Fylkir - des. 2020, Síða 15
15FYLKIR - jólin 2020
°
°
og Gísla, bróður sínum, að hús-
ið hafi nötrað og skolfið í aust-
anveðrum. Þorsteinn hafði þó
endurbætt Eldra-Laufás mikið og
reið það vafalaust baggamuninn
að húsið fyki ekki af grunni í einu
mesta austanroki sem komið hef-
ur í Eyjum í lok nóvember 1908. Þá
þurfti hraustur maður á Kirkjubæ
að skríða eftir götu til að komast
heim til sín því óstætt var. Í þess-
um stormi fauk Skjaldbreið, nær
fullsmíðað hús, og mölbrotnaði.
Eldri-Laufás gat ekki orðið fram-
tíðarumgjörð um hið umsvifa-
mikla útvegsheimili. En af torfunni
vildu þau ekki fara.
Magnús Ísleifsson í London var
yfirsmiður við byggingu Laufáss,
eins og svo margra annarra húsa
á þeirri tíð í Eyjum. Hann hefur
sennilega teiknað nýja húsið líka
eða rissað það upp. Teikningar
af því finnast ekki, og vera má að
þær hafi aldrei verið til, aðeins í
huga Magnúsar. Anna í Laufási
segir að raftar hafi verið settir á
gamla húsið og því verið velt út af
grunninum og þá hafi það hrunið
eins og „spilaborg“. Nýr kjallari hef-
ur verið steyptur og hafist handa
við timburverkið. Húsið reis á
skömmum tíma. Efnið var innflutt
og e.t.v. tilsniðið að einhverju leyti.
Um haustið, í september 1912,
flyst fjölskyldan inn. Kostnaður var
tæplega 15 þús. kr.
Sveitser-hús.
Laufás er dæmigert sveitser-hús
en svo er þau hús kölluð sem tekið
var að byggja hér á landi seint á 19.
öld og á fyrstu áratugum 20. aldar
undir norskum áhrifum. Sveitser-
stíll rekur nafn sitt og upphaf til
svissneskra og austurrískra sveita-
húsa sem eru þekkt fyrir voldug
þök með framslútandi þakbrún-
um. Þýskir arkitektar hrifust af al-
þýðubyggingum Alpanna og hófu
að líkja eftir einkennum þeirra.
Þaðan bárust þessi áhrif til Noregs
um miðja 19. öld. Í kjölfar vélvæð-
ingar í norskum timburiðnaði urðu
til háþróaðar verksmiðjur, m.a. í
Strömmen og Mandal, sem fjölda-
framleiddu timburhús, tilsniðið
byggingarefni og húshluti til út-
flutnings. Sveitser-húsin reyndust
afar hentug á norðlægum slóðum.
Íslensku húsin fengu þó sín sér-
kenni og mest munar þar um
bárujárnið sem svo vel dugði hér-
lendis til að verja hús fyrir vatni
og vindi. Þessi hús eru úr timbri,
standa á steyptum kjallara, þakið
bratt og slútir nokkuð yfir útveggi,
flest portbyggð. Talsvert skraut
er á húsunum, einkum í kringum
glugga, sem flestir hafa kross-
pósta. Sum húsanna eru með sval-
ir en svo var almennt ekki í Eyjum.
Inngangur er á gafli, lofthæð mikil
og gert ráð fyrir ýmsum þægind-
um eins og innisalerni. Útfærsla
þessara húsa er margvísleg. Í nær
öllum bæjum á Íslandi má sjá
sveitser-hús og er sumum vel við
haldið og þykja bæjarprýði. Einna
þekktust er húsalínan vestan við
Tjörnina í Reykjavík með Ráð-
herrabústaðinn í öndvegi. Í Eyjum
voru mörg sveitser-hús byggð
um og upp úr aldamótum. Má þar
auk Laufáss nefna Lönd, Skjald-
breið, Hof, London, Þingvelli, Skuld,
Höfðabrekku og mörg fleiri.
Sum sveitser-húsanna á Íslandi
voru forsmíðuð í verksmiðjum
í Noregi (katalóg-hús). Ekki eru
þó tiltækar beinar heimildir um
slík hús í Eyjum, en mjög líklegt
að húsið Breiðablik, sem er alveg
eins og tvö önnur í Reykjavík, sé
flutt inn tilhöggvið og sett saman
á byggingarstað. Og svo gæti líka
verið um Dagsbrún, sem síðar var
forskalað, illu heilli, og Hól. Þess
konar hús voru fremur með svöl-
um og meira skrauti en önnur.
