Morgunblaðið - 30.12.2020, Síða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND
JÓLAMYNDIN 2020
Leiksýningar
ársins
Leiklistargagnrýnendur Morgunblaðsins, Silja Björk Huldudóttir og
Þorgeir Tryggvason, sáu rétt tæplega þrjátíu sýningar á árinu þrátt
fyrir að leikhús landsins væru lokuð mánuðum saman vegna heims-
faraldurs. Hápunktar ársins spanna allt frá tilfinningaþrungnum
uppgjörum til spennandi rannsókna með viðkomu í gleði og söng.
Polishing Iceland í Tjarnarbíói
Eftir Ewu Marcinek í leikgerð og leikstjórn
Pálínu Jónsdóttur.
„Það er skáldlegt flug í textanum og létt
áreynsluleysi sem nýtur sín vel í leikhús-
samhengi […] Polishing Iceland er einhvers
konar léttleikandi revía eða heimspekilegur
léttpólitískur sálarkabarett um menningar-
árekstra, lykla og orð, sem eins og allir vita
duga skammt til að lýsa því sem við upplifum,
hvað þá því hvernig okkur líður. Í úrvinnslu
Pálínu Jónsdóttur er sam- og eintölum lipur-
lega og áreynslulaust fléttað saman við
raunsæislegt (og hæfilega ýkt) látbragð og
stílfærðar hreyfingar á dansrófinu í sára-
einfaldri umgjörð.“
Ferðasaga
pólfara
Kardemommubærinn í Þjóðleikhúsinu
Eftir Thorbjørn Egner í leikstjórn
Ágústu Skúladóttur.
„Sýningin springur út af krafti þegar söng-
leikjaþáttur hennar er í forgrunni. Ágústa
Skúladóttir hefur einstakt lag á að blása lífi í
fjörmiklar hópsenur og lítið hægt að fullyrða
um hvar því framlagi sleppir og hvar kröftugir
og skemmtilegir dansar Chantelle Carey taka
við. […] Kardemommubærinn er ansi hreint
losaralegt leikrit frá höfundarins hendi, en
gefur að sama skapi mikla möguleika í að
skapa skrautlegt sjónarspil, byggja ævintýra-
heim og gefa tilfinningu fyrir hve lífið getur
verið gott þegar fólk hefur tóm og frið til að lifa
og leika sér.“
Gleði í gamla
bænum
Níu líf í Borgarleikhúsinu
Eftir Ólaf Egil Egilsson í leikstjórn höfundar.
„Afrek Ólafs Egils Egilssonar í Elly sýndi
okkur að þetta gerir hann öllum betur: að
fella saman framvindu og fyrirframgefna
tónlist þannig að hvort styðji, spegli, dýpki
og ögri hinu. Og varðandi þetta með að
fylla fótspor mannsins: auðvitað er það
ekkert hægt. En það þarf heldur ekkert.
Að deila verkefninu, persónunni, í marga
hluta, lauslega eftir tímabilum og enn laus-
legar eftir eiginleikum og afstöðu er ein
leið, og að henni valinni opnast ótal tækni-
legir möguleikar sem hér eru þaulnýttir til
að ýta undir þá tilfinningu að við séum að
deila sögunni. Sögu sem við erum löngu
farin að líta á sem sameign okkar hvort
sem er. […] Annars hvílir áhrifamáttur
Níu lífa merkilega lítið á tilþrifum, hvað þá
fullkomnun, í flutningi laganna. Enginn
Bubbanna er þarna á þeim forsendum að
vera söngleikjahetja eða rokkguð og þau
nálgast tónlistina öll á sínum forsendum,
syngja með sínu nefi. Það kemur aldrei að
sök en gefur tóninn, ef svo mætti segja, um
hvers konar sýning þetta vill vera.“
Lítill drengur
gleymdi sér
Dásamlegur
óður til mæðra
Helgi Þór rofnar í Borgarleikhúsinu
Eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn
Stefáns Jónssonar.
„Í Helgi Þór rofnar beinir Tyrfingur, líkt og
oft áður, sjónum sínum að undirmálsfólki án
þess þó að gera lítið úr því – því mennskan er
alltaf í fyrirrúmi hjá höfundi. […] Gjöfult sam-
starf höfundar og leikstjóra skilar sér í áhrifa-
mikilli sýningu sem birtir okkur grimman og
ofbeldisfullan heim sem erfitt getur verið að
horfast í augu við. Við getum þó heilmikið lært
af leit höfundar að ljósinu sem leynist í sér-
hverri manneskju, en fær vegna aðstæðna
ekki alltaf tækifæri til að loga.“
Guð, gerðu mig
góðan, bara
ekki strax Útlendingurinn – morðgáta í Borgarleikhúsinu
Eftir Friðgeir Einarsson í leikstjórn
Péturs Ármannssonar.
„Friðgeir nálgast efnivið sinn af mikilli alvöru,
en jafnframt einlægni. Góðlátlegur húmorinn
er samt aldrei langt undan. Hann býður okkur
að hlæja bæði með sér og að í vandræðagangi
sínum og strögli. […] Í Útlendingnum – morð-
gátu vinnur Friðgeir ásamt listrænu teymi
sínu áfram með þá aðferð og nálgun sem
kynnt var í Club Romantica, mátar hana við
margþættari og flóknari efnivið og vinnur úr
honum á mun dýpri hátt. Útlendingurinn –
morðgáta er allt í senn fyndin og einlæg sýn-
ing, drungaleg og falleg, hversdagsleg og
heimspekileg. Hún minnir okkur á að við höf-
um val um að lifa í núinu, taka lífið hæfilega al-
varlega og samtímis njóta þess sem það hefur
upp á að bjóða.“
Þótt ég gangi nú um dimman dal
Mæður í Iðnó
Eftir Önnu Bro, Juliu Lahme, Mette Marie Lei
Lange, Christinu Sederqvist og íslenska leikhópinn
í leikstjórn Álfrúnar Örnólfsdóttur.
„Mæður er frábær sýning sem öll ættu að sjá,
jafnt mæður sem feður. Við sem gengið höfum
í gegnum það ferli að ganga með og fæða barn
getum notið þess að hlæja og gráta með per-
sónum verksins þegar fæðingarorlofstíminn er
rifjaður upp með öllum sínum svefnlausu nótt-
um, brjóstagjöf, barnamauki og kúkableyjum.
Þau sem ekki hafa persónulega reynslu af for-
eldrahlutverkinu geta fengið ómetanlega inn-
sýn í þennan reynsluheim sem er allt í senn
hrikalega erfiður og krefjandi en líka dásam-
legur og gefandi.“