Morgunblaðið - 30.12.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Ríkisútvarpið er nýkomið meðnýjan þjónustusamning sem
gildir út árið 2023 og hyggst af því
tilefni halda áfram að brjóta lög um
hlutleysi í fréttaumfjöllun. Þegar
sóttvarnayfirvöld með heilbrigð-
isráðherra í broddi fylkingar tóku
við bóluefnum í
fyrradag með ræðu-
höldum og fjöl-
menni sem var langt
yfir sóttvarnamörk-
um gerði Rúv. enga
kröfu um afsögn
nokkurs manns og
gerði yfirleitt ekk-
ert mál úr þessu
samkvæmi. Og þó
að heilbrigð-
isráðherra stæði
grímulaus í fjöl-
menninu og ræddi
við fjölmiðla var ekkert fundið að
því og ráðherrann ekki spurður
ítrekað út í afsögn.
Þegar forsætisráðherra var ífaðmlögum við Seyðfirðinga,
ekki alla grímuklædda, gerði Rúv.
enga tilraun til að knýja fram af-
sögn. Rúv. frétti ekki einu sinni af
þessum málum.
Og þetta voru svo sem ekki stór-mál, bara tvö dæmi um yf-
irsjónir og hvorug afsagnarsök. En
ef Rúv. héldi í heiðri lög sem um
það gilda og kveða á um hlutleysi
verður ekki séð hvernig þessi rík-
isstofnun gæti komist hjá því að
ræða afsögn við þessa tvo ráðherra.
Og það ítrekað.
En þessir ráðherrar eru að vísu ívinstri grænum. Væru þeir í
öðrum hvorum hinna stjórnarflokk-
anna þarf ekki að efast um hvernig
tekið yrði á þessum augljósu brot-
um.
Og því miður bendir ekkert til aðþessi tvískinningur stofnunar-
innar sé á undanhaldi, nema síður
sé.
Tvískinnungur
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hefðbundin nýársmóttaka forseta
Íslands, sem jafnan hefur verið á
fyrsta degi ársins, fellur niður að
þessu sinni vegna sóttvarnareglna.
Aðrir atburðir á forsetasetrinu um
áramótin verða skv. hefðum en þó
með breyttum brag, segir í tilkynn-
ingu frá forsetaembættinu.
Ríkisráðsfundur verður á Bessa-
stöðum á gamlársdagsmorgun, en í
tilkynningu er fjölmiðlafólk beðið að
virða sóttvarnareglur, fjarlægðar-
mörk og grímuskyldu. Ríkisráð er
skipað ráðherrum og forseta Íslands
sem jafnframt stýrir fundum þess. Í
ráðinu eru lög og aðrar mikilvægar
stjórnarráðstafnir bornar upp við
forseta til staðfestingar.
Orðuveiting verður á Bessastöð-
um á nýársdag og hefst hún kl. 14:15.
Reglur um sóttvarnir ráða því að
sérstök athöfn verður fyrir hvern
orðuþega og mun sá síðasti mæta kl.
17:30. Í kjölfarið verður listi yfir
fólkið sem sæmt er fálkaorðu birtur
á vef forsetaembættisins.
Löng hefð er fyrir því að heiðurs-
merki hinnar íslensku fálkaorðu séu
veitt á nýársdag og á þjóðhátíðar-
daginn ár hvert. Orður fær fólk sem
sinnt hefur mikilvægum verkefnum í
þágu samfélagsins, síðast fjórtán
manna hópur, svo sem þríeyki al-
mannavarna. sbs@mbl.is
Öðruvísi áramót á Bessastöðum
Sóttvarnir í hávegum Athöfn fyrir
hvern orðuþega Nýársmóttöku aflýst
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bessastaðir Lágstemmd áramót á
forsetasetrinu að þessu sinni.
Birgir Svan Sím-
onarson, kennari og rit-
höfundur, lést 25. des-
ember síðastliðinn á
líknardeild Landspítala
í Kópavogi, 69 ára að
aldri, eftir langa bar-
áttu við krabbamein.
Birgir Svan fæddist
3. nóvember 1951. For-
eldrar hans voru Elín
Friðriksdóttir hús-
móðir og verkakona og
Símon Guðjónsson
skipstjóri.
Birgir lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1974 og kenn-
araprófi frá KHÍ 1991. Hann
stundaði sjómennsku um nokkurra
ára skeið og starfaði við kennslu og
uppeldisstörf við skóla og stofnanir
víða um land. Hann var for-
stöðumaður sérskólans Hvamms-
húss í Kópavogi fyrir börn á aldr-
inum 14-16 ára frá árinu 2000 til
2011 og vann eftir það ýmis ráðgjaf-
arstörf.
Birgir Svan gaf út yfir 20 ljóða-
bækur um ævina, þær fyrstu voru
Nætursöltuð ljóð og Hraðfryst ljóð,
sem komu út á árunum 1975-1976,
og vöktu mikla athygli. Þóttu ljóð
hans einkennandi fyrir þann stíl sem
einkenndi ljóðskáldin á
þessum tíma: í stað
stuðla og höfuðstafa
innihéldu ljóðin sam-
félagslega gagnrýni,
óheflað tungutak og
sterkt myndmál.
Birgir tilheyrði ýms-
um skáldahópum á sín-
um ferli, þar á meðal
Listaskáldunum vondu
þar sem Megas, Stein-
unn Sigurðardóttir,
Sigurður Pálsson,
Birgir Svan og fleiri
ferðuðust um landið og
lásu ljóð. Ljóða-
upplestur þeirra í Háskólabíói er lík-
lega stærsti og frægasti ljóða-
upplestur íslenskrar bókmennta-
sögu.
Birgir Svan sagði í samtali við
Morgunblaðið þegar hann varð sex-
tugur, að hann hefði verið óhræddur
við að gera tilraunir við ljóðasmíð-
arnar.
„Ég hef dálítið litið á mig sem
blaðamann í ljóðlistinni,“ sagði hann,
„litið á ljóðlistina sem blaðamennsku
frá greiningardeild tilfinninganna.“
Eiginkona Birgis Svans var Stef-
anía Erlingsdóttir, þau skildu. Synir
þeirra eru Steinar Svan og Símon
Örn.
Andlát
Birgir Svan Símonarson,
kennari og rithöfundur