Morgunblaðið - 30.12.2020, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020
✝ Einar Þór Sig-urþórsson
fæddist í Háamúla í
Fljótshlíð 15. des-
ember 1940. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands á Selfossi 16.
desember 2020.
Foreldrar hans
voru Sigurþór Úlf-
arsson bóndi í Háa-
múla, f. 3. febrúar
1907, d. 10. desember 1981, og
eiginkona hans Katrín Ein-
arsdóttir húsfreyja í Háamúla, f.
20. júní 1912, d. 25. janúar 1994.
Fyrri kona Einars er Bryndís
Jóhannesdóttir. Dóttir þeirra er
Katrín, eiginmaður hennar er
Valdimar Gunnarsson og synir
Einar ólst upp í Háamúla.
Hann lauk sveinsprófi í rafvéla-
virkjun árið 1962 og fékk meist-
arapróf í sömu iðngrein 1967.
Hann útskrifaðist frá Samvinnu-
skólanum á Bifröst árið 1965.
Einar vann hjá Véladeild SÍS
með hléum frá 1958-67, ýmist við
rafvirkjun eða skrifstofustörf.
Hann starfaði hjá Louis Holm í
Kaupmannahöfn árið 1964 og
var rafvirki við hafnargerðina í
Straumsvík 1967-1969. Árið
1969 flutti hann aftur í Háamúla
og vann þar sem bóndi og raf-
virki. Seinustu árin vann hann
sem rafvirki og sinnti því starfi
þar til í byrjun þessa árs.
Útförin verður í Hlíðarenda-
kirkju í Fljótshlíð í dag, 30. des-
ember 2020, klukkan 13. Aðeins
nánustu aðstandendur og vinir
verða viðstaddir athöfnina en
henni verður streymt á slóðinni:
https://facebook.com/groups/
utforeinars
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á https://www.mbl.is/andlat
þeirra Haukur Þór
og Sölvi Freyr. Son-
ur Einars og Bryn-
dísar er Atli, eig-
inkona hans er
Harpa Kristjáns-
dóttir og börn
þeirra Egill, Arnór
og Sara. Seinni
kona Einars er Auð-
ur Dóra Haralds-
dóttir. Hún á þrjá
syni, Frey Friðriks-
son, giftur Elfu Hrönn Valdi-
marsdóttur, þau eiga fjóra
drengi; Óskar Svein Friðriksson,
giftur Sigrúnu Grettisdóttur,
þau eiga fjögur börn; og Örlyg
Gunnar Friðriksson, giftur Tra-
cey M. Friðriksson, þau eiga eina
dóttur.
Elsku Einar minn, það er
erfitt að skrifa þessar línur og
rifja upp þessi tæplegu 19 ár
sem við fengum saman, við
þessar tvær ólíku persónur sem
vildu vera saman.
Ég hreifst af persónu þinni,
velgefinn, vellesinn og áttir
auðvelt með að læra tungumál.
Við ferðuðumst mikið saman
bæði innanlands og erlendis.
Áhugi þinn fyrir lífinu og til-
verunni var mikill. Þegar við
ákváðum að skreppa út í heim,
þá fórst þú í bókabúð, keyptir
efni um þann stað eða staði
sem við ætluðum að skoða,
þetta var fyrir tíma google.
Eftir það var bara sleginn upp
sá staður sem við ætluðum að
skoða, þér fannst google stór-
kostlegt leitartæki.
Þú varst duglegur að nýta
þér tæknina. Þú hafðir ótrúlegt
minni og ég nýtti mér það.
Í sumar sem leið ferðuðumst
við mikið um fallega landið
okkar Ísland, fórum hringveg-
inn og líka á Vestfirði, Patreks-
fjörð og þar í kring. Fyrir mig
er þetta ógleymanlegur tími
sem ég mun geyma í minning-
unni um okkur.
Takk fyrir okkar samveru,
elsku Einar minn.
