Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Page 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Gildir á alla viðburði í húsinu Nánar á harpa.is/gjafakort Gjafakort sem hljómar alltaf vel Þetta er rosalegt. Hvenær fáum við að byrja aftur? Það er ekki nóg meðað ég sé kominn með ístru, ég er að fá brjóst!“ sagði vinur minn í vik-unni og andvarpaði gegnum símann. Hann er karlkyns. Báðir eigum við aðild að Knattspyrnufélagi Magnúsar Finnssonar (KMF) sem starfrækt hefur verið hér á Morgunblaðinu frá árinu 1976. Yfirstandandi sparkrof hef- ur tekið á félaga í KMF eins og aðra sparkendur í þessu landi. Upp til hópa sýna menn aðgerðum sóttvarnalæknis og stjórnvalda skilning en það breytir ekki því að fótkláðinn er orðinn nánast óbærilegur. Ég veit um alla vega einn sem er þegar búinn að reima á sig takkaskóna og setja upp legghlífarnar. Svo hann komist þráðbeint út á völl, þegar Þórólfur og Svandís segja gó, eins og Bó forðum. Slík er örvæntingin að ég velti því alvarlega fyrir mér um daginn, þeg- ar gefið var grænt ljós á sparkiðkun barna á ný, að halda sem leið lá nið- ur í ráðuneyti með myndefni úr öryggismyndavélum í Fram- heimilinu. Það myndefni sannar nefnilega, svart á hvítu, að sum okk- ar eru í raun og veru börn – þegar við erum komin inn á völlinn! Svokallaðir afreksíþróttamenn hafa haft sig mjög í frammi að und- anförnu og ég viðurkenni að maður óttast að þeir fái leikheimild á undan okkur hinum, sem erum með bumbu og karlabrjóst og tökum ekki þátt í neinum lögformlegum mótum. Þá bið ég menn að hafa þetta í huga: Í KMF eru menn, fleiri en einn og fleiri en tveir, sem komnir eru á sjötugsaldur (og sumir vel það) en missa eigi að síður ekki úr æfingu. Og við æfum jafn oft í viku og Auðbjörn, tvítugur töffari, fór í ljós í gamla daga. Við erum til dæmis með einn á sjötugsaldri sem tekið hefur stór- stígum framförum á umliðnum árum og sparkspekingar spá að muni ná per- sónulegum hæðum sem leikmaður á þarnæsta ári, 66 ára. Ef það er ekki af- reksíþróttamennska þá heiti ég Dolly Parton! Hápunktur ársins hjá okkur KMF-liðum er svokallaður Jesúbolti sem fram fer á Klébergi á Kjalarnesi á páskum og jólum meðan hinn fasti leigu- sali okkar, Fram, lokar sínum sölum, selur flugelda og liggur á bæn. Sú veisla var tekin af okkur um páskana en því skal ég lofa ykkur að Jesúboltinn mun fara fram nú um jólin. Í versta falli mætum við bara í boltagerðið við Klébergsskóla í sérstökum geimbúningum sem Stefán vinur minn sæti segir að Elon Musk geti útvegað okkur en þeir eru kunningjar. Vonandi verður þó búið að snúa veiruna það hraustlega niður fyrir jól að geimbúningarnir geti beðið betri tíma. Þess vegna biðla ég til ykkar, lands- menn góðir: Haldið ykkur heima þangað til – þó ekki væri nema fyrir ykkar sparkglöðustu og brjóstmestu bræður! Ég er að fá brjóst! Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Það myndefni sannarnefnilega, svart áhvítu, að sum okkar eru íraun og veru börn – þegar við erum komin inn á völlinn! Sigríður Guðnadóttir Já, að sjálfsögðu. Ég er heilbrigðisstarfsmaður. SPURNING DAGSINS Ætlarðu að láta bólu- setja þig við Covid? Karl Jóhann Jónsson Já, örugglega. Margrét Ívarsdóttir Já, alveg handviss. Júlíus Hafstein Já. Alveg ákveðinn. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ertu orðinn spenntur að koma til byggða? Þú getur ímyndað þér! Sei sei. Ég er orðinn hundleiður á þessu fjallalífi með bræðrum mínum. Finnst þér gott að vera fyrstur? Já, það er langbest. Ég er líka langbestur af þeim öllum, það sjá það allir. Myndarlegastur líka. Af hverju ertu með staurfætur? Nú það er auðvitað af því ég missti lappirnar. Þær kól af mér einn veturinn. Meira vesenið. Heldurðu að þú gætir reddað mér tíma hjá Össuri? Það er voða erfitt að sjúga ærnar með þessa staurfætur. Kemurðu með eitthvað gott í skóinn fyrir krakka landsins? Heldur betur! En hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá! Hvað er að frétta af fjölskyldunni? Allt það besta. Karlinn er orðinn óttalegt skar en mamma er hress. Þetta eru bara sögusagnir að gamla sé dauð, hún er eldhress! En er þó alveg hætt að borða börn. Það þótti ekki nógu gott. Ertu ekki hræddur um að smitast af kórónuveirunni? Sú bévítans padda! Nei, við erum öll búin að fá hana. Urðum alveg hundveik og minnstu munaði að Stúfur steindræpist. Hvaðan kom smitið? Hann Ketkrókur var að sniglast til byggða í vor og Jón bóndi smitaði hann þegar hann datt þar inn í kaffi. En allur er varinn góður og ég set upp grímu og drekk spritt. Eða átti það að fara á hendurnar? Morgunblaðið/Eggert STEKKJARSTAUR LEPPALÚÐASON SITUR FYRIR SVÖRUM Staurfætur eru heftandi Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Von er á jólasveinum til byggða en Stekkjarstaur er fyrstur og kemur að- faranótt tólfta desember. Hinir tólf fylgja fast á eftir, einn á hverjum degi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.