Bæjarins besta - 10.01.1990, Page 16
GERIÐ HREINT
FYRIR YKKAR DYRUM Á NÝJU ÁRI.
MIKIÐ URVAL AF RYKSUGUM.
straumur
SILFURGÖTU í — ÍSAFIRÐI
ísafjörður:
Helga Signrðardóttir
íþróttamaður ísafjarðar 1989
Tíu sinnum íslandsmeistari árið 1989.
Besti árangur íslenskrar sundkonu til þessa
y'
Ifjölmennu samsæti sem
bæjarstjórn ísafjarðar
hélt á Hótel Isafirði fimmtu-
daginn 4. janúar sl. hlaut
sundkonan Helga Sigurðar-
dóttir sæmdarheitið íþrótta-
maður ísafjarðar 1989. Bæj-
arstjórn Isafjarðar veitir
þessa viðurkenningu fyrir
besta íþróttaárangur á árinu
að fenginni tillögu íþrótta-
ráðs. Forseti bæjarstjórnar,
Kristján Jónasson, afhenti
Helgu þau verðlaun sem
sæmdarheitinu fyigja og
sagði síðan í stuttu ávarpi:
„Helga hfur æft sund síð-
an 1982 og hefur alltaf sýnt
áhuga og eljusemi. Sitt fyrsta
íslandsmet setti Helga árið
1984 í 50 m skriðsundi
telpna. Árið 1985 var hún
valin í fyrsta sinn í landslið
íslands í sundi og hefur verið
þar fastamaður síðan.
Tvisvar hefur hún verið valin
til að keppa á smáþjóðaleik-
unum, árin 1987 og 1989. í
fyrra sinnið var hún ekki í
aðalhlutverki hvað varðar
verðlaun og afrek en 1989
stóð Helga sig frábærlega
vel, sigraði í fimm greinum
og var önnur í einni. Helga
varð tíu sinnum íslands-
meistari 1989, bæði í ein-
staklingsgreinum og boð-
sundi og er það mesta afrek
íslenskrar sundkonu frá upp-
hafi. f júlí síðastliðnum var
Helga ein af fimm keppend-
um íslands á Evrópumeist-
aramótinu í sundi, stóð sig
þar vel að vanda og setti ís-
landsmet í 400 m skriðsundi
kvenna og er það hennar
fyrsta íslandsmet í kvenna-
flokki en örugglega ekki það
síðasta. Nafn Helgu er nú
orðið það þekkt í sundheim-
inum að henni hefur verið
boðið að koma til Bandaríkj-
anna þar sem sund er í hæt-
um gæðaflokki og keppa og
æfa með háskóla þar.“
f samsætinu, sem sátu um
100 manns, afhenti formaður
Í.B.Í., Jóhann Torfason,
viðurkenningar fyrir íþrótta-
afrek á árinu 1989 því í-
þróttafólki sem setti íslands-
met, hlaut
íslandsmeistaratitil eða
komst í landslið. Þessar við-
urkenningar hlutu 20 ung-
lingar frá Sunddeild Vestra,
16 frá Boltafélagi ísafjarðar
og 15 frá Skíðafélagi ísa-
fjarðar. Fulltrúar frá öllum
starfandi íþróttafélögum á
ísafirði fluttu stutt ávörp og
sögðu frá starfinu á síðast-
liðnu ári og hvcrju væri helst
stefnt að á þessu ári.
Síðasti ræðumaður, Magn-
ús Reynir Guðmundsson,
sem talaði sem fulltrúi
íþróttafélags fatlaðra, sagði
m.a. að hið mikla íþrótta-
starf á ísafirði væri hið besta
æskulýðsstarf. íþróttir væru
öllum mikilvægar, þó engum
Fj órðungssj úkrahúsið:
Fyrsta
barn ársins
ÞAU Ásrún Ásgeirsdóttir og Gylfi Þóröarsson, Bakka-
stíg 9 í Bolungarvík, eignuðust fyrsta barn ársins á
Vestfjörðum. Það var drengur sem fæddist miðvikudaginn
3. janúar. Hann vó 3900 grömm (tæpar 16 merkur) við
fæðingu og var 52 sm.
Helga Sigurðardóttir sundkona þótti vel að titlinum ,,fþrótta-
maður ísafjarðar44 komin.
meira virði en þeim sem eru
fatlaðir og ættu menn að
vera jákvæðir í þeirra garð
og hjálpast að við að gera
þeim kleift að stunda íþrótt-
ir.
Umferðarslys:
Bíll niður í fjöru
á Arnarnesi
Bíllinn gjörónýtur en enginn
meiddist alvarlega
UM miðjan dag á sunnu-
dag fór fólksbíll út af á
Arnarnesi og endastakkst
niður í fjöru. Bílinn er talinn
gjörónýtur eftir velturnar.
Bíllinn var á leið frá ísafirði
til Súðavíkur er slysið varð
við beygjuna á Arnarnesi.
Þrír fullorðnir og eitt barn
voru í bílnum en lítil meiðsli
urðu á fólki. Ökumaðurinn
var í bílbelti.
,,Fyrir einhverja undra-
verða mildi þá skriðu allir
heilir út úr þessu flaki“ sagði
Halldór Jónsson í Súðavík í
samtali við BB, en hann er
eigandi bílsins og var einn
farþega. „Bíllinn er gjöró-
nýtur en við sluppum öll
ómeidd utan að ég fékk smá-
skrámu sem ekki er orð á
gerandi í svona tilfelli. Það
var launhált þarna, snjóföl á
veginum og glerasvell undir.
Bíllinn fór út af og skrúfaðist
niður á framhornið, spannst
niður, endastakkst og endaði
svo á hliðinni. Það má því
segja að það hafi verið lán í
óláni að ekki fór verr“ sagði
Halldór.