Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Page 19
segir Katrín um að stofna fyrirtæki í heimsfaraldri. Hún var nýkomin úr fæðing- arorlofi og var með lítið af verkefnum vegna efnahagsþrenginga. Annað sem hafði áhrif á ákvörðun Katr- ínar var að áhugi hennar á plöntum jókst bara og það sama má segja um áhuga Ís- lendinga. Katrín skoðaði Facebook-hópinn Stofublóm inniblóm pottablóm. Hún segir að mikil fjölgun hafi átt sér stað á síðustu tveimur árum en sprenging hafi orðið í fjölda fólks í hópnum eftir að kórónuveiru- faraldurinn fór að hafa áhrif á líf fólks. Kenning Katrínar er svo að plöntur séu bæði í tísku en auk þess dvelji fólk meira heima hjá sér þessa dagana. Katrín vinnur í fyrirtækinu sínu heima og hefur þá nokkur atriði í huga á heima- skrifstofunni við eldhúsborðið. „Það er gott að vera með góða rútínu, vakna á sama tíma á hverjum degi. Ég finn að það hjálpar mér. Ég reyni að hreyfa mig í hádeginu, fer út að ganga eða geri jóga heima. Lýsing skiptir máli, ég passa að hafa bjart heima hjá mér. Það er annar hlutur sem skiptir að mínu mati mjög miklu máli sérstaklega á Íslandi þar sem er lítið dagsljós á veturna, að hafa góða lýsingu. Ég myndi í rauninni mæla með að fólk væri með dagsljóslampa á veturna. Ég er með stóra glugga sem mér finnst þægilegt. Hvar situr þú? Það skiptir máli. Ég sit þannig að ég sjái út um gluggann. Það skiptir einnig máli að sitja ekki of lengi og mikilvægt að standa reglulega upp frá tölv- unni.“ Plöntuveggurinn er eins og lifandi listaverk. Það gefur Katrínu mikið að hugsa um plönturnar sínar. Katrín stillir upp plöntum eins og öðrum skrautmunum. Plakat af íslenskri flóru er viðeigandi við hlið plöntuveggjarins. 6.12. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.