Lögmannablaðið - 01.12.1995, Page 12
Virðisaukaskattur
og gjaldþrotabú:
s k y l d u r skiptastjóra
Við meðferð þrotabúa er að
mörgu að hyggja. Á vel
sóttum námskeiðum um
skiptastjórn í þrotabúum, á vegum
fræðslunefndar í fyrra, var m.a. far-
ið í virðisaukaskattsskil þrotabúa
og skyldur skiþtastjóra í því sam-
bandi. Ýmsir þeirra, sem nám-
skeiðin sóttu, svo og aðrir, sem
ekki gátu sótt þau, hafa spurst fyr-
ir um hvort hægt væri að fá stutt
yfirlit um helstu atriði er varða
skyldur skiptastjóra er lúta að virð-
isaukaskattsskilum þrotabúanna.
Yfirlögfræðingur virðisaukaskatts-
deildar embættis ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir, varð góðfúslega
við beiðni L.M.F.Í. um að taka sam-
an stuttan lista um þessi atriði
(,,tékklista“) og birtist sá Iisti hér á
eftir:
Hvaö ber skiptastjóra
að hafa í hnga?
1. Tilkynning.
Þrotabú skráðs eða skráningar-
skylds aðila ber að skrá inn á virð-
isaukaskattsskrá. Samkvæmt 2.
málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr.
50/1988, um virðisaukaskatt, með
síðari breytingum (vskl.), skal til-
kynna skattstjóra um breytingar,
Dómar í vátryggingarmálum
eftir Arnljót Björnsson, hcestaréttardómcira
Bókin er 180 blaðsíður. Útg. Bókaútgáfa Orators. Verð kr. 3.300,00.
Þessi bók er þriðja útgáfa Arnljóts á dómaskrá í vátryggingarmálum
og hefur höfundur bætt við nýjum dómum í þessari útgáfu auk þess
sem hann hefur fellt út úrelta dóma, sem ekki hafa lengur þýöingu fyr-
ir gildandi rétt.
Þessi útgáfa er, eins og hinar fyrri, tvískipt. Annars vegar eru í fyrri
hlutanum reifaðir dómar, þar sem reynt hefur á ltig um vátryggingar-
samninga. nr. 20/1954 og dómunum raðað eftir lagaákvxöum. í síöari
hlutanum eru hins vegar reifaðir dómar, sem varða einstakar greinar
vátryggingarsamninga.
F.fnistök Arnljóts eru með sama hætti og í fyrri útgáfum, enda kom-
in mikil reynsla á þá framsetningu. Sú breyting hefur þó verið gerð frá
fyrri útgáfum, á þeim hluta, sem fjallar um lögin, að lagaákvæðin eru
prentuð með og er það rnjög til þægindarauka að þurfa ekki sífellt aö
hafa Lagasafnið við hendina. Reifanirnar sjálfar eru stuttar og kjarnyrt-
ar þannig að sá sem les þær kemst strax að kjarna hvers máls fyrir sig.
Raunar er bókin tæpast skemmtilesning sökunr þess hversu knappar
reifanirnar em. Slíkt er þó tæpast löstur á bók af þessu tagi. Undirrit-
aður sýslar ekki mikiö með ágreiningsmál um vátryggingarsamninga,
þannig að þessi bók er hið mesta þarfaþing til að grípa í við rannsókn-
ir á því hvort dömar hafa gengið, þar sem reynt hefur annaö hvort á
ákvæði vátryggingarsamningalaganna eða á álitamál, er lúta aö ein-
stökum greinum vátrygginga.
Svo bíður undirritaður spenntur eftir næstu útgáfu á Dómum í
skaðabótamálum.
Magnús H. Magnússon, bdl. (böfundar rekur lögmannsstofu í Reykjavík).
sem verða á virðisaukaskattsskyldri
starfsemi eftir að skráning hefur
farið fram. Tilkynningu skal senda
eigi síðar en átta dögum eftir að
breyting á sér stað.
Samkvæmt þessu ber að tilkynna
skattstjóra ef skráður aöili er tekinn
til gjaldþrotaskipta, enda verður
við það sú breyting að annar aðili
(búið) tekur við starfsemi hans. Lit-
ið er svo á að þrotabú hafi með
höndum framhald á fyrri starfsemi
þrotamanns og er því þrotabúið
skráningarskylt hafi þrotamaður
verið skráður. Vanræksla tilkynn-
ingar getur varðað þrotabúið við-
urlögum.
2. Skráningarnúmer.
Þrotabúið skal fá sérstakt skrán-
ingarnúmer (vsk-númer). Megin-
reglan er sú að þrotabúið heldur
kennitölu þrotamanns.
3. Reikningseyöublöð.
Þrotabúið getur hvort heldur
sem er útbúið eigin reikningseyðu-
blöð eða notað fyrri eyðublöð. Ef
notuð eru fyrri eyðublöð þarf að
breyta virðisaukaskattsnúmeri með
fyrirfram yfirstimþlun eða yfir-
prentun. Tekið skal fram að ekki er
rétt að skiptastjóri noti eigin reikn-
ingseyðublöð vegna sölu á vörum
eða þjónustu þrotabús.
4. Framtal og skil þrotabús.
Við gjaldþrotaúrskurð flyst
skylda skv. 24. gr. vskl., sbr. einnig
reglugerð nr. 50/1993, til að gera
grein fyrir og skila virðisaukaskatti,
frá þrotamanni til skiptastjóra, sbr.
2. mgr. 91. gr. laga um tekjuskatt
og eignarskatt, sbr. 5. mgr. 49. gr.
vskl. Almennar reglur virðisauka-
skattslaga gilda um skil þrotabús á
virðisaukaskattsskýrslum, svo sem
um uppgjörstímabil og gjalddaga,
álag og dráttarvexti. Fyrsti dagur
starfsemi þrotabús er dagsetning
úrskurðar um gjaldþrot.
Hjá embætti ríkisskattstjóra er
hægt að fá leiðbeiningar um virðis-
aukaskattsuppgjör gjaldþrotabúa.
Verða nýjar endurskoðaðar leið-
beiningar gefnar út um næstu ára-
mót, en þær breyta í sjálfu sér ekki
ofangreindum atriðum.
12