Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 26
26 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/19 Útskrifuðum lögfræðingum frá HR stendur til boða að sækja einstök námskeið í lagadeild með 50% afslætti. Sjá nánar á: hr.is/lagadeild // Lagadeild Háskólans í Reykjavík býður upp á endurmenntun fyrir lögfræðinga með námskeiðum á meistarastigi // Endurmenntun fyrir lögfræðinga Námskeið á haustönn 2019 Alþjóðleg lausafjárkaup Tilkynnt síðar Alþjóðlegur skattaréttur II Páll Jóhannesson Stjórnsýsluréttur – Verkefni stjórnvalda, valdmörk o.fl. Margrét V. Kristjánsdóttir Skuldaskilaréttur Eiríkur Elís Þorláksson Hjúskapar- og sambúðarréttur Dögg Pálsdóttir Íþróttaréttur Ragnar Baldursson Vinnuréttur Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Sonja Berndsen Líkamstjónaréttur Þóra Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sigurðsson Sjó- og flutningaréttur Tilkynnt síðar Tækniréttur (hugbúnaður og internetið) Lára Herborg Ólafsdóttir EES–samningurinn: Upptaka og innleiðing Margrét Einarsdóttir og Lilja Ólafsdóttir Námskeið kennd á ensku European Convention on Human Rights Ragna Bjarnadóttir og Davíð Þór Björgvinsson International and European Energy Law - Icelandic Energy Law Kristín Haraldsdóttir og fleiri International Standards of Investment Protection Finnur Magnússon European Law: Internal market Hallgrímur Ásgeirsson EEA Moot Court Competition Tilkynnt síðar International Law of Arbitration* (fyrri hluti annar) Garðar Víðir Gunnarsson Dispute resolution (seinni hluti annar) Lilja Bjarnadóttir Willem C. Vis Int. Commercial Arbitration Moot I Garðar Víðir Gunnarsson Námskeið á vorönn 2020 Fasteignakauparéttur Ívar Pálsson Kaup á fyrirtækjum/samruni - áreiðanleikakannanir Ólafur F. Haraldsson, Garðar G. Gíslason og Kristín Edwald Neytendaréttur Halldóra Þorsteinsdóttir Réttarsálfræði Jón F. Sigurðsson, Anna K. Newton og Gísli Guðjónsson Skipulögð glæpastarfsemi Tilkynnt síðar Félaga- og fjármálamarkaðsréttur Andri F. Bergþórsson og Magnús H. Magnússon Málstofa í þjóðarétti Þórdís Ingadóttir Fullnusturéttarfar Eiríkur Elís Þorláksson Verktaka- og útboðsréttur Erlendur Gíslason, Jón E. Malmquist og Sigurður S. Júlíusson Persónuupplýsingaréttur Vigdís Eva Líndal og Alma Tryggvadóttir Alþjóðlegur einkamálaréttur (fyrri hluta annar) Eiríkur Elís Þorláksson Hagnýtur samningaréttur (fyrri hluta annar) Tilkynnt síðar Samningatækni (seinni hluta annar) Kristján Vigfússon Námskeið kennd á ensku EU Constitutional Law Haukur Logi Karlsson European Law: Financial Services Hallgrímur Ásgeirsson Law of Private Equity Finance (seinni hluta annar) Ingvar Ásmundsson Entertainment Law (fyrri hluta annar) Sigríður Rut Júlíusdóttir The International Law of the Sea Bjarni Már Magnússon Trade Mark Law Ásdís Magnúsdóttir Willem C. Vis Int. Commercial Arbitration Moot II Garðar Víðir Gunnarsson Raunhæft mat á varanlegri örorku? Síðastur til máls tók Ragnar Jónsson sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum. Ragnar, sem hefur áratuga reynslu af matsstörfum, kom m.a. inná hverjir skulu meta varanlega örorku. Vísaði Ragnar í greinargerð með skaðabótalögunum þar sem lagt var til að horfið yrði frá læknisfræðilegu mati og í stað kæmi svonefnt fjárhagslegt örorkumat þar sem lagt er mat á þá skerðingu sem líkamstjón hefur haft á aflagetu tjónþola. Þannig geta örorkumöt ekki eingöngu verið í höndum lækna en lang algengast er að sjá lækni og lögmann meta afleiðingar líkamstjóns saman. Ef líkamstjón veldur varanlegri skerðingu á getu tjónþola til að afla vinnutekna á hann rétt á bótum fyrir varanlega örorku. Leggja skal raunhæft fjárhagslegt mat á þau áhrif sem líkamstjón hefur á aflahæfi viðkomandi. Í erindi sínu spyr Ragnar hvernig leggja skuli mat á þessi raunverulega áhrif þar sem framtíðin sé með öllu óupplýst. Við matið eru bornar saman tvær atburðarásir þar sem tekjur tjónþola fyrir slys eru bornar saman við áætlaðar tekjur hans eftir slys. Séu tekjur óbreyttar eftir slys telur Ragnar að matið á líkamstjóninu og hugsanlegum áhrifum þess hljóti að vera ráðandi við matið á örorkunni. Í lokin spurði Ragnar hvort hægt sé í raun að gera raunverulegt og raunhæft mat á örorku samkvæmt skaðabótalögum? Um er að ræða mat á tjóni sem ekki hefur orðið. Er mat á framtíðartjóni jafnvel einhvers konar „Kristalkúlu­fræði“?, spurði Ragnar að lokum. Að lokum Pallborðsumræður voru líflegar og fjöldi spurninga bárust úr sal sem Magnús Páll stjórnaði af röggsemi. Framsögumenn voru sammála um að form­ og efnisreglur um störf og hæfni matsmanna væru til bóta og til þess fallnar að efla traust á matskerfinu. Nokkur umræða varð um örorkunefnd sem starfar á grundvelli 11. gr. skaðabótalaga en svo virðist sem flestir séu sammála um að hlutverk hennar í dag sé ekki það sem stefnt var að við setningu laganna. Tilgangur málstofunnar var að fjalla um mat á varanlegri örorku samkvæmt skaðabótalögum. Framsöguerindin voru vönduð og vel fram sett. Samhljómur var um að efla megi gagnsæi í matskerfinu og einkenndist umræðan af von um frekari umræðu um málefnið. Frá málþingi um varanlega örorku. Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík Sími 414 4100 · Fax 414 4101 · www.law.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.