Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020
✝ Sverrir OddurGunnarsson
fæddist í Hafn-
arfirði 11. júlí
1953. Hann lést á
heimili sínu, Svö-
luási 40, Hafn-
arfirði, 19. desem-
ber 2020.
Foreldrar hans
voru Gunnar Ás-
mundsson bak-
arameistari, f. 29.
september 1922, d. 10. október
2006 og Sigríður Oddný Odds-
dóttir húsmóðir, f. 11. nóv-
ember 1926.
Sverrir Oddur átti fjögur
systkini: 1) Ólafur H. Ólafsson,
f. 26. september 1944, d. 10.
mars 2013, maki Jakobína
Cronin, f. 12. janúar 1943.
bjó þar í 39 ár. Fluttist á
heimili fyrir fatlaða á Kletta-
hrauni árið 1992 og svo það-
an á heimili fyrir fatlaða í
Svöluás í desember 2010.
Hann gekk í leikskóla á
Hörðuvöllum í Hafnarfirði
og þaðan lá leiðin á Lyngás
v/Safamýri í dagvistun. Síð-
an tók Lækur og Lækjarás
við þar sem Sverrir stundaði
vinnu og fékk þjálfun. Ekki
var boðið upp á hefðbundna
skólagöngu fyrir fatlaða á
þessum tíma eins og gert er í
dag.
Útför Sverris verður gerð
frá Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði í dag, 30. desember
2020, og hefst athöfnin
klukkan 13. Vegna aðstæðna
í þjóðfélaginu verða einungis
nánustu ættingjar og vinir
viðstaddir.
Streymt verður frá athöfn-
inni: https://youtu.be/
JuByerO3YS4/ Virkan hlekk á
slóð má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Eiga þau eina
dóttur og 5 barna-
börn. 2) Kristín, f.
30. nóvember
1950, d. 22. júní
1967. 3) Guðrún
Gunnarsdóttir, f.
28. september
1957, maki Gústaf
Adolf Björnsson, f.
29. júní 1957. Eiga
þau 3 börn og 2
barnabörn. 4) Val-
gerður Jóhanna Gunn-
arsdóttir, f. 11. nóvember
1960, maki Stefán Snær Kon-
ráðsson, f. 20. desember 1958.
Eiga þau 3 börn og 3 barna-
börn.
Sverrir Oddur bjó alla sína
tíð í Hafnarfirði. Fæddist og
ólst upp á Suðurgötu 28 og
Þá hefur hann Sverrir Odd-
ur bróðir minn lagt upp í sína
hinstu för. Fráfall hans kom
okkur á óvart þótt að við viss-
um að á undanförnum árum
hefði heilsu hans hrakað nokk-
uð.
Sverrir fæddist með fötlun
sem kom ekki í ljós strax við
fæðingu. Fötlunin ágerðist með
árunum og hafði veruleg
Valgerður (Vala) systir
og fjölskylda.
Laugardagur 19. des. Sím-
talið var erfitt. Við vorum ný-
komin heim eftir að hafa fellt
jólatré hjá Skógræktinni í
Mosó. Símtalið kom frá Svö-
luási þar sem Sverrir bjó.
Hann hafði fengið hjartaáfall
og var allur. Hann var okkur
öllum í fjölskyldunni mjög svo
kær. Alltaf var spurt hvernig
hefur Sverrir það? Hann fædd-
ist fatlaður og var með CP-
hreyfihömlun. Við fjölskyldan
bjuggum í húsi með stórri lóð
þar sem hann naut sín m.a. á
hlaupahjóli og í leik með bolta.
Boltinn var alltaf stutt undan
bæði í leik og í þjálfuninni
hans. Honum fannst mjög
skemmtilegt ef hann gat látið
okkur hafa fyrir því að ná í
boltann og lét gleði sína í ljós
þegar honum tókst vel upp.