Húsanafnið „Mandal“ (ekki -dalur)
bendir til að byggingarefni hafi
borist frá þeim bæ í Noregi til
Eyja, og hefur þá áreiðanlega ver-
ið tilsniðið, þ.e. allar stoðir í húsin,
gluggar, klæðning og fleira, ver-
ið merkt og aðeins þurft að setja
húsið saman á staðnum.
Íslenskir smiðir, m.a. í Vestmanna-
eyjum, höfðu tileinkað sér grund-
vallaratriði húsasmíðalistarinn-
ar, þekktu hlutföll, stærðir, form
og alla „skematík“ byggingar í
sveitser-stíl. Má þar nefna Svein
Jónsson á Sveinsstöðum, svo og
Magnús Ísleifsson í London við
Miðstræti. Þeir þurftu því ekki að
styðjast við nákvæmar byggingar-
teikningar. Jafnan tók stuttan tíma
að koma íslensku sveitser-hús-
unum upp og svo var um Laufás
þegar Magnús byggði það sumar-
ið 1912.
Sá sem byggja vildi hús eins og
Þorsteinn Jónsson árið 1912 kom
þá að máli við húsasmíðameist-
ara eins og Magnús í London og
„pantaði“ hús. Hann þurfti að-
eins að tilgreina óskir sínar um
meginstærðir, grunnflöt, hæðir
o.s.frv. Annað rakti sig við útfær-
slu hússins eða var unnt að hnika
til eftir þörfum húseiganda, svo
sem hvort vera ætti kvistur á hús-
inu eða ekki, eða um nánara fyr-
irkomulag innandyra. Laufás er
t.d. „sex-glugga-hús“ með kvisti
og útbyggingu (bíslagi), en Skuld
var „sjö-glugga-hús“ (tvær íbúðir
á hvorri hæð) með kvisti. Hof var
„fimm-glugga-hús“ (kvistlaust),
Mandal „fjögurra-glugga-hús“,
kvistlaust, svo að dæmi séu tekin.
Annars voru þessi hús afar lík að
gerð þótt misstór væru. Stóru-
Lönd, sem voru byggð 1909, voru
t.d. sláandi lík Laufási, sex gluggar
langsetis, en risið (portið) hærra
í Laufási og útbygging í austur
stærri (hlaðan). Miklu réð þó um
útlit húsanna hvar og hvernig þau
stóðu. Þar var Laufás í sérflokki, tók
sig afar vel út á sínum stað. Sama
gilti raunar um Lönd, en húsið
Skjaldbreið, sem var nauðalíkt
Laufási, „fimm-glugga-hús“, naut
sín miklu síður því að þröngt var
um það við Urðaveg, auk þess sem
byggt var við það austan megin
sem spillti útliti þess nokkuð.
Engar meiri háttar breytingar
voru gerðar á Laufási frá því að
það var byggt 1912 þar til það
eyðilagðist í gosinu 1973. Engar
utan húss og sáralitlar innan húss,
en þó þær að vatnssalerni kom
á loftið og þurftu íbúar þá ekki
lengur að fara á kamarinn erinda
sinna en hann var byggður inn í
norðvestur-horn fjóssins. Seinna
var svo útbúið baðherbergi á
hæðinni. Húsráðendur eru enda
hinir sömu mestallan tímann, og
sennilega ekki breytingagjarnir, en
viljað hafa alla hluti í góðu horfi.
Aðaltröppur hússins vestan megin
voru endurnýjaðar, og sömuleið-
is grindverk utan um garðflötina.
Viðhald Laufáss var gott alla tíð og
húsið í góðu standi.
Innan húss í Laufási.
Herbergjaskipan í Laufási breytt-
ist ekkert að ráði frá byggingu
þess fram að gosinu, né að öðru
leyti hvernig þau voru notuð. Frá
miðri öld, fyrir og um 1950, er vitað
með vissu hvernig öllu var skipað
innan húss. Elínborg Jónsdóttir,
dóttir Önnu og Jóns Guðleifs, bjó
í Laufási með foreldrum sínum
frá fæðingu 1941 og fram til þess
að þau byggðu sér hús í næsta
nágrenni og fluttu þangað árið
1955. Og hún var að sjálfsögðu
tíður gestur hjá afa og ömmu eftir
það og fylgdist með öllu á „höfuð-
bólinu“.
