Bæjarins besta - 10.01.1990, Page 2
2
BÆJARINS BESTA
NYJAR
MYNDIR
VIKULEGA
SPYDER
Leynilögreglumaðurinn
Brad Spyder er í hefndar-
hug. Félagi hans, Lee, var
myrtur á Hawaii og
bendlaður við harðskeyttan
eiturlyfjahring. Spyder
ætlar að finna morðingja
hans og hreinsa mannorð
hins látna félaga síns.
Hann fer til Hawaii og fyrr
en varir er hann staddur í
heimi eiturlyfjasmyglara,
ofbeldis og morða og líf hans
er f veði...
JR-VIDEO
VIÐ NORÐURVEG
S 4299
TARZAN IN MANHATTAN
Tarzan (Joe Lara) er
kominn til frumskógar
nútímans... New York
borgar.
Ahyggjulausri til veru
Tarzans er ógnað þegar
bandarískir veiðimenn
drepa apamóður hans og
ræna félaga hans, apanum
Cheetah, og fara með hann
til Ameríku. f hefndarhug
ferTarzan til New York. Þar
nýtur hann hjálpar Jane
(Kim Crosby) og hins
furðulega föður hennar
Archie (Tony Curtis). En
leitin að Cheetah reynist
fullt eins hættuleg og verstu
ógnir frumskógarins.
Hólmavík:
Haldið upp á hundrað
ára verslunarafmæli
HÓLMAVÍK hefur nú
bæst við þá staði þar
sem Bæjarins besta er dreift
á Vestfjörðum og vonum við
að íbúar þar verði duglegir
við að láta okkur vita af
fréttnæmum viöburðum.
Tímasetning á komu blaðs-
ins til Hólmavíkur fer til að
byrja með eftir ferðum flutn-
ingabílanna, en eftir því sem
BB kemst næst, eru Stranda-
menn ýmsu vanir þegar að
samgöngumálum kemur og
kippa sér ekki upp við það þó
pósturinn sé vikugamall þeg-
ar hann berst.
Fyrsta fréttin okkar frá
Hólmavík er að sjálfsögðu af
hundrað ára verslunarafmæli
staðarins sem haldið var upp
á með afmælisveislu sem
sveitarfélagið bauð til þann
3. janúar í grunnskólanum.
Um 300 manns mættu í kaff-
ið og verður það að teljast
nokkuð gott, því íbúar eru
um 460 talsins og hefur þeim
reyndar fjölgað um 13 síðan
1. desember 1988 og er það
eini þéttbýlisstaðurinn á
Vestfjörðum sem hefur bætt
við sig íbúum á árinu.
Bók um
Hólmavík
urinn Óli E. Björnsson, sem
búscttur er á Akranesi, hef-
ur í fjölda ára safnað gögn-
um og myndum um hús á
Hólamvík, sögu þeirra og
íbúa og stefnt er að því að
bókin komi út í sumar. Þá
var samþykkt að minnast
bæði verslunarafmælisins og
60 ára afmælis Skógræktarfé-
lags íslands með því að taka
þátt í átaki félagsins í land-
græðslu árið 1990 og gróður-
setja 8-10.000 trjáplöntur í
Kálfanesborgum fyrir ofan
staðinn í vor.
Þá söng kór Hólmavíkur-
kirkju og Leikfélag Hólma-
víkur sá um skcmmtiatriði. í
lokin sá síðan Björgunar-
sveitin Dagrenning um flug-
eldasýningu sem tókst afar
vel enda veður stillt og gott.
Þess má síðan geta að
helgina 27.-29. júní á að
halda aðalafmælishátíðina
og fer hún að miklu leyti
fram úti. Undirbúningur er
þegar hafinn og verður
margt um að vera, m.a. mun
forseti íslands koma í opin-
bera heimsókn.
Löggiltur
verslunarstaður
árið 1890
1888. Tvær fjölskyldur
bjuggu þar, sú seinni fjöl-
skylda Stefáns frá Hvítadal.
Árið 1895 var fyrsta verslun-
arhúsið, Langi skúr, byggt af
Birni Sigurðssyni kaupmanni
og síðar bankastjóra. Árið
1896 tók kaupmaðurinn
R.P. Riis við versluninni og
1897 byggði hann Riis-hús
sem enn stendur og er elsta
húsið á Hólmavík. Ári síðar
var Verslunarfélag Stein-
grímsfjarðar stofnað og það
varð síðar að Kaupfélagi
Steingrímsfjarðar. Kaup-
félagið rekur þá verslun sem
í dag fer fram á Hólmavík í
nýju og glæsilegu húsi sem
tekið var í notkun í fyrra.
Þar eru matvöru -vefnaðar -
og búsáhaldadeild til húsa og
í eldra húsinu er rekin bygg-
ingarvörudeild. Kaupfélagið
á dótturfyrirtækið Hrað-
frystihús Drangsnes, það
rekur fiskvinnslu, rækju-
verksmiðju og stærsta slátur-
hús á Vestfjörðum. Það á
einnig meirihluta í Hólma-
drangi h.f. sem á meirihluta í
Drangavík. Það má því segja
að verslun sé blómleg á
Hólmavík í dag, hundrað
árum eftir að Kristján 9. lög-
gilti hana sem verslunarstað.
Brynjólfur Sæmundsson
oddviti flutti hátíðaræðu og
sagði m.a. annars frá sam-
þykktum hreppsnefndar sem
gerðar voru á hátíðafundi
fyrr um daginn. Sú fyrri var
samþykkt um að gefa út bók
um Hólmavík. Hólmvíking-
Þann 3. janúar 1890 gaf
Kristján 9. út lög um að
Hólmavík væri löggiltur
verslunarstaður enda þótt
ar væri að vísu enginn íbúi.
kringum 1880 var þar byggt
einn bær en hann fór í eyði
ísafjarðarkaupstaður
Hússtjórnarskólinn Ósk
í vetur verður boðið upp á eftirtalin nám-
skeið:
- Almenn matreiðsla - matreiðsla fyrir kokka á
bátum - vefnaður - fatasaumur - bútasaumur
- keramik - postulínsmálun - framreiðsla og
borðskreytingar - sjávarréttir - pottréttir -
kjötréttir - smáréttir - ábætisréttir - síldarrétt-
ir - ostaréttir - gerbakstur - glóðarsteiking -
heilsufæði - smurt brauð.
Upplýsingar og pantanir í síma 3025.
Skólastjórí
<*>
JD
Tískuverslunin Caskó
Mjallargötu 5, ísafirði, S 4420
meiriháttar ÉTSALA
HEFST Á FÖSTUDAG.
Erum með meðal annars:
Gallabuxur frá kr. 590.-
Dömublússur fra kr. 500.-
Herraskyrtur fra kr. 500.-
og'margt margt fleira.
Sjón er sögu ríkari.
Opið mánud.-fimmtud.frákl. 13-18
föstudagafrákl. 13-20
laugardagafrákr. 10-14.