sem og B-stillingu, en
þegar bíllinn er í B-stillingunni
heldur hann meira við og dælir
meira af rafmagni inn á geyminn en
ella. Þegar ég ók í B-stillingunni
fannst mér það ekki íþyngjandi, eins
og stundum getur orðið.
Bifreiðin er stíf og stinn í akstri
og veghljóð viðunandi. Fyrst fannst
mér hún vera pínu þung, en það var
fljótt að breytast og gleymast. Cros-
star fjaðrar vel, og er gæðalegur í
allri umhirðu.
Það er ýmislegt sérviskulegt í
Crosstar, enda má flokka bílinn sem
eins konar hönnunarbíl, bæði að
innan og utan. Þannig er hluti af
þessari sérvisku að staðsetja hátal-
ara fyrir miðju mælaborðsins úti við
framrúðuna. Annað sem er
skemmtilegt í þessari nýju útgáfu af
Honda Jazz er pláss fyrir dósir eða
flöskur til beggja hliða, þ.e. út við
hliðarrúðurnar. Farþegar sem óku
með mér tóku eftir þessum þæg-
indum um leið og þeir voru sestir
inn. Það þarf oft ekki mikið til að
gleðja menn.
Annað sem maður sér ekki í
mörgum bílum eru tvö hanskahólf.
Eitt er hefðbundið og opnast niður á
við, en hitt er fyrir ofan og opnast
upp á við. Þetta ætti að gleðja fólk
með áhuga á hirslum og skipulagi.
Þarna ofan í er auðvelt að henda
veskjum, sólgleraugum, ópalpökk-
um eða öðru smálegu sem maður
vill ekki að sé að hristast og hringla
laust um allt.
Eltir næsta bíl
Ég nýtti mér skriðstillinguna í
akstri og þann frábæra eiginleika að
láta bílinn elta næsta ökutæki.
Núna gat ég nánast hallað mér aft-
ur og þurfti ekki að hafa áhyggjur
af fjarlægð milli farartækja eða
öðru. Hondan var nánast komin á
sjálfstýringu, þótt ég hafi vissulega
þurft að halda um stýrið og hafa
augun á veginum.
Meðan á reynsluakstrinum stóð
eyddi bíllinn 5,2 lítrum á hundraðið.
Mögulega er eyðslan enn minni þar
sem mér láðist að núllstilla mælinn
þegar ég fékk bifreiðina í hendur.
Að sjálfsögðu eru myndavélar og
nemar allan hringinn sem veita auk-
ið öryggi og láta vita ef maður er að
fara út af sporinu, eða ef maður er
farinn að nálgast aðra of mikið.
Ekki veitir af á þessum síðustu og
verstu tveggja metra tímum.
Útsýni úr bílnum er gott, og
áklæði sætanna þrifalegt og flott.
Eftir því sem maður prófar fleiri
ökutæki með lyklalausu aðgengi
verður maður sífellt fordekraðri.
Þannig er það einmitt með Cros-
star; bifreiðin opnast og læsist sjálf-
krafa þegar gengið er að henni eða
frá.
Sérstakur vasi fyrir farsíma
Bíllinn sem ég prófaði var fallega
pastelblár á litinn með svörtum
plasthlífum allan hringinn. Á rölti
Flottur með sérviskulegar útfærslur
12 | MORGUNBLAÐIÐ
Ertumeð eitthvað
grænt í gangi?
MeðGrænu láni frá Ergo getur þú fjármagnað
rafbíl, rafhjól eða hleðslustöð á hagstæðumkjörum.
Kynntu þér málið á ergo.is
» 1,5 lítra 4 strokka bensínvél
m. 109 ha rafmótor.
» Stiglaus CVT sjálfskipting
» Framdrifinn
» 109 hö / 253Nm
» 0-100 km/klst. á 9,9 sek.
» 173 kmh hámarkshraði
» 89 g/km CO2
» 3,9 l/100 km í
blönduðum akstri
» Eigin þyngd: 1.325 kg
» Farangursrými: 298 – 838 l
» Grunnverð 4.790.000 kr.
» Umboð Askja
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Að sjálfsögðu eru myndavélar og nemar
allan hringinn sem veita aukið öryggi og
láta vita ef maður er að fara út af sporinu,
eða ef maður er farinn að nálgast aðra of
mikið. Ekki veitir af á þessum síðustu og
verstu tveggja metra tímum.“
Honda Jazz
Crosstar
Executive
Árg. 2020