Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020
.......... þegar við metum
kostina, gæðin og verðið.
Er svarið:
Youtube kynning á:
https://youtu.be/cPx7PPYvNUM
Kraftmikill, léttur og lipur.
Með 4kg Lithium rafhlöðu er
Microlift lítið þyngri, en handtjakkur
50% afsláttur á auka lithium rafhlöðu.
Ragnhildur Þrastardóttir
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
Hallur Már Hallsson
Sögulegur áfangi náðist í baráttunni
við kórónuveiruna klukkan 9 í gær-
morgun þegar Þorleifur Hauksson,
heimilismaður á hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð í Breiðholti, var fyrstur
íbúa dvalarheimila til að vera bólu-
settur. Hann kvað það ekki hafa
verið vont að fá sprautuna.
Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær bárust 10 þúsund
skammtar til landsins sl. mánudag
af bóluefni frá Pfeizer og BioNTech.
Gefa þarf hvern skammt tvisvar
með þriggja vikna tímabili. Talið er
að skammtarnir dugi fyrir 6.000
manns.
Landspítalinn hóf bólusetningar í
gær á framlínustarfsfólki sínu. Fóru
þær fram í matsal Landspítalans í
Skaftahlíð 24 klukkan 10. Spítalinn
fékk 770 skammta af bóluefninu og
er reiknað með því að það taki um
tvo daga að nota klára þessa
skammta.
„Þetta var rosalega lítið mál“
Hilma Ýr Davíðsdóttir var meðal
þeirra fyrstu á Landspítalanum til
að vera bólusett gegn Covid-19 í
gærmorgun. Hilma starfar sem
hjúkrunarfræðingur á bráða-
móttökunni. „Þetta var rosalega lít-
ið mál og ég fann ekkert,“ sagði
Hilma um bólusetninguna.
Telur Hilma að eftir bólusetn-
inguna verði hún öruggari í
vinnunni og það sé gott að hugsa til
þess að þá muni hún ekki smita
sjúklinga sem eru viðkvæmir.
Aukavinnan lögð niður
Dagbjört H. Kristinsdóttir
hjúkrunarfræðingur var meðal
þeirra bólusetjara sem fram-
kvæmdu fyrstu bólusetningarnar á
starfsfólki Landspítalans. Dag-
björt hefur meðal annars starfað
þetta árið á Covid-göngudeildinni
við að hringja í þá sem greinast og
segir álagið búið að vera mjög
mikið. „Ég vinn hörðum höndum
að því að leggja niður þessa auka-
vinnu mína á Covid-göngudeildinni
núna með því að bólusetja, ég vona
að það virki,“ sagði Dagbjört við
blaðamann.
Hún segir bólusetningarnar hafa
gengið vel. „Það er mjög gaman að
fá að taka þátt í þessu hérna meg-
in frá og vera að bólusetja.“
Dagbjört segist líklega verða
bólusett í seinni hópnum enda sé
hún ekki í forgangshópi þar sem
hún sé ekki í beinum tengslum við
sjúklingana þó hún hringi í þá.
Hún segist skilja vel að fólk fagni
þessum degi. „Besta, besta leiðin
til að loka árinu,“ sagði Dagbjört.
Byrjun á lokakafla
„Það er mikill léttir að vera að
byrja þennan vonandi lokakafla í
farsóttinni,“ sagði Páll Matthías-
son, forstjóri Landspítalans, og
tók undir að bólusetningarnar
væru góð leið til að ljúka árinu.
Hann benti þó á að landsmenn
gætu ekki leyft sér að slaka á
sóttvörnum fyrr en nær öruggt
væri að hjarðónæmi væri komið í
raun.
Í gær og í dag verða á áttunda
hundrað starfsmenn spítalans og
sjúklingar á öldrunardeildum spít-
alans bólusettir.
Hversu langan tíma tekur að
bólusetja starfsfólk Landspítalans
fer eftir því hversu fljótt bóluefnið
berst. „Við getum auðveldlega
bólusett hundruð einstaklinga hér
á hverjum degi með öruggum
hætti. Takmarkandi þáttur er því
ekki geta okkar heldur það hversu
hratt bóluefnið berst. Við vonum
bara það besta þar, við erum með
allar klær úti,“ sagði Páll.
Hann sagðist ekki finna annað
en að starfsfólk Landspítalans
væri spennt fyrir bólusetningunni.
