Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2020 LÍFSSTÍLL Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Nýja Tokyo línan komin í sýningasal Eigum við ekki að taka Zoom áþetta?“ spyr Börkur Gunnars-son, rithöfundur, leikstjóri og blaðamaður með meiru, og gerir sér augljóslega ekki grein fyrir því að sveitasetur mitt er útibú frá Árbæj- arsafninu. Hann hlær á innsoginu að þessum óvenjulega skorti á tækja- kosti á heimilinu en fellst góðfúslega á að láta gamla góða símann duga. Tja, eða nýja góða símann, ég bý jú að svo- kölluðum snjallsíma. Ótrúlegt en satt. „Þetta er gleði- og glottbók og það var ógeðslega gaman að skrifa hana. Síðustu þrjár bækur mínar hafa verið frekar þungar og að þessu sinni lang- aði mig að hafa þetta aðeins léttara og skemmtilegra. Allar þessar sögur rifjuðust hratt upp fyrir mér og ég rúllaði bókinni eiginlega bara upp,“ byrjar Börkur að lýsa nýjustu skáld- sögu sinni, Frásögu Jóns Jónssonar af því hvernig á að ná árangri í starfi og einkalífi. Jón þessi, eða Nonni, svo við ger- umst aðeins heimilislegri, er blaða- maður sem áður vann á jaðarsettum smáblöðum en stefnir nú hægt upp metorðastigann á ritstjórn Morgun- blaðsins. Með áherslu á orðið „hægt“. Börkur kveðst hafa lokið við sög- una sumarið 2019 en tók svo snarpan snúning á henni síðasta vor; skar nið- ur tvo þriðju hluta. „Ég kann ófáar skemmtisögur af fólki í fjölmiðlum, ekki síst á Morgunblaðinu, þannig að af nægu var að taka. Ég ákvað hins vegar að einblína á senurnar sem færðu söguna áfram,“ segir Börkur sem starfaði lengi sem blaðamaður, meðal annars á Morgunblaðinu, í fleiri lotum en einni. Ýmis nöfn koma fyrir í bókinni sem lesendur kannast við af síðum Morg- unblaðsins. „Agnes Bragadóttir og Kolbrún Bergþórsdóttir eru þarna; stórkostlegar dívur. Það var virkilega gaman að vinna með þeim. Þær höt- uðu að vísu hvor aðra sem var ekkert persónulegt, að ég held. Moggahöllin í Hádegismóum er hins vegar ekki nema nokkur þúsund fermetrar og alls ekki nógu stór fyrir tvær svona stórar dívur og sterka karaktera sem þurfa sitt pláss. Fyrst vann ég með Kollu og þegar ég færðist yfir á deild- ina hjá Agnesi þá sagði Kolla við mig, grafalvarleg á svipinn: „Þú getur ekki verið vinur okkar beggja!““ Börkur kom að vonum eintaki til þeirra um leið og bókin kom úr prent- vélinni. „Agnes hringdi nokkrum dögum síðar og sagðist hafa hlegið út í gegn en Kolla hefur ekkert látið í sér heyra. Annaðhvort er hún brjáluð yfir því hvernig mynd ég dreg upp af henni eða hún er reið yfir því að ég hafi ekki gert betri bók.“ Hann skellir upp úr. – Þetta er samt fyrst og fremst skáldskapur, er það ekki rétt skilið? „Margar uppákomurnar í bókinni eru raunverulegar, sannar sögur, en bókin er uppdiktaður sannleikur. Ég set kjánaprikið hann Nonna inn í þessar raunverulegu aðstæður til að sjá hvernig hann spjarar sig. Hann er með mikið álit á sjálfum sér, bless- aður, og heldur að hann sé stærri og merkilegri en hann er.“ – Hefurðu kynnst mörgum þannig týpum gegnum tíðina? „Já, það hef ég gert og ekki bara í blaðamennsku. Flestar starfsgreinar eru uppfullar af svona mönnum. Það er mun algengara að menn hafi hærri hugmyndir um sjálfa sig en aðrir.