Kópavogsblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 12
Förðun í vetur
Það verður mikið um dökkt smokey í vetur, enda er það alltaf klassískt og hægt að fara allskonar
fljótlegar og auðveldar leiðir til þess að fá flotta útkomu.
Hægt er að nota ýmisskonar liti og þetta árið eru plómufjólubláir og steingráir litir alveg tilvaldir fyrir
flotta party förðun. Húðin er fersk og ljómandi.
Dökkir varalitir hafa verið mjög áberandi núna í haust og verða það einnig í vetur.
Hér ætla ég að sýna fljótlega og einfalda kvöldförðun.
Helga Karólína er 21 árs Kópavogsbúi og
förðunarfræðingur. Hún mun verða með
pistla hjá okkur um nýjustu strauma í förðun
og gefa góð ráð. Hún opnar förðunarstofu
sína í byrjun desember á hárgreiðslustofunni
Hárný, Nýbýlavegi 28 og á sama tíma opnar
hún vefverslunina www.CoolCos.is
1. Ég byrja á því að bera fljótandi
farða yfir allt andlit. Undir augu,
kringum nef og munn og á augnlok
nota ég hyljara.
2.Því næst nota ég dökkan augn-
skugga í globus-línu þar sem ég
nota hann til þess að skyggja. Nota
síðan hreinan bursta til þess að
blanda honum og fá fallega áferð.
3.Ég ber silfurgráan augnskuggapenna yfir augnlokið
og til þess að festa augnskuggapennan betur á og fá
meiri glans ber ég lausan silfur augnskugga yfir allt
það svæðið sem ég bar augnskuggapennan á. Til þess
að ramma inn augun og fá dramatískara look nota ég
svartan augnblýant. Ég valdi dökkrauðan varalit og
löng augnhár til þess að setja punktinn yfir i-ið.
HEILSAN & TÍSKANkópa
vogs
Kópavogsblaðið kfrettir.is12
Allar vörur sem ég notaði eru frá
CoolCos.is.
Opnum 5.des með partíi kl 19-21 á
Nýbýlavegi 28, allir velkomnir.
Gott að gefa - gaman að lesa!
Von - Saga Amal Tamimi.
Konunnar sem óttaðist
um líf sítt og flýði á
ævintýralegan hátt til
Íslands.
Undir hraun.
Einstök frásögn Sigga
á Háeyri af eldgosinu í
Heimaey.
Sir Alex. Mögnuð bók
um þennan magnaða
knattspyrnustjóra og það
sem á hefur gengið í hans lífi,
jafnt sigra sem sorgir.
Húmör í Hafnarfirði.
Bráðsmellnar sögur af
Hafnfirðingum, skráðar af
Ingvari Viktorssyni.
Skagfirskar skemmtisögur 3.
Gamansemi Skagfirðinga er
einstök og þeir sem lesa þessa
bók munu veltast um af hlátri.