Morgunblaðið - 30.12.2020, Síða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020
✝ Þórdís Þor-valdsdóttir
fæddist í Hrísey í
Eyjafirði 1. jan-
úar1928. Hún lést
13. desember 2020 í
Hafnarfirði. For-
eldrar Þórdísar
voru Þorvaldur H.
Þorsteinsson, f.
19.9. 1887, d. 27.3.
1928, skipstjóri, og
Lára Pálsdóttir, f.
20.2. 1901, d. 9.9. 1985, húsmóðir
og safnvörður.
Þórdís ólst upp í Hrísey til
þriggja ára aldurs en síðan í
Reykjavík og í Hafnarfirði frá
fjögurra ára aldri.
Þórdís giftist 10.9. 1949 Jóni
G. Hallgrímssyni lækni, f. 15.1.
1924, d. 9.1. 2002. Hann var son-
ur Hallgríms J. Bachmann, ljósa-
meistara við Þjóðleikhúsið í
Reykjavík, og k.h., Guðrúnar Þ.
Jónsdóttur kjólameistara. Þórdís
og Jón bjuggu í Hlíðunum 1949-
54 en fluttu þá í eigin íbúð á
Hjarðarhaga 60. Árin 1956-57
bjuggu þau í Laugarási á Bisk-
upstungum og næstu 5 ár í Sví-
þjóð vegna framhaldsnáms Jóns.
Við heimkomuna voru þau á
Hjarðarhaganum til 1965, að þau
fluttu í Stigahlíð 48. Þar bjó Þór-
úrufræðistofnun 1950-56, yf-
irbókavörður Norræna hússins í
Reykjavík 1973-85, yf-
irbókavörður Nordens folkliga
akademi í Kungälv í Svíþjóð
1980-82 og borgarbókavörður
Reykjavíkur 1985-97 er hún lét
af störfum fyrir aldurs sakir
Þórdís sat í stjórn Bókavarða-
félags Íslands 1973-81 og 1987-
91 og var formaður þess 1974-81
og 1987-89, var annar tveggja
fulltrúa Íslands í Nordiska litte-
ratur och bibliotekskommittén,
nefnd á vegum Nordisk Min-
isterråd 1989-97, fulltrúi Bóka-
varðafélags Íslands í ráð-
gjafanefnd um málefni almenn-
ingsbókasafna frá 1987, fulltrúi
Bókavarðafélags Íslands í stjórn
Blindrabókasafns Íslands 1982-
97, tilnefnd af Rithöfundasam-
bandi Íslands í stjórn Launasjóðs
rithöfunda 1987-90, í stjórn og
framkvæmdaráði Norræna fé-
lagsins á Íslandi 1977-81, í stjórn
Suomi-félagsins 1987-91 og
varamaður í stjórn Menning-
arsjóðs Íslands og Finnlands frá
1987.
Þórdís var sæmd sænsku
norðurstjörnunni 1975 og veitt-
ur minnispeningur, útgefinn í til-
efni 150 ára afmælis finnsku
Kalevala-þjóðkvæðanna 1985.
Útför fer fram 30. desember
2020 frá Fossvogskirkju að við-
stöddum nánustu ættingjum og
vinum. Streymi á:
http://utfor-thordisar.is/.
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á https://www.mbl.is/andlat/.
dís allt til júlí 2019,
að hún varð heim-
ilismaður á Hrafn-
istu í Hafnarfirði til
dauðadags.
Börn Þórdísar og
Jóns eru: 1) Þor-
valdur, f. 1951,
skurðlæknir á LSP,
kvæntur Aðal-
björgu Þórð-
ardóttur, graf-
ískum hönnuði, og
eiga þau þrjú börn. 2) Guðrún, f.
1953, kynningarstjóri við HÍ, gift
Leifi Haukssyni dagskrárgerð-
armanni og eiga þau þrjú börn.
