Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Qupperneq 29
íþróttabækur. „Markmiðið er að bækurnar höfði til allra, ekki bara íþróttakrakka. Mér finnst líka mikil- vægt að hafa sterka karaktera og fyr- irmyndir í bókunum og reyni því að tengja þær samtímanum. Þannig dæmdi Aron Einar, landsliðsfyrirliði í fótbolta, úrslitaleikinn í síðustu bók og núna kemur Margrét Lára, markahæsta landsliðskona Íslands- sögunnar, við sögu.“ Fyrsta bókin um Orra seldist upp fyrir jólin 2018 og önnur bókin var fimmta mest selda bókin í fyrra og vann til Bókaverðlauna barnanna. Bjarni er að vonum í skýjunum með viðtökurnar. „Þetta hefur allt saman verið mjög óraunverulegt fyrir mig. Ég kom ekki inn á þennan markað fyrr en fyrir tveimur árum og er rétt að byrja að líta á mig sem rithöfund núna. Auðvitað hafði ég trú á þessu efni, þessum hugmyndum, en við- tökurnar hafa verið vonum framar og í raun alveg ótrúlegar. Að sitja í öðru sæti á eftir Arnaldi Indriðasyni á sölulistanum, það er eitthvað sem ég bjóst satt að segja ekki við. Það var líka alveg æðislegt að vinna þessi verðlaun, enda krakkarnir hinir einu sönnu gagnrýnendur á barnabækur og því eru Bókaverðlaun barnanna mikilvægustu verðlaunin fyrir mig.“ Bjarni gefur bækurnar út sjálfur undir merkjum forlags síns, Út fyrir kassann, og dreifir þeim í búðir. Hann segir það vissulega útheimta mikla vinnu en á móti komi að þetta sé skemmtilegt, auk þess sem hann ráði ferðinni sjálfur og verkefnið standi og falli með honum. „Ég er líka með frábært fólk í kringum mig; góð- an ritstjóra hana Guðrúnu Láru og frábæran teiknara og hönnuð, hann Þorvald Sævar Gunnarsson. Auðvitað er ég búinn að gera fullt af mistökum en ég er alltaf að læra betur og betur á þennan bókabransa.“ Öflugir strákar Hin bókin er Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig. Bókin er sjálfstyrking- arbók fyrir stráka og byggð á nám- skeiðunum sem Bjarni hefur haldið í að verða sjö ár. „Ég lagði mikið upp úr því að hafa bókina aðgengilega fyrir krakka og er hún því sett upp í svipuðum stíl og Orra óstöðvandi-bækurnar. Stútfull af myndum og skemmtilegum sögum af Orra, Möggu og öðrum flottum fyr- irmyndum. Allt gert til þess að auð- velda lesandanum að skilja og til- einka sér umfjöllunarefni líkt og sjálfsmynd, sjálfsrækt, sjálfstraust, núvitund, árangur, mótlæti, þæg- indaramma og margt margt fleira,“ segir Bjarni og bætir við að forvörnin byrji strax, ekki þegar hlutir eru byrjaðir að fara á verri veg. Hann kveðst hafa fengið mikil við- brögð við námskeiðunum sínum og segir að hugsunarhátturinn sé óðum að breytast, ekki bara hjá strákunum sjálfum, heldur einnig foreldrum þeirra. Bjarni kveðst hafa verið með þessa bók á teikniborðinu í tvö ár en lét slag standa og lauk við hana í heimsfar- aldrinum. „Covid hefur verið góður tími til að vinna í sjálfum sér enda hefur þetta ár reynt á andlegu hliðina hjá okkur öllum, börnum sem full- orðnum. Ég ákvað því að kýla á þetta og er mjög ánægður að það náðist. Það er bara vika síðan bókin kom út en hún hefur farið rosalega vel af stað.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 6.12. