Morgunblaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 1
Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra kjarnasviðs
muna og minja. Leitað er að öflugum stjórnanda til þess að leiða faglegt starf
kjarnasviðs Þjóðminjasafns Íslands þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði,
stjórnun verkefna og forystuhæfileika. Á kjarnasviði er unnið að faglegu safna-
starfi og þjóðminjavörslu þ.e. varðveislu, rannsóknum og miðlun þjóðminja og
safnkosts. Kjarnasvið endurspeglar lögbundið hlutverk Þjóðminjasafns Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sviðsstjóri stýrir faglegu starfi kjarnasviðs og er ábyrgur gagnvart þjóðminjaverði.
Sviðsstjóri ber ábyrgð á að starfsemi sviðsins sé í samræmi við heildarmarkmið
og áherslur stofnunarinnar almennt.
Menntunar og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistaragráða skilyrði.
- Þekking og reynsla af stjórnunarstörfum skilyrði.
- Þekking og reynsla á fagsviði safnastarfs æskileg.
- Reynsla af verkefnastjórnun æskileg.
- Reynsla af gæðamálum æskileg.
- Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu æskileg.
- Leiðtogafærni, lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.
- Gott vald á framsetningu efnis í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.
Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 2. nóvember 2020. Sótt er um starfið á heimasíðu
Þjóðminjasafns Íslands. Nánari upplýsingar um starfið veita: Hildur Halldórsdóttir
mannauðsstjóri, hildur@thjodminjasafn.is, sími 864-6186 og Margrét Hallgríms-
dóttir þjóðminjavörður, margret@thjodminjasafn.is, sími 861-2200.
Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði menningarminja og starfar á grundvelli
laga nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Þjóðminjasafn Íslands starfar í almannaþágu og er hlutverk þess að
stuðla sem best að varðveislu menningarminja á landsvísu,
þekkingarsköpun og fjölbreyttri fræðslu um menningarsögu Íslands.
Þjóðminjasafn Íslands leitar að öflugum stjórnanda
Sviðsstjóri kjarnasviðs hjá Þjóðminjasafni Íslands
Þjóðkirkjan – Biskupsstofa leitar að jákvæðum, framsýnum, og skipulögðum leiðtoga til þjónustu við Hafnarfjarðarprestakall.
Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á málefnum þjóðkirkjunnar og vera tilbúinn til að leiða gróskumikið safnaðarstarf
í Hafnarfjarðarprestakalli. Framúrskarandi samskiptahæfileikar og skilningur á mikilvægi góðrar þjónustu eru lykilatriði.
Um er að ræða áhugavert og krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi. Í Hafnarfjarðarprestakalli starfa alls 7 einstaklingar,
sóknarprestur auk 6 annarra.
• Mótar stefnu og framtíðarsýn kirkjunnar í samvinnu
við sóknarnefnd og ber ábyrgð á að framfylgja henni.
• Frumkvæði að fjölbreyttu helgihaldi og annarri
þjónustu kirkjunnar.
• Stuðlar að traustu samstarfi, samskiptum og
upplýsingagjöf við sóknarnefnd.
• Byggir upp sterka liðsheild á meðal starfsfólks
prestakallsins.
• Leitar tækifæra til að auka fjölbreytni í starfi
sóknarinnar og skapa tengingar við nærsamfélagið.
• Þátttaka í að efla starf innan sóknarinnar svo sem
barna- og unglingastarf, sálgæslu og aðra þjónustu
fyrir nærsamfélagið.
• Embættispróf frá guðfræðideild Háskóla Íslands eða frá viðurkenndri
guðfræðideild eða guðfræðiskóla. Biskup Íslands leitar umsagnar
guðfræðideildar Háskóla Íslands um hið síðarnefnda.
• Önnur almenn skilyrði til ráðningar í prestsstarf skv. 38. gr. laga nr.
78/1997, sbr. lög nr. 153/2019.
• Reynsla af því að leiða hóp og skapa sterka liðsheild.
• Vilji til að þjóna og mætir fólki af skilningi og virðingu.
• Hæfileiki til að tjá sig í ræðu og riti á áhugaverðan og sannfærandi hátt.
• Áhugi á starfi og uppbyggingu Þjóðkirkjunnar.
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
• Vilji til að mynda tengsl og vera virkur í hafnfirska samfélaginu.
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
• Innsýn og áhugi á ólíkum samskiptamiðlum.
Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 9. nóvember. Nánari upplýsingar gefur sr. Þórhildur Ólafs í síma 694 8655, Magnús Gunnarsson,
formaður sóknarnefndar, s 665 8910 og Biskupsstofa, s. 528 4000 eða mannaudur@biskup.is. Sækja ber rafrænt um starfið á vef kirkjunnar,
www.kirkjan.is, og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.
Starfssvið: Menntunar- og hæfniskröfur:
Í Hafnarfjarðarprestakalli, sem tilheyrir
Kjalarnesprófastsdæmi, er fjölmenn sókn með
um átta þúsund sóknarbörn. Í prestakallinu
er ein kirkja, Hafnarfjarðarkirkja sem er eitt af
megin kennileitum Hafnarfjarðar og á sér langa
og viðburðarríka sögu innan samfélagsins.
Kirkjan sjálf er afar vel staðsett í hjarta
Hafnarfjarðar og er allur aðbúnaður og aðstaða
til mikillar fyrirmyndar. Gróskumikið starf er
unnið innan kirkjunnar og má þarf nefna barna-
og unglingastarf sem hefur verið í miklum vexti
undanfarin ár. Fjárhagsstaða kirkjunnar er sterk.