3) Gunnar Þór, f 1960, bifreið-
arstjóri og á hann tvö börn. 4)
Sigrún Lára, f. 1963, kennari, og
á hún tvö börn. 5) Sveinn, f. 19.8.
1966, d. 6.12. 1966.
Þórdís var í Barnaskóla Hafn-
arfjarðar og í Flensborg, lauk
stúdentsprófi frá MR 1947, fyrri-
hlutaprófi í íslenskum fræðum
frá HÍ 1950, 3. stigs prófi í ensku
þaðan 1955, BA-prófi í bóka-
safnsfræði og sænsku frá HÍ
1974 og sótti auk þess fjölda
námskeiða og ráðstefna innan
starfsgreinar sinnar, hér á landi
og erlendis.
Hún var ritari hjá Náttúru-
gripasafni Íslands, síðan Nátt-
Mig langar til að minnast
Þórdísar tengdamóður minnar
með nokkrum orðum. Þórdís
var bókasafnsfræðingur og
stýrði bókasafni Norræna húss-
ins í mörg ár og varð síðar
borgarbókavörður þar til hún
lét af starfi, sjötug. Hún lifði og
hrærðist í heimi hins talaða og
ritaða máls, bæði hér á Íslandi
og annars staðar á Norðurlönd-
um, var gæslumaður þess, álits-
gjafi, yfirlesari og stórtækur
notandi.
Ég ætla ekki að tíunda henn-
ar lífshlaup hér en læt mér
nægja að minnast þessarar
margbrotnu og gáfuðu konu.
Þórdís var ekki manneskja sem
flíkaði tilfinningum sínum eða
afrekum, né heimtaði athygli í
mannfögnuði en hún hafði af-
gerandi nærveru sakir greindar
og glöggskyggni. Hún var um-
burðarlynd gagnvart samferða-
mönnum sínum, hafði fílsminni
og það var hægt að fletta upp í
henni og fá svör hraðar en að
gúgla.
Hún var félagslynd og áhuga-
söm um atburði líðandi stundar,
hafsjór af fróðleik og ákaflega
viðræðugóð og skemmtileg ef sá
gállinn var á henni. Hún var
tungumálamanneskja, með mik-
ið og gott tóneyra, elskaði óp-
erur, var liðtækur píanóleikari
og munaði ekki um að grípa í
harmonikku eða munnhörpu ef
tilefni gafst til. Ég man eftir
veislu í góðri sveit, mönnum
orðið hlýtt af viskítárum og öðr-
um veigum og björt sumarnótt-
in jók mönnum kjark, að þar
kom í gleðinni, vel eftir mið-
nætti, að elsti ábúandinn á bæn-
um skoraði á Þórdísi í munn-
hörpueinvígi sem hún
samþykkti umsvifalaust. Þarna
sátu þau tvö, bæði um áttrætt,
og spiluðu til skiptis af miklum
móð yfir dolföllnum áheyrend-
um á öllum aldri.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að vera samferða
þessari konu í 50 ár. Yfir og allt
um kring eru skemmtilegar
samræður, ég man margar
sunnudagsmáltíðir í Stigahlíð-
inni með mjög áköfum um-
ræðum um menn og málefni,
þar sem ekki mátti á milli sjá
hvort hafði betur í rökræðu-
snilldinni, Þórdís eða Jón
tengdapabbi. Oft tifaði fóturinn
á tengdamömmu af óþolinmæði
ef henni fannst eitthvert okkar
verða of margmált eða að við
segðum einhverja orkan vit-
leysu að hennar mati.
Allt sem kallast getur heila-
fóður heillaði Þórdísi, krossgát-
ur, kortaskoðun, púsl, bókarýni,
ættfræði og fleira en tiltekt og
hannyrðir og annað slíkt sýsl
átti síður upp á pallborðið hjá
henni. Hún var einkabarn móð-
ur sinnar, Láru Pálsdóttur, sem
varð ekkja nánast um leið og
Þórdís fæddist og var hún mikil
hjálparhella Þórdísar meðan
hennar naut við. Þær voru um
margt líkar, mæðgurnar, en
tækifærin fleiri þegar Þórdís
komst á legg og hún hafði bæði
mannkosti og leiðtogahæfileika
til að nýta þau vel. Ég held ég
geti fullyrt að saman gátu þær
mæðgur rakið ættir flestra
landsmanna þegar þær voru
upp á sitt besta.