Þín
Dóra.
Kæri Einar afi. Okkur bræð-
urna langar bara að þakka þér
fyrir allt. Það var gaman að
koma til þin í Háamúla, fá
nammi úr nammiskúffunni og ís
úr frystinum sem þú hafðir
keypt sérstaklega fyrir barna-
börnin úr ísbílnum. Þú kenndir
okkur m.a. að setja saman raf-
magnstöflu í bílskúrnum og
smíða litla báta. Þú sagðir okk-
ur fullt af sögum frá gamla tím-
anum og ýmislegt fræðilegt.
Við litum á þig sem klárasta
mann í heimi og áttum mjög
erfitt með að trúa því að þú
gekkst aðeins eitt ár í grunn-
skóla.
Takk fyrir allt afi, við vitum
að Tjörvi bróðir okkar tekur
vel á móti þér uppi hjá Guði.
Valdimar, Teitur og Darri,
Háamúla Fljótshlíð.
Það er nú ekki annað hægt
en að setjast niður og skrifa fá-
ein orð um Einar Sigurþórsson
rafvirkja og bónda í Háamúla í
Fljótshlíð sem lést 16. desem-
ber síðastliðinn. Einari kynnt-
ist ég fyrst þegar ég var peyi
og vinnumaður hjá frændfólki
mínu í Smáratúni í Fljótshlíð
en þangað kom Einar stundum
til að lagfæra eða dytta að ein-
hverju rafmagnstengdu. Með
okkur Einari tókust ágætis
kynni en hann átti það til að
vera stríðinn við okkur unga
fólkið en jafnframt var hann
áhugasamur um ýmis málefni
er tengdust okkur og þess
vegna urðu umræðurnar oft og
iðulega mjög fjörugar og
skemmtilegar. Einar var að
mörgu leyti fróður maður og
kom það svo oft og iðulega í
ljós þegar umræðan um ýmis
málefni var tekin. Nokkrum ár-
um eftir að dvöl minni sem
vinnumaður í Smáratúni lauk
lágu leiðir okkar Einars aftur
saman og þá í gegnum móður
mína, en þá höfðu hann og
móðir mín byrjað að ruglað
saman reytum. Einar tók mér
og minni fjölskyldu ákaflega
vel og reyndist hann mínum
drengjum góður í alla staði
enda var hann aldrei nefndur
annað en Einar afi. Einar var
greiðamikill maður og ávallt
tilbúinn að aðstoða ef þess var
þörf, þegar kom að okkar
fyrstu íbúðarkaupum, byggingu
sumarhúss o.fl. stóð aldrei á
Einari, alltaf tilbúinn að rétta
fram aðstoð við rafmagnsvinnu.
Ég held að flestir sveitungar
Einars þekki til þessarar greið-
vikni sem ég nefni enda margir
sem hafa kallað Einar „furst-
ann“ í Háamúla í gegnum tíð-
ina. Einar var skoðanafastur og
engu máli skipti hvernig hlut-
irnir voru settir fram eða hvort
rök væru í umræðunni; Einar
stóð á sínu og í seinni tíð áttaði
maður sig á því að hluti af
skoðanafestunni var glettinn
húmor eingöngu til að ná manni
upp og þá sérstaklega þegar
landsmálin eða málefni tengd
pólitíkinni voru rædd.
Einar kom reglulega í kaffi-
spjall á kaffistofuna í Garðabæ
þar sem ég er með fyrirtækið
mitt og þykir mér vænt um að
hann hafi gefið sér tíma til
þess, ég mun seint gleyma sam-
talinu sem við áttum fyrir
nokkrum árum sem svo seinna
varð til þess að við Elfa konan
mín keyptum Háamúlajörðina
af Einari. Það samtal og svo
mörg önnur í gegnum tíðina
eru eftirminnileg þegar maður
lítur til baka yfir farinn veg.