Sverrir bjó við mjög svo gott
atlæti hjá foreldrum sínum og
systkinum. Meirihluta ævi
sinnar naut hann þjónustu Áss
styrktarfélags bæði við vinnu
og þjálfun. Hjá Styrktarfélag-
inu er leitast við að mæta þörf-
um fólks á hinum mismunandi
aldursskeiðum. Sverrir var
sína æsku í Lyngási og þá
eignaðist hann sinn besta vin,
Aðalstein Sverrisson. Foreldr-
ar þeirra sáu um aksturinn
lengi vel í Lyngás og til baka í
Hafnarfjörðinn. Ég var rétt
komin með bílpróf þegar ég
sótti þá öðru hvoru og fannst
það mjög skemmtilegt. Hann
var síðan í Læk og eftir það í
Lækjarási og naut hann þess
að vera á þessum stöðum. Við
fjölskyldan getum ekki nóg-
samlega þakkað fyrir þennan
langa tíma sem hann naut
þjónustu Styrktarfélagsins.
Einnig sótti hann námskeið hjá
Fullorðinsfræðslu fatlaðra og
Fjölmennt. Sverrir flutti að
heiman 39 ára og bjó fyrst á
Klettahrauninu í 18 ár og flutti
síðan á Svöluásinn í lok árs
2010. Við fjölskyldan viljum
þakka öllum hans samferða-
mönnum í gegnum tíðina,
ásamt þeim sem hafa komið að
umönnun hans og velferð. Það
er hægt að segja að Sverrir
hafi haft mikil áhrif á val mitt
á starfi, ég gerðist sérkennari
og kenndi í Safamýrarskóla og
síðan aðstoðarskólastjóri í
Klettaskóla. Þessir skólar voru
og eru sérskólar fyrir nemend-
ur með þroskahömlun. Sverrir
bróðir minn, hafðu þökk fyrir
allt og allt. Þú heldur áramót á
öðrum stað. Farðu varlega í
kringum flugeldana eins og þín
er von og vísa. Að lokum vil ég
fá að nota ljóð frá Hólmfríði
Sigurðardóttur, vinkonu minni:
Friðsæld
Þú kenndir mér að kyrrðin
kveikir á ljósinu
og ég sé skæra stjörnu
í augum þér.
Þín systir,
Guðrún.
Kæri Sverrir
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Takk fyrir allt og allt.
Þín mágkona,
Jakobína (Bibba).
Með miklum söknuði og
þakklæti kveðjum við Sverri
(Dedda), frænda okkar. Deddi
var alltaf til í boltaleik, knús og
smá stríðni. Að kynnast honum
frá barnsaldri hafði mikil og
góð áhrif á okkur bræður en
við höfum báðir unnið mikið í
þjónustu við fatlaða einstak-
linga. Við eigum góðar minn-
ingar um samveru í gegnum
árin sem við hugsum hlýtt til á
þessum tíma.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Við þökkum samveruna.
Gunnar Óli og
Ragnar Freyr.
Elsku Sverrir minn.
Laugardaginn 19. desember
erum við fjölskyldan skyndi-
lega sameinuð að kveðja þig á
Svöluásnum, fallegur og friður
yfir þér með Haukasængina yf-
ir þér. Það er samt allt svo
óraunverulegt að þú skulir
vera farinn í sumarlandið og
sért ekki með okkur lengur
hér, en ég veit að elsku afi,
pabbi og Stína frænka hafa öll
tekið vel á móti þér. Það eru
forréttindi að hafa verið
frænka þín í rúm 49 ár og við
getað skapað fallegar minning-
ar saman. Ég fæddist þegar þú
varst rétt rúmlega 18 ára, þér
hefur trúlega þótt nóg um þeg-
ar ég kom heim á Suðó nýfædd
þar sem þér fannst ekkert mik-
ið til nýfæddra barna koma en
með árunum tókst með okkur
fallegt samband sem slitnaði
aldrei. Elsku Deddi, þú varst
mér meira en frændi, meira
eins og bróðir rétt eins og Guð-
rún og Vala eru eins og systur
mínar þrátt fyrir að í raun sé
ég bróðurdóttir ykkar. Þú
varst alltaf svo flottur og ég
mjög stolt að eiga þig að, fal-
legur að innan sem utan og
alltaf til fyrirmyndar í klæða-
burði. Ég minnist þess að þeg-
ar ég var rétt rúmlega níu ára
var öll fjölskyldan að fylgjast
með Völu í keppni og þú, ég og
pabbi vorum eftir heima á Suðó
að fylgjast með úr fjarlægð,
það kvöld voruð þið bræður
aldeilis í ham og höfðuð mikið
gaman af því hvað ég skottan
var spennt yfir keppninni en
þið spenntari yfir boltaleiknum
ykkar og nú hafið þið fallegu
bræður sameinast á ný. Í gegn-
um æskuárin minnist ég þegar
við amma biðum eftir þér þeg-
ar þú varst að koma úr vinn-
unni, við fórum út og leiddum
þig inn, svo vildir þú fara á
þinn stað í stofunni upp á borð
til þess að fylgjast með um-
ferðinni, fá súrmjólk og njóta
þess að fylgjast með.
