Bæjarins besta - 10.01.1990, Page 10
10 BÆJARINS BESTA
þar sem þú ert framkvœmda-
stjóri bœjarsjóðs en ekki bœj-
arfulltrúi.
,,Hvað er pólitík? Hún
getur verið flokksleg og hún
getur líka verið að hafa
skoðanir á hlutunum. Ég tel
að í bæjarmálefnum skipti
flokkspólitík engu máli. Við
hljótum öll að vera sammála
um að hér eigi að vera góð
þjónusta, gott velferðarkerfi
og gott gatnakerfi. Menn
skiptast ekki í flokka eftir
þessum málum, hins vegar
er spurningin hvað á að vera
númer eitt og hvað númer
tvö. Ef það er pólitík þá hef-
ur maður náttúrulega póli-
tískar skoðanir. Ég held líka
að í starfi eins og mínu þá
verður maður að hafa skoð-
anir því annars er maður
bara leiddur áfram og örugg-
lega í ógöngur."
Hvar stendur þú í
flokkspólitíkinni?
,,Ég hugsa að ég standi
hægra megin við miðju en ég
tel mig nú ekki sjá verulegan
mun á t.d. „vinstri sjálfstæð-
ismönnum“ og „hægri kröt-
um“. Og ef maður lítur á Al-
þýðubandalagsmenn sem
eru til hægri í þeim flokki í
dag þá má segja að eini mun-
urinn á þeim og krötum sé
utanríkisstefnan. Áður en þú
komst til að taka þetta viðtal
þá var ég einmitt að velta því
fyrir mér hvernig mér hefur
gengið að vinna með bæjar-
fulltrúunum. Og að öllum
öðrum ólöstuðum, þá finnst
mér að ég hafi átt í gegnum
tíðina einna bestu samskipti
við bæjarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins. Hvaða skýr-
ingar eru á því veit ég ekki
en það hefur verið mjög gott
að vinna með því fólki sem
þar hefur verið í bæjarstjórn.
Á þessu tímabili hafa verið
ör skipti hjá þeim en hver og
einn hefur fyllt skarð fyrir-
rennara síns.
F ramkvæmdaglaðir
bæjarfulltrúar
Varðandi þá fullyrðingu
að ég hafi skoðanir á hlutun-
um þá vil ég taka fram að ég
hef ekki farið dult með þá
skoðun, allan þann tíma sem
ég hef verið hérna, að mér
finnst að mönnum hafi þótt
of gaman af því að standa í
framkvæmdum og það hafi
þurft að leggja meiri áherslu
á að draga þær saman og ná
niður skuldum. Að vísu má
segja að okkur hafi orðið
ágengt að einhverju leyti en
ég hefði viljað sjá betri ár-
angur en blasir við í dag. Ég
hef lengi haldið því fram að
stefna bæjarstjórnar ætti að
vera sú að miða lántökur
þannig að þær verði aldrei
meiri en helmingur af af-
borgunum á hverjum tíma.
Segjum sem dæmi að borga
þurfi 40 milljónir í afborgan-
ir; þá verði lántökur ekki
hærri en 20 milljónir og
framkvæmdir verði látnar
stjórnast af því. Með þessu
móti ætti að vera hægt að ná
skuldum niður í viðunandi
ástand á einu kjörtímabili.
Það ætti hreinlega að setja
það í lög að sveitarfélög
megi ekki fara yfir ákveðið
mark í lántökum og sé þess
þörf þá þurfi þau að sækja
sérstaklega um það til félags-
málaráðuneytisins. Fyrir
þessa skoðun mína hef ég
verið gagnrýndur.
Til þess að bæta upp þann
samdrátt sem verður að vera
í framkvæmdum til að lækka
skuldirnar bendi ég á að
leggja ætti megináherslu á
að fegra umhverfið. Þar er
hægt að ná verulegum ár-
angri án verulegs tilkostnað-
ar og allir yrðu ánægðir. Mér
finnst núna að bæjarfulltrúar
bæði meiri- og minnihluta
séu farnir að átta sig á þessu.
Hins vegar er vandamálið
þessar flokkspólitísku línur.