Einar, ég vil í lokin þakka þér
fyrir allt og segja þér sérstak-
lega frá því að við strákarnir
munum halda uppi heiðri Háa-
múla„furstans“ með því að
bjóða áframhald á hinni árlegu
skötuveislu og treystu mér
Einar, hún verður áfram með
þínum hætti.
Elsku Katrín og fjölskylda
og elsku mamma, ég sendi ykk-
ur mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Með vinsemd og virðingu,
Freyr Friðriksson,
Háamúla, Fljótshlíð.
Við vorum 38, sem sátum
Samvinnuskólann 1963-1965.
Nú kveður Einar okkur, sá ell-
efti, sem það gerir. Hann var
aldursforsetinn en samt ung-
legastur.
Einar bjó kúabúi í félagi við
föður sinn í Háamúla í Fljóts-
hlíð lengi vel, var menntaður
rafvirki/rafvélavirki og sveit-
ungar hans nutu í ríkum mæli
aðstoðar hans þegar raftæki og
rafleiðslur brugðust. Hann átti
virðingu þeirra og þakklæti. Að
gera mannamun var honum
fjarri skapi, hann gat umgeng-
ist alla og haft góð samskipti
við alla, líka þá sem voru þverir
í lund og ekki allra.
Undirritaður deildi með hon-
um herbergi Bifrastartímann
og það að Einar skyldi halda
það út segir töluvert um hve yf-
irvegarður, þolinmóður og um-
burðarlyndur hann var. En
þrátt fyrir að vera hógvær og
prúður kraumaði undir mergj-
aður húmor sem braust stund-
um fram og kryddaði tilveruna.
Þeir voru heppnir margir put-
talingarnir sem hann tók upp í
bílinn í Fljótshlíðinni, þeir
fengu skemmtilegt og fræðandi
spjall og svo velgjörðir heima í
Háamúla. Þessir ferðalangar
héldu svo sambandi um lengri
eða skemmri tíma.
Við Hjördís sóttum hann
heim og fengum ógleymanlegan
viðurgerning, lambasteik og
heimagert hrísgrjónavín sem
desert. Þessi drykkur var ótrú-
lega ljúffengur og um leið svo
sakleysislegur á bragðið að
manni datt ekki áfengi í hug.
Mikið varð Hlíðin fögur og þeg-
ar lagt var í hann heim á leið
komu upp í hugann orð Gunn-
ars Hámundarsonar um að fara
ekki fet.
Bifrastartíminn snemma á
sjöunda áratug síðustu aldar,
árdagar Bítlanna og Rolling-
anna, veröldin var að taka
gagngerum breytingum og
þetta voru frábærir tímar
þarna í Norðurárdalnum.
Séra Guðmundur Sveinsson
var skólastjóri okkar, snilldar-
kennari. Hann kunni vel að
meta Einar Sigurþórsson sem
hafði verið betri en enginn þeg-
ar eitthvað bjátaði á í öryggja-
skápnum. Honum fyrirgafst
líka smágrikkir þegar hann gat
ekki setið á stráknum í sér. Svo
sem að hengja eftirlíkingu af
hengilás á dyrnar á kennara-
stofunni, þetta vafðist svolítið
fyrir stjóra sem líklega var
ekki mjög tæknilega stilltur.
Eftirminnilegt er þegar raf-
magn fór af hluta skólans og
við það þagnaði allt skvaldur.
Þá heyrist allt í einu áhyggju-
full rödd séra Guðmundar í
myrkrinu: „Einar, hvar er raf-
magnið?“ Þetta sýnir hve þessi
geistlegi maður treysti á Einar.
Maður beið svo bara eftir því
að Einar segði „verði ljós“ eins
og sagt var forðum þegar ljósa-
öryggjum heimsins var slegið
upp.
Eins og ég nefndi vorum við
38 en kvatt hafa 11.
Ekki skiptast alltaf jafnt
örlög gleði og tára.
