Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í
knattspyrnu, var í gærkvöld útnefnd íþróttamað-
ur ársins 2020 af Samtökum íþróttafréttamanna
sem lýstu kjöri sínu í 65. skipti.
Þetta er í fjórða sinn á síðustu sex árum sem
kona hreppir þennan eftirsótta titil og Sara Björk
er jafnframt fyrsta konan í 65 ára sögu kjörsins
sem sigrar í tvígang en hún var einnig kjörin
íþróttamaður ársins 2018.
Hlutföllin hafa því heldur betur snúist við því til
ársins 2014 höfðu konur aðeins verið útnefndar
íþróttamenn ársins í fjögur skipti á 59 árum.
Sara er þrettándi íþróttamaðurinn sem hlýtur
þessa útnefningu oftar en einu sinni. Síðast var
Gylfi Þór Sigurðsson kjörinn í annað sinn árið
2016 en Vilhjálmur Einarsson hefur verið kjörinn
oftast allra, fimm sinnum, á árunum 1956 til 1961.
Sló met Margrétar og Ólafs
Yfirburðir Söru í kjörinu voru gríðarlegir. Allir
þrjátíu liðsmenn Samtaka íþróttafréttamanna
greiddu atkvæði og allir settu þeir Söru í fyrsta
sæti. Hún fékk því hámarksstigafjölda, 600 stig
samtals. Það er jafnframt metfjöldi stiga í þessu
kjöri. Ellefu sinnum áður hefur íþróttamaður árs-
ins hlotið fullt hús stiga en aldrei frá jafnmörgum
meðlimum SÍ. Fyrra stigamet kjörsins átti Mar-
grét Lára Viðarsdóttir sem fékk 496 stig árið
2007.
Þá er þetta stærsti sigur sögunnar í kjörinu en
Sara fékk 244 stigum meira en körfuboltamað-
urinn Martin Hermannsson sem varð í öðru sæti
kjörsins með 356 stig. Níutíu stigum á eftir Mart-
in varð síðan handknattleiksmaðurinn Aron Pálm-
Ljósmynd/Bragi Valgeirsson
Íþróttamaður ársins Sara Björk Gunnarsdóttir smellir kossi á verðlaunagripinn eftir að hafa tekið við honum í annað skipti í gærkvöld.
arsson í þriðja sætinu. Heildarstigin í kjörinu má
sjá hér til hliðar.
Stærsta sigurinn fram að þessu vann Ólafur
Stefánsson árið 2002 þegar hann var kjörinn
íþróttamaður ársins með 227 stigum meira en
næsti maður, sundmaðurinn Örn Arnarson. Ólaf-
ur vann einnig tvo næststærstu sigra þar á eftir
en hann sigraði með 193 stiga mun tvö ár í röð, ár-
in 2008 og 2009.
Sara átti magnað ár en hún varð þýskur meist-
ari og bikarmeistari 2020 með Wolfsburg í Þýska-
landi. Hún gekk til liðs við Evrópumeistara Lyon í
byrjun júlí og varð strax franskur bikarmeistari
með liðinu. Í lok ágúst varð hún síðan Evrópu-
meistari fyrst íslenskra kvenna þegar Lyon vann
Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu,
3:1, og Sara skoraði þriðja mark franska liðsins í
leiknum.
Þá var Sara sem fyrr fyrirliði íslenska lands-
liðsins en það tryggði sér sæti í lokakeppni Evr-
ópumótsins með því að fá 19 stig úr átta leikjum í
undankeppninni og þurfti ekki að fara í umspil.
Sara, sem er þrítug að aldri, sló jafnframt
leikjamet landsliðsins í október þegar hún fór
fram úr Katrínu Jónsdóttur og hefur Sara nú leik-
ið 136 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Sögulegur sigur Söru
Kjörin íþróttamaður ársins í annað sinn á þremur árum Fjórði sigur konu
í kjörinu á sex árum Nýtt stigamet og yfirburðirnir meiri en nokkru sinni fyrr
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari
sænska knattspyrnuliðsins Kristi-
anstad, var kjörin þjálfari ársins
2020 af Samtökum íþróttafrétta-
manna. Hún vann yfirburðasigur
með 133 stig. Arnar Þór Viðarsson,
þjálfari 21-árs landsliðs karla í fót-
bolta, varð annar með 55 stig og
Heimir Guðjónsson þjálfari Íslands-
meistara Vals í fótbolta þriðji með 23
stig. Kristianstad náði sínum besta
árangri, 3. sæti, og vann sér keppn-
isrétt í Meistaradeildinni. Elísabet
var valin þjálfari ársins í Svíþjóð.
Elísabet er
þjálfari ársins
Ljósmynd/ Kristianstad
Best Elísabet Gunnarsdóttir hefur
stýrt Kristianstad í tólf ár.
Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu
var í gærkvöld útnefnt lið ársins 2020
af Samtökum íþróttafréttamanna.
Kvennalandsliðið, sem tryggði sér
sæti í lokakeppni EM, vann öruggan
sigur í kjörinu og fékk 148 stig. Liðið
hafnaði í öðru sæti í sínum riðli, vann
sex af átta leikjum sínum í und-
ankeppninni og fékk nægilega mörg
stig til að komast beint á EM, án um-
spils. Í öðru sæti varð 21 árs landslið
karla í fótbolta með 84 stig og í þriðja
sæti varð kvennalið Breiðabliks í fót-
bolta með 14 stig.
Kvennalands-
liðið lið ársins
Morgunblaðið/Eggert
Bestar Kvennalandsliðið í fótbolta
leikur á EM sumarið 2022.