„Enda höfum við þurft að horfa
upp á það hvaða skaðvaldur þessi
veira getur verið.“
Fyrstu umferð lýkur í dag
Alls höfðu 1.500 verið bólusettir
á höfuðborgarsvæðinu í gær er
mbl.is ræddi við Óskar Reyk-
dalsson, forstjóra Heilsugæsl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
Sagði hann bólusetninguna hafa
gengið vel fyrir sig.
Þá sé stefnt að því að ljúka
fyrstu umferð bólusetninga í dag
og munu þá 5.000 Íslendingar hafa
verið bólusettir.
Ljósmynd/Almannavarnir
Klukkan 9 Elías Eyþórsson var meðal fjögurra fyrstu heil-
brigðisstarfsmanna til að fá bóluefnið beint í æð í gær.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Klukkan 10 Dagbjört H. Kristinsdóttir gefur Sasan Má No-
bakht, deildarlækni á Landspítala, bóluefni í Skaftahlíðinni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Klukkan 14:30 Starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
fékk fyrstu skammta bóluefnis í sig eftir hádegi í gær.
„Besta leiðin til að loka árinu“
Bólusetningar gegn kórónuveirunni hófust í gær Byrjað á heilbrigðisstarfsfólki í framlínu og
eldra fólki á hjúkrunarheimilum Lokið verður við að bólusetja 5.000 fyrstu Íslendingana í dag
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Klukkan 10 Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Breiðholti, var fyrstur Íslendinga á hjúkr-
unarheimilinu til að fá bóluefni gegn kórónuveirunni. Hann sagðist varla hafa fundið fyrir stungunni.
Sjúklingur á áttræðisaldri lést í
fyrradag á Landspítala af völdum
kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir greindi frá þessu á
150. upplýsingafundi almannavarna
og landlæknis í gær. Þá höfðu alls 29
látist af völdum Covid-19 á Íslandi.
Af þeim létust tíu í fyrstu bylgju far-
aldursins og í þeirri þriðju eru 19
látnir.
Þórólfur sagði að ellefu manns
hefðu greinst með breskt afbrigði
kórónuveirunnar á landamærunum
skömmu fyrir jól. Fólkið var flest að
koma frá Bretlandi en einn frá Dan-
mörku. Alls hafa þrettán greinst hér
með breska afbrigðið. Það er talið
geta verið allt að 70% meira smitandi
en önnur afbrigði veirunnar. Þórólfur
benti á að hér væru öll smit rað-
greind og það kynni að skýra hvað
mörg smit bresku veirunnar hefðu
greinst hér hlutfallslega.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðar-
yfirlögregluþjónn minnti á að barátt-
unni væri ekki lokið þótt bólusetn-
ingar væru hafnar. Hann hvatti fólk
til að viðhafa áfram þær sóttvarna-
ráðstafanir sem við kunnum svo vel
til að slíta smitkeðjuna. Rögnvaldur
sagði að líkt og svo margt annað á
þessu ári yrðu áramótin frábrugðin
því sem við ættum að venjast. Nú
væri tækifæri til að prófa „lág-
stemmd og innileg áramót“ með þeim
sem okkur þykir vænst um og til-
heyra áramótakúlunni okkar.
Alma Möller landlæknir sagði að
hér á landi hefðu um 7.500 manns
greinst smitaðir af nýju kórónuveir-
unni. Þar af hefðu 316 þurft að leggj-
ast á sjúkrahús og 53 farið á gjör-
gæsludeild. Umtalsverður hluti
þeirra sem veiktust hefði glímt við al-
varleg eftirköst og sumir jafnvel orð-
ið óvinnufærir.
Óskar Reykdalsson, forstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
sagði að þrátt fyrir að hér hefðu 29
látist vegna Covid-19 væri það hlut-
fallslega lítið. Í Svíþjóð hafa t.d. um
8.300 látist sem jafngildir því að um
300 væru látnir hér. Í Bandaríkj-
unum deyja um 3.000 manns á dag
sem jafngildir þremur dauðsföllum á
dag hér á landi. gudni@mbl.is
13 með breskt afbrigði
Alls 29 látnir í faraldrinum Lágstemmd áramótagleði
Kórónu-
veirusmit
Heimild:
covid.is
Nýgengi innanlands:
28,9 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
142 eru með virkt smit og í einangrun
246 einstaklingar eru í sóttkví
23 eru á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu
Nýgengi, landamæri: 16,9
7 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring
29 einstaklingar eru látnir
Bólusetning við kórónuveiru