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Melabúð, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Frú Lauga, Matarbúðin, Brauðhúsið, Fiskkompaní, Mamma veit best og Matarbúr Kaju Akranes Sælkerabitar SJÓNVARP Hvenær eiga aðdá- endur búningadramaþátta í sjón- varpi að gleðjast ef ekki einmitt um jólin, og á sjálfan jóladag frumsýnir efnisveitan Netflix glænýja slíka, Bridgerton. Sögusviðið er Lund- únir snemma á nítjándu öld og ung stúlka af efnuðu foreldri er þvinguð inn á harðsvíraðan hjúskaparmark- aðinn þar sem allt getur gerst, eins og við þekkjum. Með helstu hlut- verk fara Phoebe Dynevor og Regé-Jean Page en sjálf Julie And- rews er sögumaðurinn. Þvinguð á hjúskaparmarkað Phoebe Dynevor leikur í þáttunum. AFP BÓKSALA 23.-29. NÓVEMBER Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Þagnarmúr Arnaldur Indriðason 2 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson 3 Bráðin Yrsa Sigurðardóttir 4 Orri óstöðvandi – bókin hennar Möggu Messi Bjarni Fritzson 5 Vetrarmein Ragnar Jónasson 6 Útkall – á ögurstundu Óttar Sveinsson 7 Fávitar Sólborg Guðbrandsdóttir 8 Una, prjónabók Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld 9 Gata mæðranna Kristín Marja Baldursdóttir 10 Þín eigin undirdjúp Ævar Þór Benediktsson 11 Krakkalögin okkar Jón Ólafsson, Úlfur Logason o.fl. 12 Lára lærir að lesa Birgitta Haukdal 13 Lára fer í leikhús Birgitta Haukdal 14 Hetja Björk Jakobsdóttir 15 Fjarvera þín er myrkur Jón Kalman Stefánsson 16 Spænska veikin Gunnar Þór Bjarnason 17 Dýralíf Auður Ava Ólafsdóttir 18 Leikskólalögin okkar Jón Ólafsson, Úlfur Logason o.fl. 19 Barnaræninginn Gunnar Helgason 20 Verstu kennarar í heimi David Walliams Allar bækur Upp á síðkastið varð ég fyrir því happi að uppgötva rithöfund sem oft hefur verið reynt að troða upp á mig án árang- urs. En um daginn gerðist það að byrjað var að gefa út myndasög- urnar The Sandman eftir Neil Gaiman sem hljóð- bækur. Þar sem ég hef verið blindur allt mitt líf hef ég aldrei fyrr getað komist nálægt því að lesa myndasögur og því er það mjög spennandi og ný upplifun að lesa Sandman sem nokkurs konar út- varpsleikrit. Bókin er gefin út af audible.com og inniheldur fyrstu 10 sögurnar. Hún er virkilega vel unnin og ég get ekki beðið eftir því að næsta bindi komi út. Sög- urnar fjalla um Morpheus kon- ung draumanna sem í byrjun sagnanna hefur verið handsam- aður af valdagráðugum töfra- mönnum. Ég mæli eindregið með því að næla sér í þessa bók, skella á sig heyrnartólum og gleyma sér aðeins, t.d. yf- ir uppþvott- inum. Mig langar einnig til að mæla með annarri bók eftir Neil Gai- man. Það er bókin American Gods. Bókin fjallar um hina ýmsu guði sem hafa tekið sér bólfestu í Am- eríku og berjast þar fyrir tilvist sinni. Nokkrar aðalpersónur eru gömlu norrænu goðin eins og Óðinn og Loki settir fram í ör- lítið nýju ljósi. Fyrir unnendur hljóðbóka er hægt að nálgast út- gáfu af þessari bók lesna af nokkrum mismunandi lesurum svo persónurnar fá allar sína eigin rödd. Þetta form af hljóð- bók er mjög viðkvæmt en au- dible.com hefur tekist að gera þessa bók virkilega vel með þessu formi. Þriðja bókin sem mig langar að mæla með er Why we Sleep eftir Mathew Wal- ker. Nýverið las ég hana og lærði alveg heilmikið um svefn og mik- ilvægi hans. Bókin er fræðileg en hún er skrifuð á aðgengilegan hátt. Bókinni tekst að gera fræðilega umfjöllun um áhrif svefns og drauma á andlega og líkamlega heilsu að spennandi og skemmtilegu viðfangsefni jafnframt því sem hún bendir okkur á með mjög skýrum hætti að jú, við þurfum að bera virð- ingu fyrir svefninum okkar og reyna að fá nóg af honum. EYÞÓR ÞRASTARSON ER AÐ LESA Konungur draumanna, guðir og góður svefn Eyþór Þrastar- son er hljóð- bókaormur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.