Þannig féllu öll atkvæðin í kjörinu á íþróttamanni ársins 2020:
1 Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna, Wolfsburg og Lyon............................................................................. 600
2 Martin Hermansson, körfuknattleikur, Alba Berlín og Valencia........................................................................ 356
3 Aron Pálmarsson, handknattleikur, Barcelona..................................................................................................... 266
4 Anton Sveinn McKee, sund, SH og Toronto Titans.............................................................................................. 209
5 Bjarki Már Elísson, handknattleikur, Lemgo........................................................................................................ 155
6 Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna, Rosengård............................................................................................. 126
7 Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir, ÍR ............................................................................................................... 106
8 Ingibjörg Sigurðardóttir, knattspyrna, Vålerenga................................................................................................. 84
9 Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna, Everton ........................................................................................................... 74
10 Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur, Zaragoza............................................................................................ 66
11 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf, Keili.................................................................................................................... 47
12 Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingar, Ármanni ................................................................................................... 23
13 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir, FH.................................................................................................................... 15
14 Alfons Sampsted, knattspyrna, Bodö/Glimt............................................................................................................ 10
15 Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir, Ármanni.............................................................................................................. 8
16-17 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf, GR ................................................................................................................. 7
16-17 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut, Fjölni ........................................................................................................... 7
18 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, knattspyrna, AC Milan, Breiðabliki og Le Havre .............................................. 6
19-21 Ísak Bergmann Jóhannesson knattspyrna, Norrköping ......................................................................................... 5
19-21 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir, ÍR.......................................................................................................................... 5
19-21 Steinunn Björnsdóttir, handknattleikur, Fram ........................................................................................................ 5
22-23 Vigdís Jónsdóttir, frjálsíþróttir, FH.......................................................................................................................... 4
22-23 Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna, Breiðabliki................................................................................................. 4
24-25 Hilmar Snær Örvarsson, íþróttum fatlaðra, Víkingi ................................................................................................ 1
24-25 Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna, Al-Arabi....................................................................................................... 1
Haukur Gunnarsson, frjálsíþrótta-
maður úr röðum fatlaðra, var í gær-
kvöld tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ, í
tengslum við kjör Samtaka íþrótta-
fréttamanna á íþróttamanni ársins.
Haukur hlaut gullverðlaun í 100 metra
hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í Seúl ár-
ið 1988 og fékk auk þess fimm brons-
verðlaun á Ólympíumótum árin 1984,
1988 og 1992. Haukur er tuttugasti
íþróttamaðurinn sem fær sæti í Heið-
urshöll ÍSÍ en Vilhjálmur Einarsson
fékk þar fyrstur inngöngu þegar hún
var stofnuð árið 2012.
Gautaborg, sænska meistaraliðið í
knattspyrnu kvenna, hefur verið lagt
niður. Peter Bronsman, stjórnar-
formaður félagsins, segir að félagið
hafi þjónað þeim tilgangi sínum sem til
var stofnað árið 2003 sem hafi verið að
lífga upp á knattspyrnuna í borginni og
búa til fyrirmyndir. Nú séu komin fjögur
önnur félög á svæðinu með kvennalið
og sænski meistaratitillinn sé því flott-
ur endir á vegferð liðsins. Allir leik-
menn liðsins eru lausir undan samn-
ingum en þar á meðal eru sjö sænskar
landsliðskonur sem voru í hópnum
gegn Íslandi í undankeppni EM í haust.
Þeirra þekktust er Stina Blackstenius.
Morön frá Skelleftå, sem hafnaði í
þriðja sæti B-deildarinnar, var í gær
boðið að taka sæti Gautaborgar í úr-
valsdeildinni.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari
Kristianstad sagði við Kristianstads-
bladet í gær að þessar fréttir frá
Gautaborg væru ótrúlegar. Hún stað-
festi síðan að hún hefði þegar látið þá
leikmenn Gautaborgarliðsins sem hún
hefði áhuga á að fá í sínar raðir vita af
því. Kristianstad hafnaði í þriðja sæti
deildarinnar, níu stigum á eftir Gauta-
borg.
Velski knattspyrnumaðurinn Gareth
Bale verður ekki með Tottenham í
næstu leikjum en hann meiddist í leik
liðsins gegn Stoke í deildabikarnum
rétt fyrir jól. José Mourinho knatt-
spyrnustjóri félagsins sagði hann hafa
tognað í kálfa. Bale leikur ekki gegn
Fulham í kvöld og missir örugglega
einnig af leik liðsins við Leeds á laug-
ardaginn kemur.
Einn þekktasti íþróttamaður Svía,
íshokkímarkvörðurinn Henrik Lundq-
vist, er á leið í hjartaaðgerð en áður
hafði hann tilkynnt að hann myndi ekk-
ert spila með Washington Capitals á
leiktíðinni vegna veikinda. Hann skýrði
frá þessu á Twitter í gær. Lundqvist er
38 ára og hefur verið í fremstu röð í
NHL-deildinni í íshokkí um árabil ásamt
því að komast sjö sinnum á verðlauna-
pall með sænska landsliðinu á stór-
mótum.
Spænska knattspyrnufélagið Atlé-
tico Madrid hefur staðfest að það hafi
gert starfslokasamning við sókn-
armanninn Diego Costa. Í yfirlýsingu
félagsins segir að Costa
hafi fyrir nokkrum
dögum óskað eftir
því að fá að yfirgefa
félagið af persónu-
legum ástæðum
og hann hafi í gær
undirritað starfs-
lokasamninginn.
Costa er 32 ára
og kom frá
Chelsea árið 2017 en
hafði áður verið í röð-
um Atlético á árunum
2006-2009 og aftur
2010-2014 og unnið bæði
spænska meistaratitilinn og
Evrópudeildina með liðinu.
Eitt
ogannað