Við lékum okkur með bolta
og þú með góða boltatækni,
þrátt fyrir þína fötlun, skaust
framhjá þeim sem var með í
leiknum og varst þá manna
kátastur og sigur í höfn. Öll
börn í fjölskyldunni hafa farið í
gegnum að á meðan þau eru
agnarsmá fannst þér ekki svo
gaman að þeim en um leið og
þau voru komin á skrið fór að
færast fjör í leikinn, aðeins
hægt að fara að stríða þeim og
fallegt samband myndaðist.
Stríðni var eitt af þínum ein-
kennum en samt svo ljúfur og
góður og vissir svo sannarlega
þín takmörk hvenær væri tíma-
bært að stoppa. Þegar þú flutt-
ir á Klettahraunið voru tíma-
mót í þínu lífi, allir í
fjölskyldunni þurftu að aðlag-
ast því og það auðveldaði mikið
að Alli æskuvinur flutti með.
Það fór vel um ykkur vinina á
Klettahrauninu og gaman að
koma til ykkar í heimsókn og
ávallt tekið vel á móti.
Það kom svo að því að þú og
Alli fluttuð á Svöluás. Í desem-
ber hefur verið aðventukaffi á
Svöluásnum sem okkur fjöl-
skyldunni hefur þótt sterk og
falleg hefð að koma í en svo
var ekki í ár vegna Covid.
Elsku amma og afi komu þeim
fallega fjölskyldusið á að þú
kæmir heim á Suðó reglulega
um helgar og þá hittumst við
fjölskyldan öll saman og í
seinni tíð hjá systrunum og eru
það dýrmætar minningar.
Elsku Sverrir, þín er sárt
saknað, við fjölskyldan öll er-
um svo sannarlega rík að fal-
legum minningum um þig.
Takk fyrir ferðalagið, þang-
að til við sjáumst í sumarland-
inu.
Þín
Sigríður Ólafsdóttir.
Margs er að minnast á sam-
leið okkar Sverris og fjöl-
skyldna okkar. Bæði lifðum við
bernskuárin á Suðurgötunni í
Hafnarfirði. Líf okkar og fjöl-
skyldna okkar hefur fléttast
saman á svo margvíslegan
máta, allt frá árinu 1957 til
dagsins í dag.
Ég man vel eftir Sverri úti í
garði að fylgjast með bílaum-
ferð upp Suðurgötuna og gleði-
köllum hans þegar kókbíllinn,
öskubíllinn eða pissubíllinn fóru
hjá. Einn daginn vildi ég gleðja
Sverri og brá mér því í búð-
arferð niður í bæ og keypti
stóran brunabíl handa honum.
Ég man enn eftir skömminni
þegar ég varð að skila bílnum
aftur í verslunina, og leiðanum
yfir því að hafa ekki fengið að
gefa Sverri þennan fína bíl. Ég
hafði greitt fyrir bílinn með
peningum foreldra minna, sem
ég tók ófrjálsri hendi.
Ég man þegar við vinkon-
urnar Guðrún systir Sverris og
ég fórum í Lyngás rétt fyrir
jól, til að afhenda söfnunarfé.
Við tækifærið ætluðum við að
skemmta Sverri og hinum
börnunum í Lyngási. Þaulæft
skemmtiatriði okkar féll í
skuggann fyrir því að Ómar
Ragnarsson skemmtikraftur
kom og stal senunni.
Mörgum árum síðar átti ég
eftir að fara í verknám í Lyng-
ás og starfa í Lækjarási þar
sem Sverrir sótti dagþjónustu.