“ Í skugga kærustunnar Það er ekki bara vinnan; einkalífið gengur heldur ekki áfallalaust fyrir sig hjá Nonna. „Hann er með kær- ustu sem er allt öðruvísi týpa; hún er ekki eins metnaðargjörn og Nonni sem ætlar sér ritstjórastólinn en ræður varla við að vera sendill. Kær- astan er hins vegar toguð upp met- orðastigann, þótt hún hafi engan sér- stakan áhuga á því, enda er hún eldklár og miklu betri starfskraftur en Nonni. Hann vill líka vera að- alkarlinn í vinahópnum en verður undir þar líka. Það er á brattann að sækja.“ – Í bókum og bíómyndum einkenn- ir hraði og glamúr oft blaðamennsk- una. Er það í raun og veru þannig? „Nei, alls ekki,“ svarar Börkur hlæjandi. „Í hruninu voru blaðamenn að vísu um tíma á vígvelli, þar sem spennan var mikil en það gerist ekki oft yfir starfsævina. Í bókinni reyni ég að lýsa hlutum sem söguhetjan lendir í og eru örvandi og áhugaverð- ir en þetta er ekkert heimildarrit um starfið sem slíkt. Öll störf eru í eðli sínu átómatísk og frekar leiðigjörn, blaðamennskan er ekkert öðruvísi.“ Börkur kveðst hafa fengið fín við- brögð frá blaðamönnum sem lesið hafa bókina en vonar eigi að síður að hún nái út fyrir þann hring. „Ef fólk glottir meðan á lestrinum stendur þá er markmiðinu náð. Þegar menn skrifa um blaðamennsku reyna þeir oft að vera eitthvað svo djúpir og merkilegir að það verður hundleið- inlegt. Ef eitthvað djúpt eða alvarlegt finnst í þessari bók er það fyrir slys.“ Það er bókaútgáfan Sæmundur sem gefur út. „Bjarni Harðarson, sá mikli meistari, gekk á mig úti á götu fyrir nokkrum árum og tjáði mér að bókin mín Hann væri besta skáld- saga ársins. Þess vegna fannst mér tilvalið að leita til hans nú; það er allt- af gott að vinna með fólki sem hefur trú á manni.“ Höfundurinn kveðst vel geta hugs- að sér að vera áfram á þessum léttu og líflegu nótum í verkum sínum. „Mig langar að vinna meira með þetta, glottið og gleðina. Núna er ég að klára handrit fyrir Kvikmyndasjóð en fer svo í næstu bók. Ég er með þrjár til fjórar teiknaðar upp og ein þeirra er í sama fíling, hinar ekki.“ Frumsýning eftir ár? – Um hvað er kvikmyndin? „Hún er um ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í listaheiminum. Þetta eru tvö pör, mjög ólíkir ein- staklingar. Ætli megi ekki segja að þetta sé drama en það er gleði þarna líka.“ Börkur vonast til þess að geta farið í tökur á myndinni næsta sumar, þó það velti auðvitað á Kvikmyndasjóði og öðrum sjóðum. „Gangi allt upp læt ég mig dreyma um að frumsýna myndina í lok næsta árs.“ Við lifum sem kunnugt er á stór- furðulegum tímum og Börkur við- urkennir að oftast hafi verið auðveld- ara að koma bók á framfæri en núna. „Menn eins og Einar Kárason og Arnaldur Indriðason þurfa ekki að fara fram úr rúminu á morgnana til að selja bækurnar sínar en fyrir okk- ur hin þá skipta upplestrar og aðrar kynningar verulegu máli. Þetta snýst um að fara sem víðast og reyna að heilla lesendur. Ekkert slíkt er í boði um þessar mundir.“ – Ekki einu sinni á Zoom? Það er líklega erfitt að afhenda bækur á þeim vettvangi? „Já, alla vega hef ég ekki fundið þá rauf á tölvunni.“ Uppdiktaður sannleikur Börkur Gunnarsson hef- ur sent frá sér skáldsögu um metnaðarfullan en fremur misheppnaðan blaðamann sem ætlar sér stóra hluti á ritstjórn Morgunblaðsins. Mörg nöfn í bókinni koma kunnuglega fyrir sjónir. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Börkur Gunnarsson kann vel við sig á léttu og skemmtilegu nótunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.