Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Blaðsíða 28
an af skrifunum. „Það er alveg rétt,“ segir hann hlæjandi. „Ég ferðast sjálfur aftur í tímann og velti stöðugt fyrir mér hvað mér hefði fundist skemmtilegt að lesa þegar ég var yngri. Mér eru sjónvarpsþættirnir Kalli í knattspyrnu sérstaklega minn- isstæðir, því þó þeir væru ýktir þá glöddu þeir mann mikið. Ég á líka tvo stráka sem eru tíu og þrettán ára og sé á hverju þeir hafa áhuga. Það hjálpar alltaf til. Lykilatriðið er að reyna að höfða til lesenda og tengja við það sem er merkilegt og skemmti- legt í þeirra huga.“ Þó íþróttir leiki stórt hlutverk í bókunum um Orra og Möggu þá vill Bjarni ekki skilgreina þær sem jólunum, svo fátt eitt sé nefnt. Til allr- ar hamingju hefur Magga Orra sér við hlið gegnum þessar raunir allar. „Ég hef mjög gaman af því að setja sögurnar í ævintýralegan búning og láta söguhetjurnar lenda í ýmsu skemmtilegu. Það er mikilvægt að margt sé að gerast í bókum fyrir börn og unglinga og mikill hasar enda er samkeppnin um athygli þeirra mjög mikil, eins og við þekkjum. Það skipt- ir líka máli að brjóta textann upp og hafa myndir, eins og þau eiga að venj- ast úr símanum og tölvunni.“ Ferðast aftur í tímann Ekki þarf að fletta lengi til að sjá að Bjarni hefur sjálfur ofboðslega gam- 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2020 LESBÓK á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu SJÓNVARP Ný þáttaröð, sem byggist á skáldsögu Stephens Kings, The Stand, verður frumsýnd á CBS- sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum 17. desember. Þar er horft til eftirmála heimsfaraldurs sem sett hefur allt mannlíf á annan endann. Og nei, King skrifaði söguna ekki á þessu ári, heldur 1978. Hermt er þó að hann hafi endurskoðað endinn, sumum ugglaust til fróunar en öðrum til skelfingar. Örlög mannkyns hvíla víst á herð- um 108 ára gamallar spákonu og fáeinna eftirlifenda. Josh Boone leikstýrir þáttunum, sem eru níu talsins, og lauk tökum í mars á þessu ári sem er merkileg tilviljun. Með helstu hlutverk fara Whoopi Goldberg, Alexander Skarsgård, James Marsden, Greg Kinnear, Jovan Adepo, Odessa Young og Amber Heard. Eftirmál heimsfaraldurs Amber He- ard er með- al leikenda. AFP VINÁTTA Hafið þið átt erfitt með að einbeita ykkur að vinnu og daglegu amstri undanfarið af ótta við að fátt sé með breska hjartaknúsaranum Hugh Grant og bandarísku skapgerðarleikkonunni Renée Zellweger, getið þið tekið gleði ykkar á ný. Grant upplýsti nefnilega í viðtali við útvarpsstöðina SiriusXM á dögunum að allt væri slétt og fellt á milli þeirra. Ekki nóg með það, Zellweger ku vera ein af fáum konum sem hann hefur leikið á móti sem Grant hefur ekki fengið upp á móti sér en þau léku saman í nokkrum mynd- um um hina seinheppnu en vingjarn- legu Bridget Jones. „Ég ann Renée,“ sagði hann. Hugh gamli Grant er ekki vinleik- kvennamargur. AFP Gene Simmons er tungulipur. Kiss úti í kuldanum ÓDREPANDI Gene Simmons, bassaleikari og söngvari Kiss, er ekki í nokkrum vafa um að hægt verði að efna til tónleika á næsta ári. Í samtali við útvarpsstöðina 95.5 KLOS í Bandaríkjunum upp- lýsti hann að gömlu glyströllin væru búin að bóka gigg úti um alla Evrópu næsta sumar og þegar væri uppselt á flest þeirra. Eins og þið munið þá er Kiss á lengsta kveðju- túr tónlistarsögunnar, sem staðið hefur árum saman, og Simmons lof- ar alla vega 150 giggum í viðbót, þar af einu á „kaldasta stað í heimi“, án þess að skilgreina það nánar. Varla er það Reiðhöllin í Víðidal, eins og forðum. Þar er fun- heitt á góðu kvöldi. Orri óstöðvandi stendur svosannarlega undir nafni enút er komin þriðja bókin í flokknum á jafnmörgum árum, Orri óstöðvandi: Bókin hennar Möggu Messi sem er sjálfstætt framhald af Orra óstöðvandi: Hefnd glæponanna sem kom út í fyrra og höfundurinn, Bjarni Fritzson, fékk Bókaverðlaun barnanna fyrir fyrr á þessu ári. „Magga Messi fær sína kafla í fyrri bókunum tveimur en þar sem hún er með mikið sjálftraust og svo- lítið kokhraust þá telur hún sig geta léttilega skrifað sína eigin bók sem ætti að minnsta kosti að vinna Nób- elsverðlaunin eða Óskarinn, að því er henni finnst,“ segir Bjarni en nýja bókin hefst einmitt á því að Orri óstöðvandi er að leggja lokahönd á sína bók en Magga tekur af honum völdin. Finnst nóg komið af Orra í bili. Okkar maður á þó ugglaust eftir að ná sér aftur á strik síðar. Sem fyrr rekur hvert ævintýrið annað. Magga lendir í bandóðum Blikaþjálfara sem reynir að skemma fyrir henni Rey Cup, versta fólk í heimi flytur í húsið við hliðina á henni og foreldrar hennar reyna að stela Bjarni Fritzson gefur bækurnar út sjálfur og dreifir þeim í búðir. Allt saman verið mjög óraunverulegt Bjarni Fritzson sendir tvær bækur frá sér nú fyrir jólin. Annars vegar er það Orri óstöðvandi: Bókin hennar Möggu Messi og hins vegar sjálfstyrking- arbókin Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sjálfur veit Bjarni fátt skemmtilegra en að lesa bækur. Hann las mikið sem barn en á unglingsárunum tók ann- að við, eins og gengur. Fljótlega eftir tvítugt kom bókin á hinn bóginn aftur af fullum þunga inn í líf hans. Hann var liðtækur handboltamaður og þegar hann fór í fyrstu keppnisferðina sína með A- landsliðinu gerðist svolítið merkilegt. „Það voru all- ir í landsliðinu með bók,“ segir hann, „og ég gat ekki látið mitt eftir liggja. Þarna byrjaði ég að lesa Arnald og fleiri góða höfunda. Það er svo mikilvægt að hafa flottar fyrirmyndir í lífinu. Þess utan fylgir því svo mikil hugarró að lesa og týna sér í sögunni. Maður lærir ótrúlega margt af góðum bókum.“ Bjarni er bjartsýnn á bóksölu fyrir jólin; Enda í eðli sína bjartsýnn og jákvæður maður. „Sjálfur finn ég ekki annað en góða stemningu en maður veit auðvit- að aldrei hvað gerist. Ekki er annað hægt en að gera sitt besta svo gerist bara það sem gerist.“ Allir með bók í landsliðinu Bjarni í leik með ÍR 2014. Ekki fengið Zellweger upp á móti sér

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.