Síðustu 17 árin hafa mæður
okkar Þorvalds komið saman í
mat til okkar einu sinni í viku
og fór vel á með þeim gömlu.
Nú, þegar komið er að leið-
arlokum, eru minningar um þær
samverustundir ómetanlegar.
Mannkostir Þórdísar, greind og
geta, vörpuðu ljóma yfir okkur
hin sem fengum að vera sam-
ferða.
Hvíl þú í friði, Þórdís Þor-
valdsdóttir.
Með söknuði kveð ég og
þakka fyrir mig.
Aðalbjörg Þórðardóttir.
Sólarhring eftir að ég og
maðurinn minn lentum á Íslandi
í jólaheimsókn, klyfjuð af tösk-
um og ferðalúnum smábörnum,
lést amma mín Día. Hin upp-
runalega Þórdís Þorvaldsdóttir,
þrumugyðjan sem ég hlaut þann
heiður að vera skírð í höfuðið á.
Hún var ekki svona amma
sem stendur sveitt við að baka
smákökur ofan í gesti og gang-
andi. Þess í stað markaði hún
barnæsku mína með póstkort-
um frá fjarlægum löndum, þar
sem hún var á ráðstefnum og
málþingum því hún „þurfti allt-
af að vera að læra eitthvað
nýtt“, eins og hún sagði sjálf.
Hún var ekki svona amma sem
prjónaði peysur og leista á af-
komendaskarann. Þess í stað
gaf hún mér þykka doðranta
með grískum goðsögnum, því
„stúlkur þyrstir í fróðleik“.
Amma mundi eftir sér sitj-
andi uppi á ofnhillu rúmlega
tveggja ára gömul, þar sem
henni var tyllt til að forða henni
frá því að spora út gólfið sem
ráðskonan, móðir hennar, lá á
hnjánum við að bóna. Til að
barnið hefðist við uppi á hill-
unni stytti hún þeim stundir
með því að hlýða hnátunni yfir
stafrófið. Þannig var amma orð-
in læs þriggja ára og síðar meir
hoppaði hún yfir tvo bekki í
skólanum, en var þá settur
stóllinn fyrir dyrnar því frekari
námsafrek af hennar hálfu
settu eldri nemendur í slæmt
ljós. Þegar hún dúxaði engu að
síður í Menntaskólanum í
Reykjavík voru verðlaunin fyrir
besta námsárangurinn látin
fara til næsthæsta nemandans,
því hann var strákur en hún
stelpa. Hún bar höfuðið hátt, en
sveið alla tíð undan þessu órétt-
læti.
Amma fór í háskólanám í ís-
lenskum fræðum á tíma þegar
einungis tveir aðrir nemendur í
því námi voru konur. Í kjölfarið
var hún fyrirvinna fjölskyld-
unnar á meðan afi var í lækna-
námi og lét álit annarra og
íhaldssamar hugmyndir um
kynhlutverk sem vind um eyrun
þjóta. Samhliða þessu eignaðist
hún tvö börn, en þau áttu eftir
að verða fimm samtals.
Þrátt fyrir sinn skerf af striti
og sorg vann amma sig upp til
æðstu metorða innan sinnar
starfsstéttar og varð borgar-
bókavörður, þar sem henni var
treyst fyrir því að halda úti
einu öflugasta fræðslusetri
borgarbúa. Ég get ekki ímynd-
að mér verðugri manneskju í
það starf en ömmu. Hún skildi
mikilvægi þess að brúa kyn-
slóðabilið og vann ötullega að
því að gera almenningsbóka-
söfn stafræn með tilkomu
gagnagrunnsins Gegnis. Þannig
var amma hluti af þeirri bylt-
ingu sem færði sögurnar, sem
forfeður okkar hvísluðu við eld-
inn, til barna nútímans. Sjálf
var hún magnaður sögumaður.
