Lögmannablaðið - 01.12.1995, Síða 5

Lögmannablaðið - 01.12.1995, Síða 5
W Ur gömlum gerðarbókum Þegar flett er í gegn um gerð- arbækur félagsins frá fyrri áratugum kemur í ljós að fé- lagið á sér merka sögu að mörgu leyti, sérstaklega að því er varðar málefni og stöðu lögmannastéttar- innar, eins og gefur að skilja, en einnig að ýmsu öðru leyti, þ. á m. vegna baráttu féiagsins fyrir endur- bótum á réttarfarslöggjöfinni. Félagið var stofnað síðla árs 1911 og voru ritaðar fundargerðir þess allt frá upphafi. Því miður virðist fyrsta fundargerðarbókin vera glöt- uð, en hún nær yfir tímabilið 1911 til 1925. Allar síðari gerðarbækur félagsins eru til. Árið 1936, þegar félagið var 25 ára, ritaði Theodór B. Líndal, sem þá var .formaður þess, um sögu félagsins. Er þar að finna ýmsar upplýsingar, sem ella er hætt við að hefðu glatast með hinni týndu gerðarbók, t.d. orðrétt- ar fyrstu tvær fundargerðirnar af stofnfundi og framhaldsstofnfundi félagsins. Hugmyndin er sú að birta á síð- um LÖGMANNABLAÐSINS efni úr gömlum gerðarbókum félagsins lesendum til fróðleiks og skemmt- unar. Frásögn af fyrstu fjórtán árum í sögu félagsins byggist að mestu leyti á fyrrgreindu afmælisriti Theodórs B. Líndals. Þann 27. nóvember árið 1911 var haldinn fundur á Hótel Reykjavík af málfærslumönnum og öðrum embættislausum lögfræðingum. Var fundurinn haldinn að frum- kvæði þeirra Eggerts Claessens og Sveins Björnssonar. Fundarmenn voru 14. Eftir kosningu fundar- stjóra og fundarritara las Eggert Claessen upp frumvarp til laga fyr- ir væntanlegt málflutningsmanna- félag, en frumvarpið hafði hann samið. Eftir upplesturinn var hver einstök grein rædd og eftir atvikum breytt áður en hún var samþykkt. í umræðu um 1. gr. frumvarpsins taldi Gísli Sveinsson rétt að félagið yrði látið heita lögmannafélag en ekki málflutningsmannafélag. Egg- ert Claessen tók þá frarn að hann væri hlyntari því nafni, sem upp á hefði verið stungið, þar sem orðið lögmaður næði ekki aðeins til mál- flutningsmanna heldur einnig tii annarra löglærðra manna. Var til- laga Eggerts að heiti félagsins í frumvarpinu, Málflutningsmanna- félag íslands, samþykkt. Eftir um- ræður og atkvæðagreiðslur um hverja grein frumvarpsins var það borið upp í heild sinni og sam- þykkt. Þá var kosin fyrsta stjórn fé- lagsins, sem skipuð var Eggerti Claessen, formanni, Sveini Björns- syni, ritara og Oddi Gíslasyni, gjaldkera. Sveinn Björnsson lagði frarn til- lögu að gjaldskrá félagsins, sem hann hafði samið, m.a. að danskri fyrirmynd. Nefnd var skiptið til að fjalla um tillöguna og var fundi síð- an frestað til 11. desember. Mánudaginn 11. desember 1911 var haldinn framhaldsstofnfundur Málflutningsmannafélags Islands. Var þá lagt fram frumvarp að gjald- skrá félagsins, sem fyrrgreind nefnd hafði búið til og fóru fram umræður um hana. Setti Einar Arn- órsson ýmislegt út á frumvarpið, sérstaklega þar sem honum þótti taxtinn of lágur. Formaður félags- ins andmælti því og urðu um þetta nokkrar umræður. Var gjaldskráin síðan samþykkt með einhverjum breytingum. Þó samþykktir félagsins hafi ver- ið samþykktar á fundinum 27. nóv- emlrer 1911 og fyrsta stjórnin kos- in þá, hefur dagsetning stofnunar félagsins ávallt verið miðuð við 11. desember 1911, enda má segja að þá hafi stofnfundinum í raun lokið. MM & Úr gerðabók Málflutningsmannafélags íslands 5

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.