Sverrir var um fertugt þegar
hann flutti úr foreldrahúsum að
Klettahrauni 17 í Hafnarfirði,
fyrsta heimili fatlaðs fólks í
bænum, og þar lágu leiðir okk-
ar saman. Sverrir var lánsam-
ur, bjó í foreldrahúsum lengi og
er ég sannfærð um að hann hafi
náð svo háum aldri vegna þess.
Engin þjónusta jafnast á við
þann stuðning sem hann hlaut
af hálfu foreldra sinna og fjöl-
skyldu. Ég dáðist að fallegum
samskiptum, kærleika og virð-
ingu sem hann naut frá fjöl-
skyldu sinni. Þegar Sverrir
flutti að Klettahrauni fylgdi
Sigríður móðir hans honum eft-
ir og við lærðum af henni,
hvernig við gætum stutt og
þjónustað Sverri sem best. Ég
horfði með aðdáun þegar hún
aðstoðaði son sinn og vísaði ég
til þess, um hvernig virðing
gagnvart fötluðu fólki birtist í
hinu smæsta.
Sverrir var algjör sjarmör.
Oft var haft á orði að Sverrir
væri eins og breskur hefðar-
maður, svo flottur til fara og
myndarlegur og viðmót gagn-
vart honum var í þeim anda.
Við vorum saman á Ítalíu við
Gardavatnið vorið 1994 en þá
stóð heimsmeistarakeppnin í
knattspyrnu yfir. Á hótelinu
bjuggu Bandaríkjamenn og
fjölskyldur þeirra of við kynnt-
umst þeim á Píanóbarnum þar
sem leikir voru sýndir og við
vöndum komur okkar. Sverrir
var mikill boltakarl og hafði
mikið gaman af lífinu og fjörinu
í Bandaríkjamönnunum sem
ávörpuðu hann ávallt „sir“ eða
„gentelman“ og buðu honum
upp á veitingar; „do you want
another beer, sir?“ Já, hann
vildi sannarlega annan bjór
þessi elska og sýndi það með
látbrigðum og ánægjuhljóðum.
Ítalíuferðin var stórkostleg í
alla staði og hið mesta ævin-
týri.
Ég læt hér staðar numið í
minningunum um samleið okk-
ar Sverris og þakka honum
samfylgdina. Fyrir hönd stór-
fjölskyldu minnar votta ég Sig-
ríði móður Sverris, systrunum
Guðrúnu og Völu, Gústa,
Stebba, Siggu, Bibbu og fjöl-
skyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Sigríður Kristjánsdóttir.
Elsku Sverrir okkar.
Nú ert þú farinn að heiman í
ferðalagið langa sem bíður okk-
ar allra. Við erum þakklát að
hafa verið hjá þér þegar þú
lagðir af stað og að þú hafir
fengið að kveðja hér heima.
Það eru okkar forréttindi að
hafa fengið að kynnast þér og
deila með þér lífsins verkefnum
og gleðistundum í gegnum liðin
ár. Það er sárt að hugsa til
þess að við fáum ekki að njóta
félagsskapar þíns og þinnar
góðu nærveru lengur.
Elsku Sverrir, þú varst hlýr
og góður maður. Þú smitaðir
frá þér gleði og hlýju með þínu
fallega brosi og bliki í augum
og húmorinn var aldrei langt
undan. Þú varst stríðinn og þér
fannst fátt skemmtilegra en að
fylgjast með klaufaskap ann-
arra. Þú naust lífsins og þess
sem það hefur upp á að bjóða,
oft var mikið hlegið yfir ýmsum
ævintýrum og skrípalátum og
ef þú hlóst, hlógu allir með, því
gleðin þín var svo einlæg og
falleg. Þú bjóst yfir miklu jafn-
aðargeði sem skein í gegn í öll-
um þeim verkefnum sem þú
þurftir að takast á við í þessu
lífi.
Þegar ég leystur verð þrautunum
frá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá –
það verður dásamleg dýrð handa
mér.
Ástvini sé ég, sem unni ég hér,
árstraumar fagnaðar berast að mér,
blessaði frelsari, brosið frá þér,
það verður dásamleg dýrð
handa mér.