Þegar hún varð sjötug þurfti ég
að vinna og missti af afmæl-
isveislunni hennar, en frétti síð-
ar að forsetinn, fyrrverandi for-
setinn og borgarstjórinn voru
öll meðal gesta. Þá var ég af-
brýðisöm út í ömmu fyrir að
þekkja svona merkisfólk. Núna
er ég afbrýðisöm út í merk-
isfólkið fyrir að hafa komist í
afmælið hennar ömmu.
Þar sem glerþak var að finna
braut amma það, samhliða því
að lifa innihaldsríku lífi í faðmi
stórrar fjölskyldu.
Ég elska þig, amma mín.
Takk fyrir að flytja fjöll, svo
dætur þínar og barnabörn geti
klifið þau.
Útsýnið sem þú eftirlætur
okkur er stórkostlegt.
Þín sonardóttir,
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.
„Hvenær giftust þið Jón?“
spyr ég Þórdísi, fyrir um 15 ár-
um.
Hún hlær og segir kankvís:
„Þú varst í brúðkaupinu.“
„Nú?“ Reyni að rifja þetta
upp – man ekkert.
Hún er enn að hlæja og kem-
ur loks með rúsínuna: Mamma
var viðstödd – með mig inn-
byrðis.
Þórdís var væn og vernd-
andi, stóra eikin sem fjölskyld-
an settist hjá. Fyrsta minning
mín af henni er að fá að koma
til þeirra á Laugarás í Bisk-
upstungum, þá á sjötta ári og
Þorvaldur á fjórða. Þá kom
Þórdís eins og engill inn í líf
mitt – þeir eru ekki alltaf með
hörpur.
Síðast þegar ég heimsótti
hana í Stigahlíðina var Lárus í
heimsókn með Nikka, sem vildi
vita hver ég væri og var sagt
hvað ég héti. Það var svo gott
veður að ég settist út á svalir og
heyrði þá Nikka segja „amma á
svölunum“. Þetta fannst mér
dásamleg rökleiðsla – fyrst við
vorum nöfnur hlaut ég líka að
vera amma hans.
Þegar minningarnar raða sér
upp stafar björtum ljóma af
þeim sem tengjast Þórdísi,
hennar sönnu hlýju og djúpu
visku. Fyrir athvarfið, fyrir
opnar dyr, fyrir nærveru sem
lét eins og hún væri sjálfsögð,
fyrir kímnina, fyrir allar stund-
irnar sem við vörðum saman,
fyrir angan af bóni og gömlum
bókum, þakka ég af hjarta okk-
ar löngu samfylgd.
Blessuð sé minning einstakr-
ar konu.
Þórdís Bachmann.
Látin er á Hrafnistu í Hafn-
arfirði heiðurs- og kjarnakonan
Þórdís Þorvaldsdóttir. Hún ólst
upp í Hafnarfirði og minntist
þess oft hve góða æsku og ung-
lingsár hún hefði átt þar. Hún
sótti svo sína framhaldsmennt-
un til Reykjavíkur, þar sem hún
var búsett að mestu leyti síðan,
fyrir utan nokkur ár í Svíþjóð
vegna læknisnáms Jóns G. Hall-
grímssonar, eiginmanns hennar.
