Lögmannablaðið - 2016, Side 17

Lögmannablaðið - 2016, Side 17
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/16 17 Finnst þér lögmenn ekki meðvitaðir um þetta? „Mér finnst það á stundum. Lögmenn eru heldur ekki nógu duglegir að koma þekkingu sinni og reynslu á framfæri. Það er iðulega þannig að maður mætir lögmanni fyrir dómstólum sem er búinn að þaulvinna mál og gæti, ef hann gæfi sér tíma á næstu dögum eftir málflutning, skrifað gott innlegg inn í hina fræðilegu umræðu. Aðferðafræði lögmanna er e.t.v. ekki alltaf sú sama og fræðimanna dómstóla. Mótframboð á aðalfundi Þú hefur tekið talsverðan þátt í félagsstarfi lögmanna, ekki rétt? „Jú, ég var formaður LMFÍ árin 1992 til 1995 en árið 1994 tók ég þátt í að stofna Mannréttindaskrifstofu Íslands fyrir hönd félagsins og ég var líka formaður þar fyrsta starfsárið. Það ár kom fram frumvarp um breytingu á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og þá varð ég nánast ósjálfrátt talsmaður þeirra sem gagnrýndu frumvarpið vegna þess að það gekk ekki nógu langt. Það þótti mörgum einkennilegt að við gætum verið á móti því sem að allir stjórnmálaflokkarnir væru sammála um. Þetta var að mörgu ÞEKKING REYNSLA FAGMENNSKA LOGOS sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf og er jafnframt sú lögmannsþjónusta á Íslandi sem á sér lengsta sögu, eða allt aftur til ársins 1907. leyti skemmtileg barátta því að mannréttindahreyfingum í landinu tókst að koma á einum tíu breytingum á frumvarpinu, þ.á.m. um jafnan rétt karla og kvenna. Ég var sífellt að svara spurningum fjölmiðla um mannréttindi og það þótti mörgum mönnum í LMFÍ afar óþægilegt. Þeir enduðu með því að samþykkja á aðalfundi ályktun um að mannréttindi væru pólitík sem félagið ætti ekki að skipta sér af, þvert á það sem lögmannafélög vítt og breitt um heiminn höfðu verið að gera. Þetta var afar sérkennilegt. Helstu stórvesírar Lögmannafélagsins voru ekki ánægðir með að ég skyldi vera formaður í LMFÍ á sama tíma og Mannréttindaskrifstofu Íslands og jafnframt vera talsmaður mannréttinda. Þeir enduðu með því að draga félagið úr Mannréttindaskrifstofunni. Í þessum hópi voru nokkrir fyrrverandi formenn félagsins en þeir ætluðu síðan að koma í veg fyrir að ég yrði formaður þriðja árið. Þeir buðu mér „fallega jarðarför“ og töldu að ég fengi örfá atkvæði í kosningu á aðalfundi. Ég hafnaði því og fékk mótframboð en var endurkjörinn. Lögmenn hlýddu ekki kallinu.“

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.