Kópavogsblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 19

Kópavogsblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 19
Sportið Hróður knattspyrnudeildar Breiðabliks berst víða og það sem af er árinu hafa sjö leik-menn félagsins verið fengnir til reynslu hjá erlendum knattspyrnuliðum. Kristinn Jónsson er nú hjá sænska liðinu Brommapojkarna og heimsótti um daginn Start í Noregi. Fyrirliðinn Finnur Orri Margeirsson var einnig þar á ferð hjá Sandefjord snemma á árinu. Sverrir Ingi Ingason hefur verið hjá hollenska liðinu Heerenveen og norska félaginu Viking Stavanger ásamt því að fara með Árna Vilhjálmssyni og Andra Rafni Yeoman til pólska stórliðsins Legia Varsjá eftir að tímabilinu á Íslandi lauk í haust. Ernir Bjarnason hefur heimsótt enska úrvalsdeildarliðið Norwich og dönsku meistarana í FC Kaupmannahöfn ásamt því að dvelja nýverið hjá Esbjerg. Félagi hans úr Íslandsmeistaraliði 3. flokks karla Alfons Sampsted tók þátt í móti með norska félaginu Haugasund og fór til reynslu hjá Club Brugge í haust. Leikmaður 2. flokks, Atli Fannar Jónsson fór svo til danska liðsins AGF í sumar en hann hefur nú skipt yfir í ÍBV. Átta Blikar til reynslu erlendis á árinu Sverrir Ingi Ingason er einn af átta Blikum sem hafa farið á reynslu hjá erlendu félagsliði á árinu. Kópavogsblaðiðkfrettir.is 19 Íþróttaráð Kópavogs hefur ár hvert útnefnt íþróttafólk ársins en mun nú öðru sinni hafa tilnefningar bæjarbúa til hliðsjónar við val sitt. Upplýst verður um útnefninguna á íþróttakarli og íþróttakonu Kópavogs á íþróttahátíð í Salnum í byrjun janúar. Eyðublað fyrir tilnefningar er á vef Kópavogsbæjar. Frestur til að skila tilnefningum rennur út 15. desember nk. kopavogur.is KÓPAVOGSBÚAR Takið þátt í að velja íþróttafólk Kópavogs 2013 Gospelguðsþjónusta í Kópavogskirkju föstudaginn 6. des. kl.20:00

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.