Lögmannablaðið - 01.12.1995, Side 7
ESB-stólpinn
og EES-flísin
ar sem íslenska ríkið er orð-
ið aðili að EES-samningnum
fer ekki hjá því að enn ríkari
þörf en ella er fyrir íslenska lög-
fræðinga að fylgjast vel með því
sem er að gerast innan Evrópusam-
bandsins (ESB) og hvaða áhrif það
getur haft á íslenska löggjöf og
lagaframkvæmd. Eins og fram hef-
ur komið í skrifum fræðimanna, ís-
lenskra sem erlendra, er óhætt að
segja, að enginn getur fullyrt neitt
um hvernig þessi nýja réttarheim-
ild, réttarsvið EES og löggjöf þess,
muni hafa áhrif á rétt aðildarríkj-
anna. Þetta eru spennandi tímar
innan iögfræðinnar, þar sem margt
á enn eftir að skýra og mörg
vandamál á eftir að leysa.
Tveir nýlegir forúrskurðir EB-
dómstólsins, sem teljast bindandi
úrskurðir innan ESB-landanna,
hafa vakiö athygli rnína. Mun ég
gera hér örlitla grein fyrir þeirn, en
þeir fara báðir inn á svið beinnar
skattlagningar, réttarsviðs, sem
hingað til hefur verið talið aö félli
utan lögsögu ESB. Áður en úr-
skurðirnir verða reifaðir er nauð-
synlegt að hafa örlítinn inngang að
skattarétti.
I. Ótakmörkuð og takmörkuð
skattskylda.
I flestum skattalögum er gerður
greinarmunur á ótakmarkaðri
skattskyldu og takmarkaðri. Venju-
lega er því þannig farið að skatt-
greiðendur, er heimilisfesti hafa í
ríkinu, teljast skattskyldir þar af öll-
um tekjum sínum, sama hvaðan
þær koma og af öllum eignum sín-
um, sama hvar þær eru. Aö sama
skapi eru einstaklingum, er bera
ótakmarkaða skattskyldu, heimilir
ýmis konar frádrættir frá skatti, s.s.
persónuafsláttur, frádráttur vegna
lífeyrissjóðsiðgjalda, fjárfestinga í
atvinnurekstri o.s.frv. Þeir, sem
bera takmarkaða skattskyldu hins
vegar, eru einungis skattlagðir af
þeirn tekjum og/eða eignum, er
uppruna eiga í því ríki og eiga ekki
rétt á öllum þeim ívilnunum, sem
skattalög landa veita þeim, er ótak-
markaða skattskyldu bera.
Hugtakið heimilisfesti er það,
sem máli skiptir, þegar ákvaröaö er
um ótakmarkaða eða takmarkaða
skattskyldu einstaklinga og lögaö-
ila i viðkomandi ríki. Við ákvörðun
um heimilisfesti einstaklinga skal
miða við reglur laga um lögheimili,
sbr. 1. gr. laga nr. 75/1981, um
tekjuskatt og eignarskatt. Sú staða
getur kornið upp skv. löggjöf
tveggja ríkja, að viðkomandi skatt-
aðili teljist geta átt heimilisfesti í
þeim báðum. Ef til staðar er tví-
sköttunarsamningur milli ríkjanna
skal þá miða við ákvæði þess
samnings við ákvörðun um heimil-
isfesti. Má sem dæmi nefna 2. tl. 4.
gr. samnings til að koma í veg fyr-
ir tvísköttun tekna á milli Islands
og Frakklands, nr. 8/1992. Með tví-
sköttunarsamningi er komið í veg
fyrir álagningu sambærilegra skatta
í tveimur (eða fleirum) ríkjum á
sama skattgreiðanda vegna sömu
tekna (og/eða eigna) fyrir sama
tímabil.
II. Sagan af strompasmið frá
Belgíu og fleirum.
Tveir athyglisverðir forúrskurðir
hafa fallið hjá EB-dómstólnum og
verður meginefni þeirra í stórum
dráttum rakið hér. Efni þeirra varð-
ar einmitt ákvæði tvísköttunar-
samninga og skattalög viðkomandi
landa.
Schumacher (S) var belgískur
ríkisborgari og skv. tvísköttunar-
samningi á milli Belgíu og Þýska-
lands átti hann heimilisfesti i Belg-
Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögfrseðingur
íu. Hann var kvæntur og átti eitt
barn. Árið 1989 voru tekjur S einu
tekjur heimilisins, sem eins og fyrr
var sagt var í Belgíu. Frá 15. maí
1988 til 31- des. 1989 vann S við að
smíða strompa í Þýskalandi. Hann
greiddi skv. staðgreiðslureglum af
iaunum sínum í Þýskalandi. Iiann
fékk ekki þann frádrátt, sem laun-
þegum, er bera ótakmarkaða skatt-
skyldu í Þýskalandi, eiga rétt á.
Ennfremur var staðgreiðsla hans
endanleg skattlagning, þar sem
hann bar takmarkaða skattskyldu í
Þýskalandi og hafði þar nteð ekki
möguleika á að fá ofgreidda stað-
greiðslu endurgreidda.
S var ósáttur við þessa niður-
stöðu, þar sem nær allar tekjur, er
hann hafði, voru frá Þýskalandi og
taldi hann sig því liafa sömu réttar-
stöðu og þeir, er bera ótakmarkaða
skattskyldu í Þýskalandi. Kærði
hann því þessa skattalegu með-
ferð, er hann hlaut. Skattyfiivöld
liöfntiöu kröhim S og fór hann því
með málið fyrir jiýska dómstóla.
Dómstóll í Þýskalandi féllst á kröf-
ur hans á grundvelli sanngirnis og
jafnræðis. Þýsk skattyfirvöld voru
hins vegar ekki sátt við þessa niö-
urstöðu og kærðu málið til áfrýjun-
ardómstóls í Þýskalandi. Áfrýjunar-
dómstóllinn úrskurðaði að S ætti
rétt á sömu skattalegu meðferðinni
og þeir, er heimilisfesti hefðu í
Þýskalandi, ef það væri í samræmi
7