Þórdís sýslaði við ýmsar
fræðigreinar og var með marg-
ar háskólagráður. Íslensk fræði,
enska, forspjallsvísindi, bóka-
safnsfræði og sænska. Reyndar
hætti hún aldrei að fræðast og
fræða aðra. Hún var borgar-
bókavörður í Reykjavík frá
árinu 1985 þar til hún fór á eft-
irlaun. Hún var bókavörður
Norræna hússins 1973 til 1985
að frátöldu hléi, þar sem hún
tók hún að sér afleysingarstöðu
sem yfirbókavörður í Kungälv
árin 1980-82. Við sem vorum
svo lánsöm að fá að vinna með
henni í Norræna húsinu í mörg
ár erum þakklát fyrir hverja
stund sem við áttum þar með
henni. Hún var yfirmaður bóka-
safnsins og stýrði því af skör-
ungsskap, en mildi. Ennfremur
var hún staðgengill forstjórans í
fjarveru hans. Þeirri ábyrgð
sinnti hún með sóma eins og
öllu öðru. Hún var ótrúlega
minnug. Ef okkur vantaði upp-
lýsingar, sem gátu verið um
næstum því hvað sem var, hafði
hún svar á reiðum höndum. Og
ef svarið kom ekki strax, þá
sagði hún: „Ég hef samband
eftir smástund, þarf að hugsa
þetta aðeins.“ Og það brást
ekki; rétta svarið kom fljótlega.
Svona ótrúlegt minni er ákaf-
lega sjaldgæft og ekkert var nú
netið í þá daga til að leita til.
Hún var með félagslyndari
konum hún Þórdís og brann
fyrir norrænni samvinnu, sem
smitaði okkur hin sem unnum
með henni. Bókamessan í
Gautaborg átti hug hennar all-
an. Þar starfaði hún af eldhug
við að kynna íslenskar bók-
menntir og kom til baka hlaðin
nýjum hugmyndum um það nýj-
asta í norrænni bókaútgáfu og
vann ötullega að því að Nor-
ræna húsið eignaðist það nýj-
asta og besta af þeim slóðum.
Hún var eftirsótt til starfa í
ýmsum félögum. Sat í stjórn
Bókavarðafélags Íslands, fram-
kvæmdaráði Norræna félagsins,
stjórn Menningarsjóðs Íslands
og Finnlands, Launasjóði ísl.
rithöfunda o.fl. félögum. Hún
hlaut ýmsar verðskuldaðar við-
urkenningar vegna félagsstarfa
sinna. Sæmd sænsku Norður-
stjörnunni og veittur minn-
ispeningur vegna 150 ára af-
mælis finnsku
Kalevalaþjóðkvæðanna.
Norræna húsið og norræn
samvinna eiga Þórdísi mikið að
þakka. En við, sem vorum svo
heppin að fá að vinna með henni
og kynnast frábærri eðalkonu,
þökkum fyrir allt það góða sem
hún veitti okkur af sinni gjaf-
mildi. Við vottum fjölskyldu
Þórdísar innilega samúð.
Blessuð sé minning Þórdísar
Þorvaldsdóttur
Fyrir hönd samstarfsfólks
Þórdísar í Norræna húsinu,
Margrét Guðmundsdóttir.
Kær vinkona, Þórdís Þor-
valdsdóttir, hefur nú kvatt þetta
jarðlíf og langar mig að minnast
hennar nokkrum orðum. Leiðir
okkar lágu fyrst saman í Há-
skóla Íslands fyrir hartnær
hálfri öld, í bókasafnsfræði.
Þórdís var að bæta við sig enn
einni greininni, en hafði áður
lokið prófum í íslenskum fræð-
um og ensku. Bókasöfn og mál-
efni þeirra urðu hennar starfs-
vettvangur upp frá því:
Norræna húsið, Nordens folk-
liga akademi i Kungälv og
Borgarbókasafn Reykjavíkur.
