Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 28
28 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/19 Danskt dómskerfi, ólíkt því íslenska, er að öllu leyti rafrænt, sem er nokkuð sem mætti skoða að bæta úr á Íslandi. Jafnframt eru lögfræðingar í Danmörku skyldugir til að starfa sem fulltrúar í þrjú ár áður en þeir geta öðlast lögmannsréttindi. Að lokum er starf lögmanna í Danmörku að jafnaði bundið við tiltekið, þröngt réttarsvið, þar sem viðkomandi öðlast mikla sérhæfingu. Það er heldur ólíkt því sem þekkist heima, en muninn má rekja til stærðar íslensku þjóðarinnar, þar sem erfitt er að halda uppi samskonar sérhæfingu í landi með sextán sinnum færri íbúa. Á undanförnum fjórum árum hafa undirritaðar fengið tækifæri til þess að kynnast því hvernig er að starfa sem lögfræðingar á lögmannsstofum í Kaupmannahöfn, eftir að hafa fengið örlitla reynslu sem laganemar á Íslandi. Guðrún hefur starfað frá sínum fyrsta degi í Danmörku á lögmannsstofunni NJORD Law Firm í málflutningsdeild, sem leggur áherslu á Evrópu­ og samkeppnisrétt, enda var það eina sérsviðið sem ekki krafðist móðurmálsfærni í dönsku. Þorbjörg hefur öðlast sína reynslu á einni af stærstu lögmannsstofum Danmerkur, Kromann Reumert, þar sem yfir 550 manns starfa, þar af rúmlega 300 lögfræðingar og lögmenn. Rafrænt dómskerfi Í byrjun árs 2018 var tekið í notkun rafrænt dómskerfi í öllum dómstólum Danmerkur, með það að markmiði að gera réttarkerfið skilvirkara og einfaldara. Einkamál eru höfðuð með þeim hætti að lögmaður stefnanda eða stefnandi sjálfur GUÐRÚN ÓLÖF OLSEN OG ÞORBJÖRG ÁSTA LEIFSDÓTTIR Ljóst er að náin tengsl Íslendinga og Dana í gegnum tíðina hafa gert það að verkum að réttarkerfi þessara tveggja landa eru náskyld. Þegar kemur að starfsumhverfinu á lögmanns stofum landanna má þó finna nokkurn mun sem helgast kannski helst af sérhæfingu danskra lögmanna. STARFS UMHVERFI LÖGMANNA Í DANMÖRKU

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.