Á meðan þær eru ríkjandi er
alltaf mjög erfitt að stíga á
bremsuna. Ef það væri hægt
að draga úr allri pólitíkinni í
þessum málum þá væri mun
auðveldara að ná tökum á
hlutum eins og skuldastöðu
bæjarsjóðs. Það skiptir ekki
máli hvort hér er vinstri eða
hægri meirihluti í bæjar-
stjórn, allt þetta fólk hefur
mjög gaman af að standa í
framkvæmdum.
Skuldirnar
vaxa og vaxa
Svo ég nefni tölur um
skuldastöðuna þá voru
skuldirnar hæstar kaupstað-
arins árið 1983. Það ár voru
skuldir 187% af sameiginleg-
um tekjum. í árslok 1989
gerum við ráð fyrir að skuld-
ir séu 177% af sameiginleg-
um tekjum og þar með er
talin skuldin vegna Hlífar.
Ef sú skuld er tekin út úr
dæminu er hlutfallið 155%.
Ef við miðum við árið 1983
þá sést af þessu að við höfum
náð árangri. Ef við miðum
hins vegar við þann punkt
þegar skuldir voru lægstar
árin 83-89 þá hefur staðan
versnað. Árið 1987 var
skuldahlutfallið 119% af
sameiginlegum tekjum. Þess
ber líka að gæta að á síðasta
ári og árinu 1987 þá fór fram
veruleg endurskipulagning á
fjárhagsstöðunni þannig að
nú um áramót er lausafjár-
staðan mjög góð og aldrei
betri síðan ég kom hingað.
Þar af leiðandi á nú að vera
góður grunnur til að byggja á
við að vinda ofan af skuld-
um. í árslok 1988 voru
útistandandi vanskil um 80
milljónir en eru um 20 millj-
ónir núna. Þetta er m.a.
vegna þess að við högum lagt
áherslu á aðfá langtímalán.“
Hlífarmálið á stóran þátt í
að skuldirnar hafa vaxið
jafnmikið og raun ber vitni
um?
„Jú, það er rétt. Hlífar-
dæmið hækkar skuldastöð-
una um 22% Sú lausn sem
fannst á því máli var sú sem
flestir voru ánægðir með,
sérstaklega gamla fólkið, og
ég fullyrði að öll bæjarstjórn
stóð jafnt að þeim ákvörðun-
um sem þar voru teknar og
að enginn getur dregið einn
flokk til ábyrgðar fremur en
annan.
Svo ég tali áfram um bar-
áttuna við skuldirnar þá má
segja að á tímabili náðist
verulegur árangur við að ná
þeim niður. Það verður þó
að viðurkennast að á árun-
um 1988 og 1989 var slakað á
og það sýnir að menn verða
að vera mjög vel vakandi.
Bæjarfulltrúar eru auðvit-
að kosnir til þess að fram-
fylgja því sem bæjarbúar
vilja. Það eru uppi háværar
kröfur um vatnsveitufram-
kvæmdir. Þar erum við að
tala um framkvæmd upp á
a.m.k. 70 milljónir. Það eru
uppi kröfur um nýja sorp-
eyðingarstöð. Talan 40-50
milljónir hefur verið nefnd
en ég held að raunhæfara
væri að tala um 100 milljónir
í framkvæmdakostnað. Við
getum litið á gatnakerfið: Ég
hugsa að það kosti um 80
milljónir að koma því í við-
unandi ástand. Stór hópur
fólks vill að bæjarsjóður fari
af stað og efni samning um
byggingu tónlistarskólahúss.
Sá samningur gerir ráð fyrir
a.m.k. um 40 milljónum
króna úr bæjarsjóði. Við
erum búin að taka yfir gamla
sjúkrahúsið sem á að verða
safnahús. Það kostar ein-
hverja tugi milljóna. Fjöldi
manns ætlast til þess að
ástandið í dagvistarmálum
verði bætt og enn aðrir vilja
koma upp stórri sundlaug
upp á nokkra tugi milljóna
króna. Svona má halda lengi
áfram.
