Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.09.1991, Síða 1

Bæjarins besta - 18.09.1991, Síða 1
ÓHÁÐ FRÉITABLAÐ / A VEMTÖRÐLM DREffT ÁN ENDURGJALDS AMJAÐSAMTÖKUM BÆIAR- OG HÉRAÐSFRÉUABLAÐA MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 38. TBL. • 8. ÁRG. Róleg helgi SÍÐASTA helgi var með rólegasta móti að sögn lögreglunnar á Isa- firði. Lítil ölvun var á göt- um bæjarins og enginn gisti fangageymslur lög- reglunnar. Þó voru tveir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur, annar á fimmtudagskvöld og sá síðari aðfararnótt laugar- dags. Að sögn lögreglunnar hefur nokkuð borið á því að ökumenn leggi leið sína eftir nýja veginum að jarð- göngunum í Tungudal og vill hún koma því á fram- færi að það er með öllu óheimilt. Þar er um lokað- an veg að ræða, þ.e. fyrir aðra en þá er þar starfa. Hættulegt getur verið að fara urn veginn, sérstak- lega þegar sprengingar eigasérstað. _s Kjörbók Kjörin leið til sparnaðar LANDSBANKI ÍSLANDS ÍSAFIRÐI S 3022 Vöruval — ódýrara en þig grunar VÖRUVAL Bónusval LJÓNINU SKEIOI — SIMI4211 BUÐ SEM STENDUR UNDIR NAFNI Hagkvæm kaup — hagur heimilanna Niðursuðuverksmiðjan sigraði í firmakeppni Gl UM SÍÐUSTU helgi fór fram á golfvellinum í Tungudal, firmakeppni Golfklúbbs ísafjarðar auk þess sem keppt var til úrslita um Ljónsbikarinn í flokki unglinga. Yfir 50 fyrirtæki á ísafirði tóku þátt í firmakeppninni að þessu sinni og urðu úrslit þau að Niðursuðuverk- smiðjan hf. hafnaði í fyrsta sæti en fyrir hana keppti Einar Valur Kristjánsson. í öðru sæti varð síðan Vél- smiðjan Pristur, keppandi Pctur H.R. Sigurðsson og H-Prent h.f. í því þriðja, keppandi Ingi Magnfreðs- son. í keppninni um Ljónsbik- arinn þar sem leiknar voru 18 holur með og án forgjafar urðu úrslit þau að í flokki án forgjafar sigraði Sigurður Samúelsson á 84 höggum. Annar varð Auðunn Einars- son á 90 höggum og þriðji Tryggvi Ingason á 94 högg- um. í flokki með forgjöf sigraði Jóhann G. Jóhanns- son á 69 höggum, annar varð Tryggvi Ingason á 74 höggum og þriðji Sigurður Samúelsson á 76 höggum. -5. Súðavík: Bryggju- smíði að Ijúka - 45mlangur löndunarkantur úr harðviði U er að Ijúka frágangi við lagnir og lýsingu á nýrri harðviðarbryggju í Súðavík. Verkið var hafið haustið 1989 með því að gamla bryggjan var rifin. Síðan hófust framkvæmdir við löndunarbryggju úr harðviði veturinn 1989- 1990. Að sögn Sigríðar Hrann- ar Elíasdóttur, sveitar- stjóra í Súðavík, unnu starfsmenn Vita- og hafn- armálastofnunar verkið og luku sínum hluta 1990. Síðan var boðin út afgang- ur verksins. Pað er lýsing, lagnir og að steypa þekju. Frystihús Frosta hf. var inní þessum pakka og borgar snjóbræðslulagiiir og tengibraut milli bryggj- unnar og frystihússins. Lyftarar geta því ekið beint út úr fiskmóttöku og að skipshliö. Ekki þarf því að nota vörubíla við af- skipun. Allur fiskiskipafloti Súðvíkinga getur landað við kantinn, nema skut- togarinn Bessi. Fyrir hann er ekki nóg dýpi og verður hann að landa við hafnar- kantinn sem, er á inn- averðum brimvarnargarð- inum. Nýja bryggjan er einnig viðlegupláss fyrir Haffara og Kofra, því crf- itt er fyrir þá að liggja utan á Bessa vegna hæðarmun- ar skipanna. Naglinn hf. á ísafirði sér um lokafrágang verksins og er því alveg að ljúka, sagði Sigríður Hrönn að lokum. - GHj. Höfum opið í vetur kl. 9-17. 2? 3555 VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI1 ÍSAFIRÐI /Os D BÍLAVERKSTÆÐI Úrval hreinlætistækja VC y ÍSAFJAROMtt BÍLALEIGA — -Sr 3837 — 'lll.il. / PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA Fjarðarstræti 22 - S 4644 - Fax S 4680 RITSTJÓRN S 4560 • FAX S 4564 • AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT S 4560

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.