Mér finnst dauðinn hafa haft
heldur breiða skára.
(Geir Gunnlaugsson)
Við skólasystkini Einars
sendum Dóru ekkju hans, Atla
syni hans og Katrínu dóttur
hans innilegar samúðarkveðjur.
Geir Gunnar Geirsson.
Nú þegar nágranni minn,
Einar í Háa-Múla, hefur kvatt
þetta líf finnst mér að ég verði
að minnast hans með örfáum
orðum. Við vorum báðir Fljóts-
hlíðingar, nokkuð jafnaldra og
ólumst upp í góðu nágrenni
hvor á sínum bæ. Vorum
reyndar viðloðandi þar alla tíð,
að kalla. Einar dvaldi um skeið
í Reykjavík og aflaði sér þekk-
ingar og starfsreynslu í raf-
magnsfræðum. Gerðist hann
meistari í rafvélavirkjun. Líka
stundaði hann nám í Samvinnu-
skólanum á Bifröst og lauk
þaðan prófi. Hann kom svo aft-
ur á heimaslóðir og gerðist
bóndi, en vann jafnframt í sínu
fagi. Hann fékk strax nóg að
gera, enda góður fagmaður og
lipur í viðskiptum. Aðalstarfs-
svæði hans var austurhluti
Rangárvallasýslu, þó einnig
færi hann víðar. Lagði hann
rafmagn í hús, bæði stór og
smá, og sinnti líka viðgerðum.
Á þessu svæði var auðvitað
mikill kúabúskapur sem studd-
ist við raftæki, mjaltavélar og
kælivélar sem alltaf urðu að
vera í lagi svo ekki yrðu vand-
ræði. Kom oft í hlut Einars að
bjarga málum. Hann var, eins
og einyrkjum er títt, ekki svo
mjög bundinn af klukku eða
ákveðnum vinnutíma. Við-
skiptavinirnir gerðust svo klók-
ir að þeir efndu til samtaka og
gáfu honum farsíma í afmæl-
isgjöf. Þá voru farsímar meira
fyrirtæki en síðar varð. Líklega
hefur hann haft einhver not af
símanum en hagur gefenda var
líklega meiri því nú var alltaf
hægt að kalla í Einar. Samt gat
brugðið til beggja vona með
það, en það var ekki oft . Kunn-
ugt er mér samt um einn sem í
vandræðum sínum hringdi og
bað hann að skjótast til sín.
Hann svaraði strax, ekki stóð á
því, en taldi tormerki á að
koma því hann var staddur ein-
hvers staðar úti í miðju Þýska-
landi. Stundum gat hann verið
svolítið óútreiknanlegur.
Einar var prýðisnágranni,
óáreitinn og hjálpsamur. Það
eru mikil hlunnindi að njóta
góðs nágrennis. Hlunnindi sem
ekki verða metin til fjár í fast-
eigna- og skattamati. En það
verður nú ekki allt metið til
fjár.
Einar var gamansamur í
meira lagi. Eitthvað kunni hann
af bröndurum sem hann gat
sagt ef á þurfti að halda en var
samt drýgri við að búa þá til. Í
því var hann ótrúlega hug-
myndaríkur. Einnig átti hann
til að gera mönnum græsku-
lausar smáglettur sem lífguðu
tilveruna.
En nú er þessi öðlingur horf-
inn sjónum okkar og eiga
margir eftir að sakna hans því
hann var á margan hátt ein-
stakur.
Aðstandendum hans óska ég
blessunar í bráð og lengd.
Daði Sigurðsson.
Ég á margar fallegar minn-
ingar sem tengjast Einari vini
mínum, frænda og næstum því
bróður.
Ég kom oft sem barn að
Háamúla með foreldrum mín-
um. Katrín kunni að taka á
móti börnum, bað okkur um að
mala fyrir sig kaffið og að laun-
um var súkkulaði eða brjóst-
sykur sem var sjaldgæf mun-
aðarvara á þessum tíma. Það
fór ekki mikið fyrir Einari á
þessum árum enda ekkert
skemmtilegt að fá stelpur í
heimsókn.