Nú er ég bara að tala um
framkvæmdir sem ekki eru
hafnar, auk áframhaldandi
byggingu íþróttahússins og
framkvæmdir við grunnskól-
ann.
Þrýstihóparnir
bera stóra
ábyrgð
Á bak við þetta allt eru
stórir þrýstihópar sem liggja
í bæjarfulltrúum þannig að
þeim skuldaerfiðleikum sem
þegar fólk er að tala um
skuldastöðuna og að bæjar-
stjórnirnar hafi komið bæn-
um í þessar skuldir þá verður
að hafa í huga að þrýstihóp-
arnir bera stóra ábyrgð. Ég
nefni bara eitt dæmi: Á síð-
astliðnu ári vissu bæjarfull-
trúar varla fyrr en búið var
að fjárfesta í skíðalyftu upp á
15 milljónir króna og þar var
náttúrulega hópur manna á
bak við þá ákvörðun. Miðað
við peningastöðuna þá hefði
verið farsælla að láta þessa
framkvæmd bíða og það var
mín skoðun og sumra bæjar-
fulltrúa einnig. En því miður
með tilliti til fjárhagsstöð-
unnar var þetta látið eftir.
Ég held að kjarni málsins
sé sá að fólk gerir þessar
kröfur án þess að hafa hug-
mynd um hvað framkvæmd-
irnar kosta í milljónum talið.
Það má kannski segja að
stjórnmálamenn, annað
hvort af athugunarleysi eða
skorti á kjarki, hafi ekki gert
nóg af því að koma saman og
ræða þetta mál af hreinskilni
við bæjarbúa frammi fyrir
hverju menn standa. Mín
skoðun er sú að t.d. sé engin
ástæða til að fara af stað með
framkvæmd eins og bygg-
ingu tónlistarskólahúss. Við
höfum húsmæðraskólann og
það ætti að ná samkomulagi
við alla aðila um að tónlist-
arskólinn fái þar inni með
því skilyrði að kvenfélögin
fái yfirráð yfir einhverju hús-
næði þar, t.d. setustofunni
sem ég veit að þeim þykir
vænt um, og gæti orðið
þeirra kjölfesta. En að tala
um að fara af stað með bygg-
ingu tónlistarskóla á meðan
bæjarfélagið stendur í þeim
skuldaerfiðleikum sem við
horfum fram á í dag er að
mínu viti algjört ábyrgðar-
leysi.
Sömuleiðis verða menn að
horfa framan í það að það
eru engin efni til þess að fara
að breyta gamla sjúkrahús-
inu í safnahús næstu árin og
menn verða bara að sætta sig
við þessar staðreyndir. Það
sem bæjarstjórnin þarf að
horfast í augu við núna er að
draga úr þeim framkvæmd-
um sem farnar eru af stað,
þ.e. að hægja á í stað þess að
hefja nýjar og þetta þurfa
bæjarfulltrúar að ræða við þá
þrýstihópa sem á bak við
þessar framkvæmdir standa.
Samningar við ríkið um
framkvæmdir við
t.d.íþróttahúsið þrýsta ekki
á neinar tímasetningar því
að vegna nýju verkaskipt-
ingalaganna virðist ríkið ætla
að rifta öllum slíkum samn-
ingum.
Óttast
kosningaloforðin
Ég hef oft spurt hvernig
bæjarstjórn, sem stendur
frammi fyrir því að hafa ekki
efni á að ljúka byggingu húss
í dag nema með því að taka
lán, ætlar sér á morgun að
reka húsið og borga lánið um
leið. Þegar að skuldadögun-
um kemur verður það af tvö-
földum þunga; annars vegar
rekstrarkostnaður og hins
vegar að greiða upp lántök-
una og vexti af henni.
Hér á ísafirði stöndum við
mjög framarlega með svo til
alla þjónustu sem sveitarfé-
lög veita í dag og fá þeirra
geta hælt sér fyrir það sem
við bjóðum upp á og menn
verða að gera sér grein fyrir
þessu. Þær nýframkvæmdir
sem ég taldi upp áðan kosta
annað eins og skuldastaða
bæjarfélagsins er í dag og
fólk getur bara spurt sjálft
sig hvaða skynsemi er í