(Þýð. Lárus Halldórsson)
Elsku vinur, fráfall þitt skil-
ur eftir stórt skarð í hjörtum
okkar allra. Við kveðjum þig
með miklum söknuði en þökk-
um fyrir samfylgdina og hlýjum
okkur við minningar um allar
þær gleðistundir sem við áttum
saman.
Fyrir hönd allra í Svöluási
40,
Birna Guðmundsdóttir.
Elsku Sverrir frændi, ég er
svo þakklát fyrir að hafa
kynnst þér og að börnin mín
fengu líka að þekkja Dedda
frænda. Þú varst nú ekki hrif-
inn af börnunum þegar þau
voru lítil en þegar þau stækk-
uðu fannst þér gaman að hafa
þau hjá þér. Maður sá alltaf í
augunum þínum að þú þekktir
okkur og þér fannst nú ekki
leiðinlegt þegar ég kúrði hjá
þér og þú kysstir mig á kinn-
ina. Það var alltaf gleði og
hlýja í kringum þig. Við vissum
að þér liði vel þegar þú sofnaðir
í stólnum þínum í kaffiboðum
þar sem öll fjölskyldan var
samankomin og lætin voru mik-
il.
Elsku Deddi, takk fyrir allt.
Þín frænka,
Kristín.
Sverrir móðurbróðir minn,
eða Deddi eins og við frænd-
systkinin kölluðum hann, hefur
kvatt tilvist okkar. Deddi var
með mikla fötlun og ekki heill
til heilsunnar sl. ár og í ljósi að-
stæðna á þessu ári hefur því
miður verið lítið um gestagang
og að hann hafi getað mætt á
fjölskyldusamkomur, honum og
sambýlisfólki hans til verndar.
En það er huggun harmi gegn
að hann bjó á yndislegu heimili
með frábæru starfsfólki sem
vinnur frábært starf við oft erf-
iðar aðstæður og fyrir það er-
um við fjölskyldan afar þakklát.
Lífið með Dedda frænda hefur
alltaf verið okkur frændsystk-
inunum eðlislægt. Hann hefur
svo sannarlega litað líf okkar
með tilveru sinni, brosi og góð-
látlegri stríðni – sérstaklega
þegar hann sá minnstu börnin.
Af þeim hafði hann ákaflega
gaman, hló og gólaði til þeirra
með stóru brosi sem bræddi
alla í rýminu í kring.
Fyrir það að börnin mín hafi
kynnst Dedda er ég svo af-
skaplega þakklát. Ekki ein-
göngu fyrir þá staðreynd að um
kæran fjölskyldumeðlim var að
ræða heldur einnig þá víðsýni
sem þau hafa öðlast sem vega-
nesti út lífið.
Elsku amma, hugur minn er
stöðugt hjá þér. Þið Deddi átt-
uð svo fallegt samband og
missir þinn er mestur. Við
hugsum til Dedda okkar á góð-
um og fallegum stað án veik-
inda, umvafinn hlýjum faðmi
afa Gunnars.
Þín systurdóttir,
Erla Tinna.
Sverrir Oddur
Gunnarsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SOFFÍA EMILÍA RICHTER,
áður Mánabraut 10, Kópavogi,
lést á Sóltúni hjúkrunarheimili í Reykjavík
föstudaginn 11. desember.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn
4. janúar klukkan 13.
Vegna aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir athöfnina. Streymt verður beint frá athöfninni á
slóðinni https://youtu.be/tNt-5PQ8Ajs
María Kristbjörg Ingvarsd.
Gunnar Víðir Ingvarsson
Haraldur Baldursson
Kristín Baldursdóttir Romine Eric Lee Romine
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ANNA HALLGRÍMSDÓTTIR,
Eskifirði,
lést 27. desember á hjúkrunarheimilinu
Hulduhlíð. Útför fer fram frá
Eskifjarðarkirkju miðvikudaginn 6. janúar klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd.
Streymt verður beint frá athöfninni á Facebook-síðunni
Eskifjarðarkirkja. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Hulduhlíð.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hulduhlíðar fyrir frábæra
umönnun.
Halla Einarsdóttir Gunnar Hjaltason
Ríkharð Einarsson Óla Björk Ingvarsdóttir
Guðný Einarsdóttir Andrés Gunnlaugsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn