Lögmannablaðið - 01.12.1995, Síða 6

Lögmannablaðið - 01.12.1995, Síða 6
Af Merði lögmanni Þegar Mörður byrjaði í lög- mennsku hafði hann mikinn áhuga á sakamálum. Hann gat þó ekki talist þekktur í undir- heimum borgarinnar. Einu tengslin voru fjarskyldur, drykkfelldur frændi, sem einstöku sinnum hafði sofið úr sér í fangageymslum lög- reglunnar og kannaðist því við nokkra af svokölluðum „góðkunn- ingjum" lögreglunnar. Frændinn féllst á að taka Mörð hinn unga með sér á rúntinn eitt miðviku- dagskvöld til að kynna hann. Mörðtir mætti nteð nýprentuð nafnspjöldin upp á vasann og dreifði þeim vítt og breytt á hinum ýmsu knæpum. Mörður varð fljótt vel kynntur á stöðum eins og Keis- aranum og Skipper-inn og kunni vel við sig. Svo fóru þó leikar að Mörður var farinn að eyða meiri tíma en góðu hófi gengdi á knæp- unum. Vinir hans úr lagadeildinni, sem margir hverjir störfuðu innan SAA-hreyfingarinnar, töluðu um fyrir honum og komu honum í meðferð inn á Vog. Mörður hvarf því frá störfum um tíma og hafa þess vegna ekki borist af honum fréttir nýlega. Á skrifstofunni hjá Merði starfaði kjarnorkukvenmaður sem Jóra hét. Ht'in stLindaði lyftingar í frítímum og var þrefaldur íslandsmeistari í millivigt kvenna. Mörður hafði komist að því að það gafst vel að taka Jóru með í vörslusviptingar. Hún jafnhattaði 28 tommu sjón- varpstækjum svo sem ekkert væri og fór létt með að mismuna frystikístum með sextán slátrum innanborðs út í sendiferðabíla. Jóra hafði það gaman af þessum störf- um að hún settist í lagadeild. Henni sóttist þó námið seint vegna þess að hún vann ávallt með nám- inu hjá Merði. Mörður tók eitt sinn að sér inn- heimtu fyrir bókaútgáfu. Sölumað- ur bókaútgáfunnar liafði verið á ferð um allt land og selt kynstrin öll af bókum. Kaupendur gátu þannig eignast allar sögur Sabatin- is og Kapitólu í skinnbandi. Bæk- urnar voru seldar með góðum af- borgunarkjörum. Heimtur voru hins vegar dræmar hjá bókaútgáf- unni og því var þetta sent í inn- heimtu til Marðar. Fjárnámsleið- angtir um hringveginn blasti við. Um sama leyti var Mörður á leið í orlofið inn á Vog. Þeim Jóru datt þá það snjallræði í hug að Jóra færi á japanska jeppanum hans Marðar í fjárnámsleiðangurinn. Þetta gekk eins og í sögu þar til Jóra mætti hjá einum af merkari sýslumönnum landsins, sem gerði athugasemd við það, að hún mætti en ekki Mörður. Sýslumaðurinn krafði hana um umboð frá gerðarbeið- andanum. Jóra taldi það af og frá að hún þyrfti slíkt. Hún sagðist vera fulltrúi Marðar. Sýslumaður benti henni þá á að málflutnings- umboð það, sem talað væri um í 1. mgr. 4. gr. málflytjendalaganna, tæki eingöngu til lögmanna og lög- lærðra ftilltrúa þeirra við mætingar hjá dómstólunum. Aðrir, þar á meðal laganemar sem stunda lyft- ingar í frístundum, yrðu að koma með umboð frá gerðarbeiðandan- um. Sýslumaður neitaði að halda fjárnáminu áfram nema slíkt um- boð yrði lagt fram. Nú voru góð ráð dýr. Jóra ók í bæinn, heldur sneypt. Til að bæta gráu ofan á svart hafði kollegi Marðar samband við hann og hótaði að kæra hann til stjórnar LMFI fyrir brot á Codex. Kolleginn taldi að með því að senda Jóru í fjámámsleiðangurinn hefði Mörður brotið gegn 1. ingr. 4. gr. Codexins, en þar segir að lög- maður megi ekki stuðla að því að þeir, sem ekki hafa lögmannsrétt- indi, fái unnið verk sem lögum eða venju samkvæmt skuli aðeins unn- ið af lögmanni. Merði var nóg boð- ið. Hann dreif sig út af Vogi, nýr og betri maður með Coca-Cola flösku upp á vasann. Hann hætti að senda Jóru í fjárnám, fór annað hvort sjálfur eða fékk aðra lög- menn til að mæta fyrir sig. Mörður bíður þess nú með óþreyju að Jóra ljúki laganáminu, svo hann geti tilkynnt hana sem fulltrúa sinn til hinna ýmsu emb- ætta og dómstóla. Rabbfundir Fræðslunefnd L.M.F.Í. hefur bryddað upp á þeirri nýbreytni í fé- lagsstarfinu, að halda stutta fundi, rabbfundi, á 3-4 vikna fresti, þar sem haldin verða stutt framsöguerindi (5-10 mínútur) um eitthvert áhugavert efni, sem ofarlega er á baugi hverju sinni, t.d. um nýlega hæstaréttardóma. Eftir framsöguna verða síðan almennar umræður um efnið. Reynt verður að forðast hið stífa fundarform, sem oft ein- kennir fræðafundi. Frekar verður reynt að virkja sem flesta í um- ræðum og að varpa ljósi á hinar ýmsu hliðar mála. Nú þegar hefur einn slíkur fundur verið haldinn og þótti hann takast mjög vel. Voru fundarmenn sammála um kosti þess að geta velt fyrir sér niðurstöð- um hæstaréttardóma á slíkum fundum, þ. á m. með því aö spyrja flytjendur viðkomandi mála um einstök atriði þeirra. 6

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.