Lögmannablaðið - 2016, Qupperneq 9

Lögmannablaðið - 2016, Qupperneq 9
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/16 9 Meginreglan um ne bis idem Meginreglan um tvöfalt refsinæmi, ne bis idem, telst almennt til grund- vallar reglna og er m.a. að finna í 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasátt mála Evrópu, þar sem kveðið er á um bann við endur tekinni málsmeðferð vegna refsi verðar háttsemi. Í framsögu sinni fór Davíð Þór yfir þau sjónarmið sem búa að baki ákvæðinu. Í fyrsta lagi að einstaklingar eigi að geta treyst því að úrlausn máls feli í sér að afskiptum hins opinbera sé lokið hvort heldur að máli ljúki með sýknu eða sakfellingu. Í öðru lagi að koma í veg fyrir misnotkun opinbers valds og tryggja þannig réttaröryggi aðila. Í þriðja lagi að stuðla að vönd uð um vinnubrögðum handhafa valds og í fjórða lagi fjár hags leg og afbrota fræði- leg sjónarmið þ.e. að fjár munum sé ekki vel varið í endur tekn ar lögsóknir (málsóknir) vegna sama brots og að refsing sé í hlutfalli við brot. Dómurinn Málsatvik í dómi Mannréttinda dóm- stólsins í máli A og B gegn Noregi, 15. nóvember sl., voru þau að kærendur sættu í stjórnsýslumáli 30% álagi á skatt fyrir að hafa látið hjá líða að telja fram tilteknar tekjur. Í sam hliða (parallel) sakamálameðferð voru þeir fundnir sekir um skattsvik á grundvelli sömu atvika. A og B töldu að þeim hefði verið refsað tvívegis fyrir sama brotið sem væri andstætt 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Í dóminum eru talin upp fjögur skil- yrði sem þurfa að vera uppfyllt til þess að brotið sé gegn 4. gr. 7. viðauka Mann réttindasáttmála Evrópu: 1. Að bæði málin/ferlarnir teljist miða að refsingu í skilningi sátt málans. 2. Að um sé að ræða sömu málsatvik þ.e. sama brot. 3. Að endanleg ákvörðun liggi fyrir. 4. Að málsmeðferð sé endurtekin, þ.e. að ný málsmeðferð sé hafin vegna sama brots eftir að endanleg ákvörðun liggur fyrir. Við mat á skilyrðunum vísaði dómur- inn til hið svokallaða Engel-viðmiða, þ.e. hvort stjórnsýslumeðferð teljist saka mál, þar sem litið er til þess hvernig hátt semin er tilgreind í lands- rétti, eðli hátt sem inar og hversu þung- bær viður lögin eru. Aðildarríkjum er veitt ákveðið svigrúm til að ákveða fyrirkomulag refsivörslu. Í löndum Evrópu er algengt að hafa annars vegar stjórnsýslumeðferð og hins vegar dómsmeðferð en mörg ríki Evrópu studdu norska ríkið sem „third party intervener“ í umræddu máli. Framangreind skilyrði koma því ekki í veg fyrir að hægt sé að hafa mis- munandi „málsmeðferðir“ eða „ferla“ sem bæta hvorn annan upp þar sem þeir hafa mismunandi markmið sem viðbrögð við hinni ólögmætu hegðun. Niðurstaða dómsins var sú að ferlarnir bættu hvorn annan (complementary) hvað varðar tilgang og aðferð. Afleið- ing þess að haga ferlunum með þessum hætti, að virtu meðalhófi, var talið fyrir sjáanleg bæði í lögum og fram kvæmd. Í raun var því um að ræða ferla sem tengdust nægilega bæði efnis lega og í tíma. Noregur var því ekki talinn hafi brotið gegn ákvæði 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu í þessu máli. Fordæmisgildi á Íslandi Davíð Þór telur að umræddur dómur Mann réttindadómstóls Evrópu geti haft for dæmisgildi hvað varðar íslenska málið sem bíður úrlausnar fyrir dómn- um, sem og hjá íslenskum dóm stólum, sérstaklega í ljósi þess að réttar kerfi þessara tveggja landa er líkt. Því mætti leiða líkum að því að skilyrðið um tengsl milli ferlanna væri uppfyllt að efni til og í tíma í íslenska málinu. Áhugaverðar umræður sköpuðust um dóminn og þá stefnu sem Mann rétt- indadómstóllinn virðist vera að taka í málum sem þessum. VÞÞ Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík Sími 553 1380 GÆÐI | ÞEKKING | ÞJÓNUSTA fyr i r tækjaþjónusta – sót t og sent ebjorg@mmedia. is

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.