Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Side 20
400 gr. smjör 500 gr. hveiti 150 gr. flórsykur súkkulaðidropar Hnoðið hráefnum saman. Búið til lengjur sem eru svo skornar í þunna bita. Setjið á bökunarplötu og bakið við 200 gráður í nokkrar mín- útur. Setjið súkkulaðidropa á kökurnar um leið og þær koma út úr ofninum. Spesíur Ljósmynd/Benedikt Schriefer 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2020 LÍFSSTÍLL Kärcher B 95 RS Gólfþvottavél Kärcher KM 70/20 C Sópur Kärcher ProPuzzi 400 Djúphreinsivél Kärcher HDS 10/20 4 M Háþrýstidæla Unsplash Ómissandi jólaklassík Gömlu góðu uppskriftirnar hennar ömmu, í bland við nýrri, eru tilvaldar til að spreyta sig á fyrir þessi jól. Enginn verður svikinn af vanillu- hringjum, spesíum og hálfmánum með glasi af ískaldri mjólk á aðventunni. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 400 g Odense-marsípan (Original Odense) 300 g sykur 1 dl vatn 150 g eggjahvítur 200 g Odense núggat, skor- ið í litla ferninga 250 g dökkt súkkulaði Takið marsípanið og búið til rúllu sem er sirka 3 sentimetrar á breidd og skerið niður í u.þ.b. hálfs sentimetra þykkar sneiðar. Leggið á bökunarpappír og bakið í 5-8 mínútur við 180°C og látið kólna. Legg- ið einn núggatferning á hverja köku. Setjið saman í pott; 300 g sykur og 1 dl vatn og sjóðið í tvær mínútur. Þeytið eggjahvítur þar til léttar og ljósar. Hellið sykurleginum sjóðandi heitum í hægri bunu saman við þeyttu eggjahvíturnar og þeytið um leið. Þeytið í fimmtán mínútur. Setjið því næst blönduna í sprautupoka og sprautið yfir núggatbitann og látið fylla út að brún kökunnar. Látið aðeins kólna í ís- skáp. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Dýfið síðan kök- unum í súkkulaði eða penslið. Látið þorna og setjið í kæli. Alveg sturlað gott! Danskir marsipantoppar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.