Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Page 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2020 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Lögð var fram hagfræðileg greining á ávinningi félagslegrar fjárfest- ingar til þess að grípa fyrr inn í erf- iðar aðstæður barna á lífsleiðinni. Samkvæmt henni nemur hann tug- um milljarða til langs tíma litið, álíka ábatasöm og flugvöllur. Af því tilefni kom ekki ein einasta fréttatilkynn- ing frá Isavia. Arkitektar létu í ljós áhyggjur af afleiðingum breytingartillagna á aðalskipulagi Reykjavíkur, þar sem þétting byggðar er ofarlega á blaði. Þeir óttast að byggt verði svo þétt og hátt að Reykvíkingar muni boða til sólarkaffis í maí, líkt og sums staðar þekkist í þröngum fjörðum landsins þegar loks sést til sólar. Íbúar í Úlfarsárdal eru ekki hrifnari af fyrirhuguðum skipulagsbreyt- ingum heima hjá sér, en þar stendur til að hætta við íbúðabyggð og koma frekar upp iðnaðarsvæði. Þeir óttast að blómleg byggð þar breytist í nýj- an Ártúnshöfða, lífsskilyrðin versni og fasteignir þeirra hrynj í verði. Slysavarnafélagið Landsbjörg ótt- ast að tekjur sínar í ár verði um 600 milljónum króna lægri en í fyrra. Þar gætir kórónuveirunnar eins og víða annars staðar, en gert er ráð fyrir mun dræmari flugeldasölu en áður og eins verður sala Neyðar- kallsins flutt yfir á nýja árið.    Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur varð þriggja ára gömul, nýtur sam- kvæmt könnunum stuðnings meiri- hluta landsmanna og fátt sem bendir til annars en að hún starfi út kjör- tímabilið með meirihluta á þingi. Það hefur ekki gerst síðan 2007. Umræður um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru komnar á fullt, en þar er um lítið annað talað en halla- rekstur og þrengingar. Minna er hins vegar rætt um að tekjur sveitarfélaganna á þessu ári hafa síður en svo lækkað, þó viðbúið sé að það gerist á næsta ári og launa- hækkanir taki að sliga þau. Á sama tíma kom fram að erlend staða þjóðarbúsins hefði aldrei ver- ið betri, næmi næstum billjón króna og hafði batnað um rúma 300 millj- arða króna frá lokum annars árs- fjórðungs. Hins vegar kom líka á daginn að efnahagssamdráttur hér á landi af völdum kórónuveirunnar er talsvert meiri en gerist og gengur í helstu nágrannaríkjum. Það má að mestu leyti rekja til lokunar ferðaþjónust- unnar. Þó það lifi enginn á loftinu, þá lifa menn ekki án þess og því gladdi það fólk að fá staðfestingu á því að í Evrópu sé loftið einna hreinast á Íslandi. Aftur á móti greindi Náttúrufræði- stofnun frá því að rjúpan væri mun rýrari í ár en í fyrra, ekki alveg það sem menn vildu heyra í upphafi aðventu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins féll- ust á nýtt frumvarp Lilju Alfreðs- dóttur menningarmálaráðherra um styrkjakerfi fyrir einkarekna fjöl- miðla. Það gerðu þeir þó með sem- ingi og fyrirvörum, svo ekki er víst að það fari klakklaust eða óbreytt í gegnum þingið. Fjölmörg sveitarfélög krefjast þess að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um framtíð Reykjavíkur- flugvallar; hann sé ekki einkamál Reykvíkinga.    Íslenska kvennalandsliðið í fót- bolta sigraði Ungverjur með einu marki gegn engu og áunnu sér þannig sæti á Evrópumótinu á Englandi 2022. Fullveldisdagurinn var haldinn há- tíðlegur, en með minna sniði en oft- ast. Þó ákvað Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, að það væri tilvalinn dagur til að kynna dóm sinn um fyrri dóm sinn, þó síð- an kæmi víst í ljós að hvorugt var beinlínis dómur. Öllum að óvörum komst hann að því að hann hefði haft rétt fyrir sér. Lögspekingar rýndu í spekina og voru almennt á því að umfjöllun dómsins hefði engin áhrif. Umhverfisráðherra kynnti loks nýtt frumvarp um Hálendisþjóðgarð en heyra mátti á bæði samherjum í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, að menn telja málið alls ekki útrætt og gerðu margvíslega fyrirvara við það. Einkum vilja