Árin liðu og þeir urðu bestu
vinir, Einar og Þröstur bróðir
minn. Þeir leyfðu stelpu-
skottinu að vera með þegar far-
ið var í Þórsmörk og Seljavalla-
laug og svo seinna á böllin í
sveitinni. Í hópinn bættust svo
við sumarstúlkur í Múlakoti
sem urðu vinkonur okkar fyrir
lífstíð.
Ógleymanlegt er ball sem við
fórum á í Gunnarshólma á
bjartri júnínótt. Á heimleiðinni
var ákveðið að ganga upp á
Dímon. Þvílík fegurð, sólin að
koma upp og dalalæða yfir öllu.
Við vorum eins og á eyju. Við
Einar minntumst oft á þetta
ferðalag okkar. Í minningunni
gengum við stelpurnar upp á
hælaháum skóm!
Önnur minnisstæð ferð með
Einari var norður á Akureyri
með hópi frá Hellu. Með okkur
var norsk vinkona min, Ada.
Hópurinn tjaldaði á Sprengi-
sandi, á ekki mjög spennandi
stað, í septembermánuði. Um
morguninn hrópaði Ada: „Jeg
har aldri i hele mitt liv fryset
så mye!“ Þessa setningu fékk
hún stöðugt að heyra hjá Ein-
ari þegar þau hittust og núna
síðast í fyrrasumar þegar við
heimsóttum hann og Dóru.
Hann gat verið skemmtilega
stríðinn.
Einar var mikill húmoristi,
skemmtilegur og vel gefinn.
Hann átti mjög auðvelt með að
tileinka sér tungumál.
Við systkinin og Bjössi heim-
sóttum hann er hann bjó í
Kaupmannahöfn. Hann þreytt-
ist aldrei á að sýna okkur það
markverðasta sem borgin hafði
upp á að bjóða. Þetta var fyrsta
ferð okkar til borgarinnar við
Sundið en ekki sú síðasta.
Einar var einstaklega hjálp-
samur alla tíð, hann og Þröstur
bróðir leiddu rafmagn í bústað-
inn okkar og gaf hann okkur
góð ráð með ýmislegt alla tíð.
Hann fylgdist alltaf með bú-
staðnum fyrir mig þegar hann
var fyrir austan.
Ég kynntist Bryndísi mjög
vel og börnunum þeirra, Atla
og Kötu, er þau voru að vaxa úr
grasi. Hann var afskaplega
stoltur pabbi og seinna stoltur
afi.
Það er með miklum söknuði
að ég kveð þennan kæra vin
minn. Ég er svo þakklát fyrir
allar fallegu minningarnar.
Innilegar samúðarkveðjur til
Dóru og fjölskyldunnar. Einnig
var ég beðin fyrir samúðar-
kveðju frá Ödu vinkonu minni í
Noregi.
Hrefna Jónsdóttir.
Einar Þór
Sigurþórsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
VIGDÍSAR GUÐBJARNADÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða,
áður til heimilis að Einigrund 22,
Akranesi.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki dvalar- og
hjúkrunarheimilisins Höfða.
Guð blessi ykkur öll.
Vignir Jóhannsson Karen Goss
Brynja Jóhannsdóttir Magnús Ebenesersson
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubarn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærrar móður og tengdamóður,
RAGNHILDAR ÁRNADÓTTUR,
Barónsstíg 33, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Miklatorgi
á Hrafnistu Laugarási.
Oddur Garðarsson Racel Eiríksson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐGEIR SIGURGEIRSSON
bátsmaður,
lést á Landspítalanum Hringbraut
þriðjudaginn 15. desember.
Sigurrós Jóhannsdóttir
börn og makar
barnabörn og barnabarnabörn