Lögmannablaðið - 2016, Page 27

Lögmannablaðið - 2016, Page 27
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/16 27 að myndast raðir við gáminn okkar. Innan búðanna hafa mismunandi hópar einnig lýðræðislega kosið sér leiðtoga. Ég var því strax sett í samband við leiðtoga þeirra sem eru enskumælandi í búðunum og lögmenn sem töluðu arabísku eða frönsku við viðeigandi leiðtoga. Þannig spurðist verkefnið hratt út og það var mikið að gera. Verk efnið er jafnframt að gera gangskör í að fá farsi og urdu talandi lögmenn eða túlka sem er bráðnauðsynlegt. Dagarnir voru frekar langir en við byrjuðum klukkan 9 og unnum skrifstofuvinnu fram að hádegi. Svo vorum við í búðunum fram til 17/18 og fórum þá til baka á skrifstofuna og gengum frá mála skrá, sendum tölvupósta og slíkt. Þetta voru yfirleitt 12-16 tíma vinnu dagar, sex daga vikunnar.” Þarf að gera svo miklu betur Hvað finnst þér um verkefnið? „Mér fannst frábært að sjá hvað þetta litla verkefni gerir mikið gagn. Það sem maður hræðist við öll svona verkefni er að verið sé að leggja fjármuni og tíma sem skili sér ekki beint til þeirra sem verkefnið á að þjónusta. Mér fannst það ekki vera raunin hér, þvert á móti finnst mér verkefnið hafa náð að sníða sér stakk eftir vexti og vera að beinu gagni fyrir fólkið í búðunum þrátt fyrir t.d. að lögmenn komi og fari á stuttum tíma. Að því leyti er ég þakklát fyrir að hafa verið þarna fyrir mitt lögmannafélag og stolt af því að CCBE hafi sett verkefnið á laggirnar. Þótt það sé lítið sem stendur þá er það að sinna alveg ótrúlega mikilvægu málefni. Það þarf hins vegar að gera svo miklu, miklu betur. Aðstæð- ur samferðafólks okkar sem þarf að hafast við í Moria eða í öðrum flóttamannabúðum víðsvegar um Evrópu er smánarblettur á samtíma okkar. Mörgum finnst eins og enginn muni eftir þeim lengur, nú þegar komur flótta- manna yfir hafið frá Tyrklandi eru ekki eins tíðar og áður. Raunin er hins vegar sú að langflestir þeirra sem hafa komið síðan í mars, eru ennþá í Moria, verða það áfram um ótiltekinn tíma og búa við þessar bágu aðstæður.” EI

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.