sveitarstjórnamenn halda óskoruðu skipulagsvaldi sínu, öfugt við það sem þeir vilja t.d. um Reykjavíkurflugvöll. Reykjavíkurborg spáir því að 11,3 milljarða halli verði á rekstrinum á næsta ári. Þrátt fyrir mikla skulda- söfnun á undanförnum árum boðar meirihlutinn í borginni að farið verði í 175 milljarða króna fjárfestingu á ýmsum dásemdum. Boðað var að borgin vildi taka að láni milljarð króna á viku allt næsta ár og meira síðar. Elko var dæmd milljóna endur- greiðsla frá ríkinu vegna oftekinna eftirlitsgjalda, sem lögð voru á út- selda vöru, og munu aðrar raftækja- verslanir fá ámóta glaðning. Fyrir- tækið lýsti yfir mikilli ánægju með málalyktir, en minntist þó ekki á það hvernig aurunum yrði komið til neytenda, sem borguðu gjaldið.    Með breyttum vinnubrögðum hefur tekist að hraða málstíma verulega og vinna á málahalla hjá embætti héraðssaksóknara. Þar munar langmest um skjótari afgreiðslu kynferðisbrotamála. Bandarísk rannsókn á vöru frá Lýsi bendir til þess að hún sé afar gagn- leg til þess að hamla veirusmiti. Samtök ferðaþjónustunnar greindu frá því að gjaldþrot í greininni hefðu orðið mun færri en spáð hafði verið. Mikið virðist hafa munað um aðgerð- ir stjórnvalda á borð við greiðslu- skjól, stuðningslán og uppsagnar- styrki. Hins vegar telja samtökin að slípa þurfi tekjufallsstyrki til. Morrinn kom til landsins með stormsveipi og hrollkalt heim- skautaloft. Hitastig féll verulega um allt land, en Veitur gripu til við- bragðsáætlunar og báðu fólk um að spara heita vatnið vegna þessa þriggja daga kuldakasts. Hjá sum- um kviknuðu spurningar um hvort hnattstaða landsins hefði farið framhjá þeim og hvað myndi gerast ef þessari drepsótt fylgdi líka frosta- vetur mikill. Þrátt fyrir allt tal Pírata um gagnsæi og strangleika í bókhaldi kom á daginn að þeir hafa trassað að gera ársreikning mánuðum saman og höfðu auk þess týnt nótum fyrir 1,3 milljónir í bókhaldinu. 99,5% tekna þeirra koma úr opinberum sjóðum. Skatturinn íhugar að flytja sig um set í nýtt hús í Katrínartúni. Sama dag ákvað Ríkið að halda vínbúðinni í Borgartúni opinni eftir allt saman.    Fjármálum borgarinnar er stundum líkt við brennandi ruslagám. Sorpa kynnti hljóðlega gríðarlegar hækk- anir á verðskrá sinni, þó í bland væru lækkanir á öðrum þjónustu- liðum. Reglan virtist vera sú að verð lækkaði í samkeppnisþjónustu en einokunin sprengd upp. Sorpa hefur átt við mikla fjárhagsörðugleika að stríða, sem m.a. má rekja til mistaka stjórnenda. Gengi krónunnar hefur styrkst að undanförnu og það skilaði sér hratt og vel á bílamarkað. Gert er ráð fyr- ir að verðlækkanir berist jafnóðum með nýjum bílum, eitthvað fram á nýja árið. Fjárhagur Reykjanesbæjar vakti enn áhyggjur, en bærinn hefur orðið illilega fyrir barðinu á kórónuveir- unni. Um 22% atvinnuleysi er nú í bænum. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri segir þó að bærinn þoli vel hallarekstur í einhvern tíma, en hann nýtti góðærið vel til þess að vinda ofan af fyrri fjárhagsvanda frá í hruni. Gert er ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld skrifi undir samninga um bóluefni frá Pfizer í komandi viku. Þegar hefur verið samið við Astra- Zeneca. Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrver- andi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur verið sendur í leyfi af dóms- málaráðuneytinu, en hann hefur stöðu sakbornings í rannsókn hér- aðssaksóknara á gagnaleka til fjöl- miðils. Fjögur veiðiskip héldu til loðnu- leitar norður fyrir land. Salmann Tamimi, forstöðumaður Félags múslima á Íslandi, lést, 65 ára að aldri. Kuldakast í upphafi aðventu Bæði veitustofnanir og landsmenn voru illyrmislega minnt á hnattstöðu landsins og það að jafnvel á Íslandi geti orðið kalt á veturna. Höfuðborgarbúar lifa í voninni um að aldrei verði meira en þriggja daga kuldakast. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson 29.11.-4.12. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.