Á aðalhæðinni sunnan megin,
sem við blasti af götunni, voru
þrjár stofur, hver með tveim
gluggum jafnstórum. Vestast var
„stássstofa“ sem að venju var ekki
opnuð eða notuð nema við allra
hátíðlegustu tækifæri. Austast var
svefnherbergi þeirra hjóna, en á
milli borðstofan, sem var annar að-
alvettvangur hússins auk eldhúss. Í
borðstofunni var jafnan dvalist og
tekið á móti gestum. Þar sat hús-
bóndi og las og skrifaði á kvöldin
og þar sat húsfreyjan við hannyrð-
ir. Þar var hlustað á útvarp eftir að
það kom til sögunnar og matast
þegar eitthvað var haft við. Mynd-
ir voru á veggjum, bókaskápar og
skrifborð Þorsteins í vesturhorni,
saumavél Elínborgar og rokkur.
Orgel var í borðstofunni og tóku
systurnar og Ástþór stundum í
það og spiluðu. Í „betri stofunni“
var fínt en gamaldags sófasett
og borð. Milli þessara herbergja
þriggja voru skothurðir og mátti
renna þeim frá og opna á milli við
sérstök tækifæri og hafa þar langt
borð. Spariinngangurinn á vestur-
stafni hússins var sárasjaldan not-
aður og þá aðeins í viðhafnarskyni.
Úr forstofunni þar var hurð inn í
stofuna en við vesturvegginn var
skápur og þar héngu m.a. spariföt
húsbóndans með heiðursmerkj-
um í jakkaboðungi.
Norðan megin var útbygging
(bíslag) fyrir miðri húshlið þar
sem langoftast var gengið inn. Þar
voru dyr inn að hjarta hússins og
helsta samkomustað, eldhúsinu,
sem var rúmgott, með eldavél og
stóru vinnuborði, og búr inn af
því. Í eldhúsinu var stórt matar-
borð þar sem snætt var frá degi
til dags og áttu þar allir sitt fasta
sæti, húsráðendur hvor við sinn
enda. Úr eldhúsi var gengið inn í
„stúlkna-herbergi“ austan megin.
Í því bjuggu áður vinnustúlkur
en varð síðar barnaherbergi. Þær
voru áður á heimilinu húsmóð-
urinni til aðstoðar þegar þar var í
mat öll hin stóra fjölskylda, vinnu-
menn og vertíðarfólk, stundum
yfir 20 manns. Einu sinni voru þar
28 borðgestir. Stúlknaherbergi var
löngu síðar skipt og gert þar bað-
herbergi (salerni og baðker) við
austurvegginn og annað lítið her-
bergi sem Þorsteinn hafði m.a. til
ritstarfa á efri árum, hvort um sig
með norðurglugga.
Á vinstri hönd, þegar komið var
inn úr anddyri, var stigi upp á loft-
ið, allbrattur. Þar voru átta herbergi,
auk gangs. Á fyrri árum voru á efri
hæðinni, svo og í efra risi, vinnu-
menn og vertíðarmenn á báti Þor-
steins, sjómenn, aðgerðarmenn og
beitumenn. Í suðurkvistinum var
á árunum 1920-1922 rekinn smá-
barnaskóli í Laufási. Þegar Þórhild-
ur kom heim eftir nám í Kvenna-
skólanum tók hún, ásamt Önnu á
Vegamótum, að kenna lestur og
fleira gott ungum krökkum sem
síðar urðu góðborgarar í Vest-
mannaeyjum. Uppi á efri hæðinni
var allsnemma sett klósett í lítið
herbergi í norðausturhorni. Þegar
dætur Þorsteins og Elínborgar
stálpuðust og stofnuðu heimili
voru gerðar tvær íbúðir á hæðinni,
önnur handa Önnu og fjölskyldu
hennar vestan megin, en hin fyrir
Beru og hennar fólk austan megin.
Og enn síðar, þegar þessar fjöl-
skyldur fluttust í nýbyggð hús sín í
nágrenninu fengu Dagný og Bogi
hæðina alla til afnota fyrir sig og
börn sín. Risið, háaloftið, var opið
rými, en þar voru áður nokkur
rúmstæði þar sem sjómenn gátu
sofið. Var stigi af efri hæð upp á
háaloftið. Annars var þar á seinni
árum geymsla fyrir matvæli, t.d.
sekkjavöru, mjöl, sykur, kaffi o.fl.
Í kjallaranum var löngum lítil
íbúð í vesturenda, nokkuð niður-
grafin og ekki full lofthæð, á að
giska 40 m2. Hún var leigð út,
eldhús og stofa, með sérinngangi
undir tröppunum að vestan og
forstofu. Í húsnæðishraki fyrri ára
gerðu menn sér slíkt að góðu. Þar
bjuggu á síðari árum ýmsir þekkt-
ir Eyjamenn, svo sem Hermann
Jónsson, Þorgils og Lára, kennd
við Grund, Haraldur Guðnason
bókavörður og Ille, kona hans;
þar eignuðust þau fyrsta barn sitt.