Þetta varð upphafið að góðum
og gefandi samskiptum okkar á
milli alla tíð, í leik og starfi. Og
vináttu sem varð bara innilegri
eftir því sem árin liðu. Þegar ég
kom heim sumarið 1978 eftir
tveggja ára dvöl í Finnlandi og
var að leita að vinnu var Þórdís
eiginlega orðin allt í öllu í bóka-
safnageiranum. Hún var bóka-
vörður í Norræna húsinu, for-
maður Bókavarðafélagsins og
fulltrúi í ýmsum nefndum og
ráðum. Því lá beint við að
spyrja hvort hún vissi um laus
störf. Og fyrr en varði hóf ég
störf í Norræna húsinu. Það var
mikið gæfuspor að kynnast
þessari frábæru konu. Hún var
fluggáfuð, hafsjór af fróðleik, sí-
leitandi, umhyggjusöm, hrókur
alls fagnaðar og dó aldrei ráða-
laus. Starfið í Norræna húsinu
var fjölbreytt og auk þess að
stjórna bókasafninu var Þórdís
staðgengill forstjóra. Hún þurfti
að bregðast við óvæntum uppá-
komum, taka á móti þjóðhöfð-
ingjum, tjónka við dyntótta
listamenn. Einu sinni var opnuð
stór sýning í húsinu, í tómum
sölum. Búið að bjóða fjölda
manns, en sýningin hafði tafist
og var ekki komin til landsins.
Öðru sinni gerði mikinn skaf-
renning og frusu dyr gestaher-
bergja fastar. Neyðarkall kom
frá gestum sem dvöldu þar. Þá
brá hún sér út með heitt vatn í
katli og bræddi ís úr hurðarfalsi
og leysti gestina úr haldi. Þór-
dísi var margt til lista lagt. Á
góðum stundum settist hún við
flygil hússins og lék hvert lagið
af öðru af fingrum fram. Við
Þórdís brölluðum ýmislegt á
samstarfsárum okkar, fórum
saman á Bókamessuna í Gauta-
borg, tókum þátt í bókavarða-
þingi í Þrándheimi og norrænu
túlkanámskeiði í Kungälv, höfð-
um báðar áhuga á norrænum
málefnum. Mér fannst við hæfi
að Þórdís kvaddi á sjálfan Lús-
íudaginn 13. desember þegar
Lúsía kemur með ljósadýrð,
lengir daginn og vísar veginn.
Það hefur verið erfitt und-
anfarið að mega ekki líta inn
hjá henni til að spjalla saman,
en erfiðara var að tala í síma.
Ég geymi í huga mínum góðar
ferðir sem við fórum saman fyr-
ir tveimur árum. Í fyrra skiptið
austur í Laugarás þar sem hún
sýndi mér hvar þau Jón hefðu
búið. Fórum upp á bæjarhólinn
þar sem hún horfði á eftir börn-
unum skokka yfir sjóðheita læki
til að hitta vini sína. Skoðuðum
Kerið og rjómabúið á Baugs-
stöðum. Í hitt skiptið nutum við
haustlita á Þingvöllum. Í bæði
skiptin var Þórdís í essinu sínu
og rifjaði alla leiðina upp sam-
eiginlegar minningar og sagði
mér sögur af uppvexti sínum og
fjölskyldu og forfeðrum sínum
langt aftur í ættir.
Vertu kært kvödd Þórdís mín
og takk fyrir allt. Fjölskyldunni
allri sendi ég samúðarkveðjur.
Dúna
(Guðrún Magnúsdóttir).
Þórdís
Þorvaldsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og unnusti,
BIRGIR SVAN SÍMONARSON,
skáld og kennari,
lést á líknardeild Landspítalans á jóladag
25. desember.
Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
8. janúar klukkan 15.
Símon Örn Birgisson
Steinar Svan Birgisson
Guðný Jónsdóttir
tengdabörn, barnabörn
og aðrir aðstandendur
Móðir okkar, amma, langamma
og langalangamma,
BELLA SNORRADÓTTIR
frá Kjartansstöðum í Flóa,
síðar á Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum
Eyrarbakka 25. desember.
Jarðað verður frá Selfosskirkju þriðjudaginn 5. janúar
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknarfélagið Bergmál.
Minningarkort í síma 845-3313.
Brunó Karlsson
Unnur Kolbrún Karlsdóttir og fjölskylda
synir og fjölskyldur Sigurðar Karlssonar