Bæjarins besta - 09.01.1991, Page 4
4
BÆJARINS BESTIA
Seljalandsdalur:
Skíðasvæðið opnað
almenningi
BÆJAMSBESR
Óháð vikublað
á Vestfjörðum
Útgefandi:
H-prent hf.
Sólgata 9, ísafjörður
® 4560
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
a 94-4277 & 985-25362
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson
S 94-4101 & 985-31062
Blaðamaður:
Sigurjón J. Sigurðsson
S 94-4277 & 985-25362
Útgáfudagur:
Miðvikudagur
Upplag:
3800 eintök
Ritstjórnarskrifstofa
og auglýsingamóttaka:
Að Sólgötu 9 ® 94-4570
Fax S 4564
Setning, umbrot
og prentun:
H-prent hf.
BÆJARINS BHSTA er aðUi að
samtökum bæjar- og
héraðsfréttablaða og
upplagseftirliti
Verslunarráðs.
Eftirprentun, hljóðritun,
notkun ljósmynda og
annars efnis er óheimil
nema heimilda sé getið.
&KÍÐASVÆÐIÐ á Selja-
ándsdal verður að öllum
líkindum opnað almenningi í
næstu viku. Frekar lítill
snjór mun vera á Dalnum
þrátt fyrir mikið fannfergi að
undanförnu og kenna menn
því um að ekki hefur verið
SLIPPSTÖÐIN á Akur-
eyri hefur ákveðið að
gefa Menntaskólanum á ísa-
firði vélarrúmslíkan, til
notkunar við kennslu í vél-
stjórnarfræðum.
Er þetta í annað skiptið
sem Slippstöðin gefur slíka
gjöf en áður hefur Verk-
menntaskólinn á Akureyri
fengið vélarrúmslíkan.
Líkanið mun verða afhent
forráðamönnum skólans við
hægt að troða snjóinn jafn-
óðum þar sem snjótroðari
svæðisins hefur verið úr leik
að undanförnu vegna við-
halds.
Hafsteinn Ingólfsson um-
sjónarmaður skíðasvæðisins
á Seljalandsdal sagði í sam-
hátíðlega athöfn innan tíðar.
Að sögn kunnugra er hér um
stórgjöf að ræða sem á eftir
tali við blaðið að nú stæði
yfir umfangsmikið viðhald á
snjótroðara svæðisins sem
lyki að öllum líkindum á
helginni og ætti troðarinn að
vera tilbúinn í slaginn í byrj-
un næstu viku. f>á fyrst væri
hægt að segja til um hvernig
að hjálpa mjög til við
kennslu í vélstjórnarfræðum.
-s.
snjóalög væru og í hvernig
ástandi Dalurinn væri. Þó
yrði reynt að opna skíða-
svæðið almenningi í næstu
viku.
ísafjörður:
Fundur
um
sorg
SAMTÖK um sorg og
sorgarviðbrögð í ísa-
fjarðarprófastdæmi halda
fund á ísafirði í næstu
viku.
Fundurinn yerður hald-
inn í safnaðarheimili ísa-
fjarðarkirkju næstkom-
andi þriðjudagskvöld 15.
janúar og stendur frá kl.
20,30 til kl. 22.00. Allir
eru velkomnir á fundinn.
ísafjörður:
Menntaskólinn
fær góða gjöf
- Slippstöðin á Akureyri hefur ákveðið að gefa skólan-
um vélarrúmslíkan til notkunar við kennslu
• Menntaskólinn á ísafirði.
RITSTJÓRN
Tvö núll
Áratugur er síðan vitleysan í þjóðfélaginu
var komin á það stig að ákveðið var að færa
okkur nær raunveruleikanum með því að
klippa tvö núll aftan af verðlausri krónu í
trausti þess, að með verðmeiri peninga milli
handa breyttist hugsunarháttur manna og
verðmætamat.
Hver er árangurinn? Hvar er nýkrónan?
Þegar núllin fuku höfðu menn það í flimt-
ingum, hvað orðið hefði af þeim. í nýkrónum
náði gamli milljón króna glæsivagninn allt í
einu ekki reiðhjólavirði í þeim gömlu talið.
Það varð aftur pláss fyrir núllin í gömlu góðu
sjóðsbókunum og reiknivélarnar, sem áttu
ekki lengur stafafjölda fyrir alla summuna,
urðu aftur nýtilegar.
Fyrir núllklippinguna höfðum við bæði átt
bréfkrónu og flotkrónu. Bréfkrónan var all
nokkru fyrr á ferðinni og var helsti eiginleiki
hennar að hún leystist upp í vatni. Hin krónan
flaut aftur á móti á vatni, eins og nafnið bend-
ir raunar til. Eftir á að hyggja hafa báðar
krónurnar verið ágætlega í takt við tímann.
Nýkrónan er að mestu týnd. Skýringin á
hvarfi hennar gæti verið sú, að fyrir tíu árum
var ekki búið að finna upp þjóðarsáttina og þá
áttum við engann bjargvætt. Og kannske fór
því sem fór. En þetta væri mikil einföldun.
En, hvað varð um núllin sem við tókum aft-
an af krónunni?
Þegar litast er um í þjóðfélaginu gæti manni
til hugar komið að núllunum tveimur sem
krónan missti hefði verið bætt aftan við íbúa-
fjölda landsins. Fjárfestingaræðið, bruðlið og
oflátungshátturinn er slíkur, að ekki nokkrum
heilvita manni dettur í hug að hér búi þjóð,
sem er ekki fjölmennari en meðal sveitaþorp
úti í hinum stóra heimi.
Hvert sem litið er blasir vitleysan við. Af
umfangi fjárfestinga mætti ætla að hér byggi
tugmilljóna þjóð en ekki innan við 300 þús-
und hræður.
Það er ekki nokkrum vafa bundið hvar núll-
in af gömlu krónunni lentu. Afleiðingarnar
blasa við. Gjaldþrot „risafyrirtækjanna" segja
sína sögu.
Hvort sem við eigum eftir að standa í þeim
sporum aftur að klippa aftan af krónunni eða
ekki, ættu vítin að verða okkur til varnaðar.
s.h.