Að öðru leyti var kjallarinn undir
þvottahús, auka-eldhús þar sem
var mikil kolaeldavél og skilvinda
og margt fleira. Í kjallara var enn
fremur kolageymsla áður fyrr en
síðar miðstöðvarofn (fýr).
Íbúðarhúsið var um 100 m2 að
gólffleti, hver hæð, auk bíslagsins
Elínborg Jónsdóttir:
Æsku- og unglingsár í Laufási
Ég fæddist í Laufási þar sem
foreldrar mínir bjuggu á vestur-
loftinu eins og það var kallað, frá
upphafi hjúskapar síns árið 1939
þar til við fluttumst í nýbyggt
hús fermingarárið mitt 1955.
Íbúðin á loftinu var ekki stór en
þar fæddust einnig bræður mín-
ir, Óli árið 1948 og Steini 1951. Jó-
hann fæddist í nýja húsinu 1956.
Á loftinu hjá okkur var lítið eld-
hús á norðurkvisti og inn af því
lítið herbergi undir súð. Í barn-
æsku minni hafði þetta herbergi
gömul kona sem alltaf var kölluð
Stína. Hún hafði verið vinnukona
hjá ömmu og afa til fjölda ára en
þegar ég man hana var hún löm-
uð og rúmliggjandi og annaðist
mamma hana, og ég man eftir að
pabbi var að snúa henni í rúminu
þegar hann kom heim af sjónum
á kvöldin. Ég lék mér mikið inni
hjá henni. Síðan var stofa með
tveimur gluggum í vestur og inn
af stofunni var súðarherbergi þar
sem pabbi og mamma sváfu á
dívan sem kallaður var, tvíbreið-
um, en þætti varla fyrir eitt barn
í dag. Ég svaf á dívan í stofunni
en hann gegndi hlutverki sófa
á daginn. Þetta var nú íbúðin
okkar. Það var náttúrlega ekkert
baðherbergi heldur útikamar. En
þetta var bara hluti af loftinu. Á
austurloftinu voru tvö herbergi
og stórt herbergi á suðurkvisti.
Þessar vistarverur tilheyrðu íbúð
ömmu og afa á neðri hæðinni.
Síðar var þar útbúin íbúð fyrir
Beru, systur mömmu, og hennar
fjölskyldu og einnig var útbúið
baðherbergi undir súð. Það var
þiljað af öðru herberginu aust-
ur á. Þvílíkur lúxus það var að fá
baðherbergi og vatnssalerni, en
ekki man ég hvaða ár þetta var,
sennilega skömmu fyrir 1950.
Aldrei man ég eftir ósætti á
milli heimilanna þótt búið væri
í svo miklu nábýli. Á neðri hæð-
inni bjuggu amma og afi ásamt
yngstu dætrum sínum Dagnýju
og Ebbu, og Ástþóri.
Magnús Ísleifsson húsasmíða-
meistari (1875-1949) frá Kana-
stöðum í Landeyjum, oftast
kenndur við hús sitt „London“ í
Vestmannaeyjum. Hann byggði
Laufás 1912. Sagt var um Magn-
ús í minningargrein að hann
hefði byggt „aragrúa af íbúðar-
húsum“ í Eyjum og „má segja
að hann hafi verið þar við riðinn
allar helstu stórsmíðar frá því
fyrst hann kom þangað og þar
til hann brast heilsu.“
BETRI
STOFAN
BORÐSTOFAN SVEFN-HERBERGI HJALLUR
HLAÐA
FJÓS
HESTHÚS
"STÚLKNA"
HERBERGI
ELDHÚS
BÚR
FORSTOFA
STIGI
BÍSLAG
PRODUCED BY AN AUTODESK STUDENT VERSION
PR
O
D
U
C
ED
B
Y
A
N
A
U
TO
D
ES
K
S
TU
D
EN
T
VE
R
SI
O
N
PRODUCED BY AN AUTODESK STUDENT VERSION
PR
O
D
U
C
ED
B
Y A
N
A
U
TO
D
ESK
STU
D
EN
T VER
SIO
N
Aðalhæð Laufáss. Þannig var herbergjaskipan alla tíð nema hvað
„stúlknaherbergi“ var skipt og gert baðherbergi við austurvegg og
lítil skrifstofa fyrir Þorstein við hliðina.
Kaffiboð í borðstofunni í Laufási. Hurðum milli herbergja hefur
verið rennt frá og sér inn í „betri stofu“. Myndin, sem er frá því fyrir
1950, er tekin úr svefnherberginu. Elínborg húsfreyja stendur í
dyragættinni nær en Dagný fjær.